Þurfum líka evrur Ingimar Karl Helgason skrifar 12. desember 2007 00:01 Sigurjón Árnason bankastjóri landsbankans Bjóða betri kjör fremur en að auglýsa. „Við þurfum líka evrur, ekki bara pund,“ segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Bankinn stefnir að því, á fyrri hluta næsta árs, að bjóða meginlandsbúum svipaða innlánsreikninga og hafa gengið vel í Bretlandi. Tíu prósent árlegrar viðbótar í innlánum á Bretlandi runnu inn á reikninga í Icesave. „Engin íslensk vara hefur nokkurn tímann orðið jafn útbreidd meðal almennings á jafn skömmum tíma,“ segir Sigurjón, en breskir sparifjáreigendur hafa lagt hátt í fimm milljarða punda inn á þessa reikninga frá því í fyrrahaust. Hlutfall innlána af útlánum bankans hefur stóraukist í kjölfarið. „Þetta eru í raun bara óbundnar sparisjóðsbækur. Við gefum ekki út kort eða neitt,“ segir Sigurjón. Hann útilokar ekki að bankinn reyni síðar að setja reikningana á markað Vestanhafs. „Það er aldrei að vita,“ segir Sigurjón, en bendir á að erfiðara sé að komast inn á markað þar en í Evrópu. „EES-samingurinn gerir þetta allt miklu einfaldara.“ Bankinn hlaut nýlega viðurkenningu samtakanna Financial Service Forum þar í Bretlandi, fyrir vel heppnaða markaðssetningu á innlánareikningum Icesave. „Við höfum ekki efni á því að vera að eyða svo miklu í auglýsingar í Bretlandi, Þær eru mjög dýrar. Svo við höfum frekar farið þá leið að bjóða fólki betri kjör en auglýsa minna,“ segir Sigurjón. Hann segir að breskir fjölmiðlar fylgist vel með kjörum á bankareikningum. „Þeir birta samanburð og fólk treystir honum. Við höfum notið þess.“ Sigurjón segir að Landsbankinn hafi riðið á vaðið með þessa einföldu innlánsreikninga sem fólk kemst á í gegnum netið. Síðan hafi keppinautar fylgt í kjölfarið. „En eftirspurning hefur verið ævintýraleg, sérstaklega á þeim tíma sem þetta byrjaði.“ Bankinn lofar fólki tiltekinni lágmarksávöxtun fram til ársins 2011. „Við settum í þetta ákveðið gólf svo fólk skynjaði að þetta væri ekki bara til skamms tíma,“ segir Sigurjón. En næstu fjögur árin lofar bankinn því að ávöxtun á innlánsreikningum verði ekki minni en 0,25 prósentustig umfram vexti Englandsbanka. „Núna er ávöxtunin 0,55 punktum fyrir ofan.“ „Þetta er bara herra Smith, venjulegt fólk,“ segir Sigurjón, þegar hann er spurður um hverjir séu viðskiptavinir bankans. Sigurjón vill lítið segja um ógnanir. „En við höfum staðist ákveðna eldskírn.“ Þegar bankinn hafi byrjað með Icesave hafi umræða um íslensku bankana í Bretlandi ekki verið með öllu jákvæð. „Síðan var þetta Northern Rock-mál. Við vissum ekki hvernig þetta færi með okkur. Við fórum í gegnum þessa panikkkreppu. Þetta var svona stresstest á vörunni, en við komumst í gegnum það,“ segir Sigurjón Árnason. Héðan og þaðan Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Við þurfum líka evrur, ekki bara pund,“ segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Bankinn stefnir að því, á fyrri hluta næsta árs, að bjóða meginlandsbúum svipaða innlánsreikninga og hafa gengið vel í Bretlandi. Tíu prósent árlegrar viðbótar í innlánum á Bretlandi runnu inn á reikninga í Icesave. „Engin íslensk vara hefur nokkurn tímann orðið jafn útbreidd meðal almennings á jafn skömmum tíma,“ segir Sigurjón, en breskir sparifjáreigendur hafa lagt hátt í fimm milljarða punda inn á þessa reikninga frá því í fyrrahaust. Hlutfall innlána af útlánum bankans hefur stóraukist í kjölfarið. „Þetta eru í raun bara óbundnar sparisjóðsbækur. Við gefum ekki út kort eða neitt,“ segir Sigurjón. Hann útilokar ekki að bankinn reyni síðar að setja reikningana á markað Vestanhafs. „Það er aldrei að vita,“ segir Sigurjón, en bendir á að erfiðara sé að komast inn á markað þar en í Evrópu. „EES-samingurinn gerir þetta allt miklu einfaldara.“ Bankinn hlaut nýlega viðurkenningu samtakanna Financial Service Forum þar í Bretlandi, fyrir vel heppnaða markaðssetningu á innlánareikningum Icesave. „Við höfum ekki efni á því að vera að eyða svo miklu í auglýsingar í Bretlandi, Þær eru mjög dýrar. Svo við höfum frekar farið þá leið að bjóða fólki betri kjör en auglýsa minna,“ segir Sigurjón. Hann segir að breskir fjölmiðlar fylgist vel með kjörum á bankareikningum. „Þeir birta samanburð og fólk treystir honum. Við höfum notið þess.“ Sigurjón segir að Landsbankinn hafi riðið á vaðið með þessa einföldu innlánsreikninga sem fólk kemst á í gegnum netið. Síðan hafi keppinautar fylgt í kjölfarið. „En eftirspurning hefur verið ævintýraleg, sérstaklega á þeim tíma sem þetta byrjaði.“ Bankinn lofar fólki tiltekinni lágmarksávöxtun fram til ársins 2011. „Við settum í þetta ákveðið gólf svo fólk skynjaði að þetta væri ekki bara til skamms tíma,“ segir Sigurjón. En næstu fjögur árin lofar bankinn því að ávöxtun á innlánsreikningum verði ekki minni en 0,25 prósentustig umfram vexti Englandsbanka. „Núna er ávöxtunin 0,55 punktum fyrir ofan.“ „Þetta er bara herra Smith, venjulegt fólk,“ segir Sigurjón, þegar hann er spurður um hverjir séu viðskiptavinir bankans. Sigurjón vill lítið segja um ógnanir. „En við höfum staðist ákveðna eldskírn.“ Þegar bankinn hafi byrjað með Icesave hafi umræða um íslensku bankana í Bretlandi ekki verið með öllu jákvæð. „Síðan var þetta Northern Rock-mál. Við vissum ekki hvernig þetta færi með okkur. Við fórum í gegnum þessa panikkkreppu. Þetta var svona stresstest á vörunni, en við komumst í gegnum það,“ segir Sigurjón Árnason.
Héðan og þaðan Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira