Verðmætara að passa fé en börn 20. ágúst 2007 18:45 Það er skelfilegt að þjóðfélagið meti það til hærri launa að passa peninga en börn, segir Beata Tarasuik, sem ákvað nýverið að segja upp, eftir níu ára starf á leikskóla. Hún hefur fengið starf sem gjaldkeri hjá Glitni og snarhækkar við það í launum.Mikil ólga er meðal almennra starfsmanna á leikskólum Reykjavíkur eftir að fregnir bárust af álagsgreiðslum til leikskólakennara vegna manneklu í skólunum. Um 55% starfsmanna á leikskólunum eru ekki með kennaramenntun og fá ekki þessar greiðslur. Stéttarfélag þeirra, Efling, hefur krafist þess að eitt gangi yfir alla - enda bitni aukið álag á öllum, ekki bara kennaramenntuðum. Til stóð að fulltrúar Eflingar ræddu kröfur sínar við borgina í dag en fundinum var frestað. Á Seltjarnarnesi ákváðu bæjaryfirvöld í samvinnu við leikskólafólk að allir starfsmenn leikskólanna fengju þessar viðbótargreiðslur. Hversu háar - eða hversu lengi, er þó óákveðið.Það dugði þó ekki til að halda í Beötu Tarasuik. Beata er pólsk og hefur búið á Íslandi í 16 ár. Síðastliðin níu ár hefur hún starfað á leikskólanum Sólbrekku og haft unun af. Hún segir það skemmtilegt og mjög gefandi.En Beötu er ekki skemmt yfir laununum. Hún er komin í efsta þrep, með 9 ára starfsreynslu, fullt af námskeiðum og launin - 170 þúsund krónur á mánuði. Hærra kemst hún ekki - nema hún læri til leikskólakennara - sem eru þrjú ár í háskóla. Við það myndu launin hækka, en svo lítið að Beötu finnst það ekki borga sig. Hún sagði því upp nýlega.Brátt tekur við gjaldkerastarf hjá Glitni. Ljóst er að við það hækkar hún verulega í launum. Fréttir Innlent Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Það er skelfilegt að þjóðfélagið meti það til hærri launa að passa peninga en börn, segir Beata Tarasuik, sem ákvað nýverið að segja upp, eftir níu ára starf á leikskóla. Hún hefur fengið starf sem gjaldkeri hjá Glitni og snarhækkar við það í launum.Mikil ólga er meðal almennra starfsmanna á leikskólum Reykjavíkur eftir að fregnir bárust af álagsgreiðslum til leikskólakennara vegna manneklu í skólunum. Um 55% starfsmanna á leikskólunum eru ekki með kennaramenntun og fá ekki þessar greiðslur. Stéttarfélag þeirra, Efling, hefur krafist þess að eitt gangi yfir alla - enda bitni aukið álag á öllum, ekki bara kennaramenntuðum. Til stóð að fulltrúar Eflingar ræddu kröfur sínar við borgina í dag en fundinum var frestað. Á Seltjarnarnesi ákváðu bæjaryfirvöld í samvinnu við leikskólafólk að allir starfsmenn leikskólanna fengju þessar viðbótargreiðslur. Hversu háar - eða hversu lengi, er þó óákveðið.Það dugði þó ekki til að halda í Beötu Tarasuik. Beata er pólsk og hefur búið á Íslandi í 16 ár. Síðastliðin níu ár hefur hún starfað á leikskólanum Sólbrekku og haft unun af. Hún segir það skemmtilegt og mjög gefandi.En Beötu er ekki skemmt yfir laununum. Hún er komin í efsta þrep, með 9 ára starfsreynslu, fullt af námskeiðum og launin - 170 þúsund krónur á mánuði. Hærra kemst hún ekki - nema hún læri til leikskólakennara - sem eru þrjú ár í háskóla. Við það myndu launin hækka, en svo lítið að Beötu finnst það ekki borga sig. Hún sagði því upp nýlega.Brátt tekur við gjaldkerastarf hjá Glitni. Ljóst er að við það hækkar hún verulega í launum.
Fréttir Innlent Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira