Eiður Smári: Ég nýt mín á Spáni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2007 17:45 Eiður Smári gantast á æfingu með félögum sínum á Ibrox-vellinum í Glasgow fyrr í vikunni. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen sagði eftir leik Rangers og Barcelona í gær að enska úrvalsdeildin heillaði hann ekki í augnablikinu. Þetta sagði hann í viðtali við fréttamann Sky sjónvarpsstöðvarinnar eftir leikinn í gær sem lyktaði með markalausu jafntefli. Eiður var í byrjunarliðinu, lék allan leikinn og þótti standa sig mjög vel. Hann var spurður hvort það freistaði ekki að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. „Ég fylgist auðvitað vel með ensku úrvalsdeildinni. Ég hafði það mjög gott á Englandi en eins og er nýt ég mín á Spáni. Mínar pælingar ná ekki út fyrir landamæri Spánar." Hann sagði að hann yrði út tímabilið hjá Barcelona, að minnsta kosti. „Ég á enn tvö og hálft ár eftir af samningi mínum. Það segir allt sem segja þarf. En auðvitað var erfitt að missa af undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna. En nú er ég heill heilsu og ætla að nýta hverju einustu mínútu sem ég fæ til að sýna mína hæfileika. Ég fékk níutíu mínútur í kvöld og það var mjög gott." Eiður sagði einnig að það hafi verið ákveðin vonbrigði að hafa ekki unnið leikinn miðað við hversu mikið Börsungar voru með boltann. Hann viðurkenndi þó að úrslitin hafi verið sanngjörn. „Á Nou Camp verður þetta allt öðruvísi leikur. Þar getum við nýtt svæðin betur og aukið hraðann á leik okkar, þar með sett meiri pressu á þá." Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Rijkaard hrósar Eiði Smára Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Rangers í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 24. október 2007 10:20 Kannski er Eiður ekki eins slæmur og við héldum Pistlahöfundurinn Joan Maria Batille er einn þeirra sem fara fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í gær. Hann segir menn loksins vera búna að fatta að Eiður Smári sé í raun bestur á miðjunni. 24. október 2007 10:47 Skínandi endurkoma hjá Eiði Smára Spænska blaðið Sport fer fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í Meistaradeildinni í gær. "Eiður skein bjart í endurkomunni," sagði blaðið. 24. október 2007 10:34 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sagði eftir leik Rangers og Barcelona í gær að enska úrvalsdeildin heillaði hann ekki í augnablikinu. Þetta sagði hann í viðtali við fréttamann Sky sjónvarpsstöðvarinnar eftir leikinn í gær sem lyktaði með markalausu jafntefli. Eiður var í byrjunarliðinu, lék allan leikinn og þótti standa sig mjög vel. Hann var spurður hvort það freistaði ekki að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. „Ég fylgist auðvitað vel með ensku úrvalsdeildinni. Ég hafði það mjög gott á Englandi en eins og er nýt ég mín á Spáni. Mínar pælingar ná ekki út fyrir landamæri Spánar." Hann sagði að hann yrði út tímabilið hjá Barcelona, að minnsta kosti. „Ég á enn tvö og hálft ár eftir af samningi mínum. Það segir allt sem segja þarf. En auðvitað var erfitt að missa af undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna. En nú er ég heill heilsu og ætla að nýta hverju einustu mínútu sem ég fæ til að sýna mína hæfileika. Ég fékk níutíu mínútur í kvöld og það var mjög gott." Eiður sagði einnig að það hafi verið ákveðin vonbrigði að hafa ekki unnið leikinn miðað við hversu mikið Börsungar voru með boltann. Hann viðurkenndi þó að úrslitin hafi verið sanngjörn. „Á Nou Camp verður þetta allt öðruvísi leikur. Þar getum við nýtt svæðin betur og aukið hraðann á leik okkar, þar með sett meiri pressu á þá."
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Rijkaard hrósar Eiði Smára Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Rangers í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 24. október 2007 10:20 Kannski er Eiður ekki eins slæmur og við héldum Pistlahöfundurinn Joan Maria Batille er einn þeirra sem fara fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í gær. Hann segir menn loksins vera búna að fatta að Eiður Smári sé í raun bestur á miðjunni. 24. október 2007 10:47 Skínandi endurkoma hjá Eiði Smára Spænska blaðið Sport fer fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í Meistaradeildinni í gær. "Eiður skein bjart í endurkomunni," sagði blaðið. 24. október 2007 10:34 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Sjá meira
Rijkaard hrósar Eiði Smára Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Rangers í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 24. október 2007 10:20
Kannski er Eiður ekki eins slæmur og við héldum Pistlahöfundurinn Joan Maria Batille er einn þeirra sem fara fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í gær. Hann segir menn loksins vera búna að fatta að Eiður Smári sé í raun bestur á miðjunni. 24. október 2007 10:47
Skínandi endurkoma hjá Eiði Smára Spænska blaðið Sport fer fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í Meistaradeildinni í gær. "Eiður skein bjart í endurkomunni," sagði blaðið. 24. október 2007 10:34