Hefnd er efst í huga Wenger 28. janúar 2007 14:00 Arsene Wenger hefur úr takmörkuðum hópi leikmanna að velja fyrir leikinn gegn Bolton í dag vegna meiðsla og leikbanna. MYND/Getty Arsene Wenger hefur í huga að hefna fyrir ófarir Arsenal gegn Bolton upp á síðkastið þegar liðin mætast í ensku bikarkeppninni kl. 16 í dag. Arsenal hefur gengið bölvanlega gegn Bolton og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Bolton sló Arsenal út úr bikarkeppninni á síðustu leiktíð auk þess sem liðið vann sannfærandi sigur á Wenger og lærisveinum hans í deildinni fyrr í vetur, 3-1. Svo virðist sem að Arsenal ráði illa við leikstíl Bolton, sem einkennist af löngum og háum sendingum. "Það er rétt að við höfum ekki náð okkur á strik þegar við mætum Bolton en ég held að það sé að miklu leyti vegna óheppni. Þegar þeir unnu okkur í deildinni fyrir áramót skoruðu þeir tvö frábær mörk. Ég held að við getum vel ráðið við þeirra leik. Fyrir tveimur árum áttum við kannski í erfiðleikum en liðið hefur tekið miklum framförum á síðustu misserum og við eigum vel að geta ráðið við Bolton nú," sagði Wenger í morgun. Sam Allardyce, stjóri Bolton, býst við mjög erfiðleikum leik gegn liði sem hann segir "vera það besta" í Englandi í augnablikinu. "Arsenal er í feiknaformi eins og sást í leikjum þeirra gegn Liverpool í bikarnum fyrir skemmstu. En við eigum alltaf möguleika," sagði Allardyce en leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum, heimavelli Arsenal. "Ég fer í leikinn með hóflegar væntingar. Jafntefli yrðu gríðarlega góð úrslit fyrir okkur því þá fengjum við annan leik á heimavelli okkar," sagði Allardyce. Ljóst er að Arsene Wenger mun eiga í nokkrum vandræðum með að stilla upp liði en á meiðslalista Arsenal eru Emmanuel Eboue, Alexander Hleb, Robin van Persie, William Gallas, Freddie Ljungberg og Johan Djourou auk þess sem Gilberto Silva er í leikbanni. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Arsene Wenger hefur í huga að hefna fyrir ófarir Arsenal gegn Bolton upp á síðkastið þegar liðin mætast í ensku bikarkeppninni kl. 16 í dag. Arsenal hefur gengið bölvanlega gegn Bolton og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Bolton sló Arsenal út úr bikarkeppninni á síðustu leiktíð auk þess sem liðið vann sannfærandi sigur á Wenger og lærisveinum hans í deildinni fyrr í vetur, 3-1. Svo virðist sem að Arsenal ráði illa við leikstíl Bolton, sem einkennist af löngum og háum sendingum. "Það er rétt að við höfum ekki náð okkur á strik þegar við mætum Bolton en ég held að það sé að miklu leyti vegna óheppni. Þegar þeir unnu okkur í deildinni fyrir áramót skoruðu þeir tvö frábær mörk. Ég held að við getum vel ráðið við þeirra leik. Fyrir tveimur árum áttum við kannski í erfiðleikum en liðið hefur tekið miklum framförum á síðustu misserum og við eigum vel að geta ráðið við Bolton nú," sagði Wenger í morgun. Sam Allardyce, stjóri Bolton, býst við mjög erfiðleikum leik gegn liði sem hann segir "vera það besta" í Englandi í augnablikinu. "Arsenal er í feiknaformi eins og sást í leikjum þeirra gegn Liverpool í bikarnum fyrir skemmstu. En við eigum alltaf möguleika," sagði Allardyce en leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum, heimavelli Arsenal. "Ég fer í leikinn með hóflegar væntingar. Jafntefli yrðu gríðarlega góð úrslit fyrir okkur því þá fengjum við annan leik á heimavelli okkar," sagði Allardyce. Ljóst er að Arsene Wenger mun eiga í nokkrum vandræðum með að stilla upp liði en á meiðslalista Arsenal eru Emmanuel Eboue, Alexander Hleb, Robin van Persie, William Gallas, Freddie Ljungberg og Johan Djourou auk þess sem Gilberto Silva er í leikbanni.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira