Slasaður eftir stökk af hótelsvölum í sveppavímu 13. júlí 2007 13:18 Ofskynjunarsveppir MYND/Getty Images 19 ára gamall íslenskur ferðamaður brotnaði á báðum fótum í Amsterdam um síðustu helgi, þegar hann stökk fram af svölum af annarri hæð hótels undir áhrifum ferskra ofskynjunarsveppa. Pilturinn er með gifs á báðum fótum. Samkvæmt fréttavef hollenska blaðsins De Volkskrant, borðaði hann 13 sveppi ásamt vini sínum. Þegar víman tók völdin varð hann óttasleginn og hélt að einhver væri að elta sig. Þá hljóp hann með hendur fyrir eyrum og stökk fram af svölunum á hótelinu. Eftir það reyndi hann að draga sig áfram á stéttinni en tókst það ekki sökum áverka. Því næst var hann kominn á sjúkrahús en man ekki hvað gerðist í millitíðinni. Óttast er að pilturinn, sem er að læra trésmíði, muni ekki ná sér að fullu af fótmeiðslum sínum, og jafnvel talið að hann muni ekki geta unnið erfiðisvinnu í framtíðinni. Faðir piltsins flaug til Amsterdam til að sækja drenginn og er von á feðgunum til landsins í dag. Löglegt er að selja ferska ofskynjunarsveppi í Hollandi, en bannað er að selja þá þurrkaða. Einnig kemur fram að neysla ofskynjunarsveppa sé hættulegri ef áfengi er við hönd, en pilturinn segist aðeins hafa drukkið te fyrr um kvöldið. Fram kemur að þetta sé þriðja atvikið í Amsterdam, sem rekja má beint til ferskra ofskynjunarsveppa síðastliðna fimm mánuði. Í mars síðastliðnum lét 17 ára stelpa lífið eftir að hafa stokkið fram af þaki vísindasafns í sveppavímu og í júní missti breskur ferðamaður stjórn á sér eftir neyslu sveppanna. Sá rústaði hóelherberginu sínu og kastaði ýmsum hlutum á götuna við hótelið, sem varð til þess að einn gangfarandi slasaðist. Innlent Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
19 ára gamall íslenskur ferðamaður brotnaði á báðum fótum í Amsterdam um síðustu helgi, þegar hann stökk fram af svölum af annarri hæð hótels undir áhrifum ferskra ofskynjunarsveppa. Pilturinn er með gifs á báðum fótum. Samkvæmt fréttavef hollenska blaðsins De Volkskrant, borðaði hann 13 sveppi ásamt vini sínum. Þegar víman tók völdin varð hann óttasleginn og hélt að einhver væri að elta sig. Þá hljóp hann með hendur fyrir eyrum og stökk fram af svölunum á hótelinu. Eftir það reyndi hann að draga sig áfram á stéttinni en tókst það ekki sökum áverka. Því næst var hann kominn á sjúkrahús en man ekki hvað gerðist í millitíðinni. Óttast er að pilturinn, sem er að læra trésmíði, muni ekki ná sér að fullu af fótmeiðslum sínum, og jafnvel talið að hann muni ekki geta unnið erfiðisvinnu í framtíðinni. Faðir piltsins flaug til Amsterdam til að sækja drenginn og er von á feðgunum til landsins í dag. Löglegt er að selja ferska ofskynjunarsveppi í Hollandi, en bannað er að selja þá þurrkaða. Einnig kemur fram að neysla ofskynjunarsveppa sé hættulegri ef áfengi er við hönd, en pilturinn segist aðeins hafa drukkið te fyrr um kvöldið. Fram kemur að þetta sé þriðja atvikið í Amsterdam, sem rekja má beint til ferskra ofskynjunarsveppa síðastliðna fimm mánuði. Í mars síðastliðnum lét 17 ára stelpa lífið eftir að hafa stokkið fram af þaki vísindasafns í sveppavímu og í júní missti breskur ferðamaður stjórn á sér eftir neyslu sveppanna. Sá rústaði hóelherberginu sínu og kastaði ýmsum hlutum á götuna við hótelið, sem varð til þess að einn gangfarandi slasaðist.
Innlent Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira