Grímseyjarferjuklúðrið ekki látið óátalið Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 15. ágúst 2007 18:30 Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var. Í Grímseyjarferjuklúðrinu virðast margir sammála um að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið beri ábyrgðina á því að hlutirnir fóru úrskeiðis - þó að núverandi samgönguráðherra hafi aðeins nafngreint einn mann, Einar Hermannsson skipaverkfræðing og ráðgjafa. Vegamálastjóri gekkst fúslega við ábyrgð sinni og Vegagerðarinnar í viðtölum í gær. Þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, vill ekki tjá sig um málið að sinni. En nú síðdegis kom yfirlýsing frá Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra þar sem hún segir málið litið alvarlegum augum og skýrar verkslagsreglur ráðuneytisins hafi verið brotnar. Í lokin segir: Tekið verður á því með viðeigandi hætti - en ekki er ljóst hvað felst í þeim orðum. Ekki náðist í Ragnhildi í dag. Grímseyingar eru ekki fyllilega sáttir við skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar er sagt að Grímseyingar hafi ekki gert athugasemdir við fyrirhuguð kaup og síðan samþykkt þau formlega haustið 2005. Þessu hafna Grímseyingar og segja að bæði í símtölum og tölvupóstum hafi þeir sagt með skýrum hætti að ekki kæmi til greina að kaupa ferjuna. Í tölvupósti í september 2005 segir sveitarstjórnint hreint út að hún geti ekki mælt með að gengið verði frá kaupum á skipinu. Í ljósi þess að bæði Einar Hermannsson skipaverkfræðingur og ríkisendurskoðun tala um að mikill þrýstingur hafi verið frá Samgönguráðuneytinu á bæði Grímseyinga og Vegagerðina - að kaupa ferjuna - er athyglisvert að lesa tölvupóst sem barst frá skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu þann 28. sept. þar sem segir að menn vilji ekki kaupa köttinn í sekknum OG að menn hafi nokkuð svigrúm til að leggja út í kostnað við að gera skipið sem best úr garði. Úr þessu verður ekki lesið að ráðuneytið hafi haldið fast um fjármuni í tengslum við viðgerð á skipinu, né hafi þeir lagt að Grímseyingum að hemja kröfur sínar. Enda má lesa út úr skýrslu gærdagsins að þótt kröfur Grímseyinga í viðbótarkostnaði vegi drjúgt er megnið af honum tilkominn vegna alþjóðlegra flokkunar eða tryggingafélagsins Lloyd Register. Kröfur þess, sem tekur út skip sem þessi til að tryggja að þau uppfylli staðla, hefðu varla átt að koma mönnum í opna skjöldu. Fréttir Innlent Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var. Í Grímseyjarferjuklúðrinu virðast margir sammála um að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið beri ábyrgðina á því að hlutirnir fóru úrskeiðis - þó að núverandi samgönguráðherra hafi aðeins nafngreint einn mann, Einar Hermannsson skipaverkfræðing og ráðgjafa. Vegamálastjóri gekkst fúslega við ábyrgð sinni og Vegagerðarinnar í viðtölum í gær. Þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, vill ekki tjá sig um málið að sinni. En nú síðdegis kom yfirlýsing frá Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra þar sem hún segir málið litið alvarlegum augum og skýrar verkslagsreglur ráðuneytisins hafi verið brotnar. Í lokin segir: Tekið verður á því með viðeigandi hætti - en ekki er ljóst hvað felst í þeim orðum. Ekki náðist í Ragnhildi í dag. Grímseyingar eru ekki fyllilega sáttir við skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar er sagt að Grímseyingar hafi ekki gert athugasemdir við fyrirhuguð kaup og síðan samþykkt þau formlega haustið 2005. Þessu hafna Grímseyingar og segja að bæði í símtölum og tölvupóstum hafi þeir sagt með skýrum hætti að ekki kæmi til greina að kaupa ferjuna. Í tölvupósti í september 2005 segir sveitarstjórnint hreint út að hún geti ekki mælt með að gengið verði frá kaupum á skipinu. Í ljósi þess að bæði Einar Hermannsson skipaverkfræðingur og ríkisendurskoðun tala um að mikill þrýstingur hafi verið frá Samgönguráðuneytinu á bæði Grímseyinga og Vegagerðina - að kaupa ferjuna - er athyglisvert að lesa tölvupóst sem barst frá skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu þann 28. sept. þar sem segir að menn vilji ekki kaupa köttinn í sekknum OG að menn hafi nokkuð svigrúm til að leggja út í kostnað við að gera skipið sem best úr garði. Úr þessu verður ekki lesið að ráðuneytið hafi haldið fast um fjármuni í tengslum við viðgerð á skipinu, né hafi þeir lagt að Grímseyingum að hemja kröfur sínar. Enda má lesa út úr skýrslu gærdagsins að þótt kröfur Grímseyinga í viðbótarkostnaði vegi drjúgt er megnið af honum tilkominn vegna alþjóðlegra flokkunar eða tryggingafélagsins Lloyd Register. Kröfur þess, sem tekur út skip sem þessi til að tryggja að þau uppfylli staðla, hefðu varla átt að koma mönnum í opna skjöldu.
Fréttir Innlent Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira