Skreyta garða fyrir 400 þúsund Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 31. október 2007 13:52 Það getur tekið frá fjórum til tuttugu klukkutímum að skreyta eitt tré. Einkaaðilar greiða allt að 400 þúsund krónur fyrir að fá jólaskreytingar settar upp í görðum sínum. Viðhorf Íslendinga til jólaskreytinga eru að breytast. Áður lifðu þær einungis í 2-3 vikur yfir jólahátíðina en nú eru þær að breytast yfir í vetrarskreytingar sem lifa jafnvel nokkra mánuði. Þetta segir Brynjar Kjærnested framkvæmdastjóri Garðlistar sem sér um að skreyta garða fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Mörgum þykir nóg um og gagnrýna hversu snemma fyrirtæki auglýsa jólin. Brynjar segist ekki hafa fundið fyrir gagnrýni; „þvert á móti hef ég tekið eftir vilja fólks til að vera snemma á ferðinni og njóta skreytinganna auk þess sem mörgum finnst ljósin létta skammdegið."Kostnaður mismunandiKostnaður við að skreyta garða getur verið afar mismunandi og það getur sem dæmi tekið 4-20 klukkutíma að vefja eitt tré. Almennt greiðir fólk frá 50 þúsundum króna en kostnaður getur farið upp í 400 þúsund fyrir stærstu garðana. Þá eru dæmi um að fyrirtæki greiði allt að eina milljón króna fyrir skreytingar. „Við erum ekki með ódýrar jólaseríur sem verða götóttar ef ein pera fer, endingin og gæðin eru góð," segir BrynjarKostnaður Reykjavíkurborgar við jólaskreytingar á síðasta ári voru 19 milljónir. Guðmundur Steingrímsson aðstoðarmaður borgarstjóra segir mikinn kraft verða settan í að skreyta miðborgina í ár, sérstaklega vegna brunans og framkvæmda.FrumkvöðlarEitt þeirra húsa í höfuðborginni sem er hvað þekktast fyrir jólaskreytingar er að Hlyngerði 12. Húsið stendur við Bústaðarveg, ofan Landsspítalans, og var eitt fyrst húsa í borginni til að skreyta með þessum hætti.Sigtryggur Helgason eigandi hússins og sá sem á heiðurinn að þessum miklu skreytingum segist ávallt hafa fundið fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum þessi 12 ár og fengið margar heimsóknir. Leikskólar hafi meðal annars komið og fengið að kíkja í garðinn. Hann notaði allt að 200 seríur í skreytingarnar, auk fjölda jólasveina, snjókalla og stiga sem var skreyttur og lá upp á þak.Sigtryggur segist með að sjá hversu margir fylgdu í kjölfarið. Hann ætlar þó ekki að skreyta jafn mikið í ár. „Ég er 77 ára og hef bara ekki heilsu til þess lengur." Jólaskraut Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Einkaaðilar greiða allt að 400 þúsund krónur fyrir að fá jólaskreytingar settar upp í görðum sínum. Viðhorf Íslendinga til jólaskreytinga eru að breytast. Áður lifðu þær einungis í 2-3 vikur yfir jólahátíðina en nú eru þær að breytast yfir í vetrarskreytingar sem lifa jafnvel nokkra mánuði. Þetta segir Brynjar Kjærnested framkvæmdastjóri Garðlistar sem sér um að skreyta garða fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Mörgum þykir nóg um og gagnrýna hversu snemma fyrirtæki auglýsa jólin. Brynjar segist ekki hafa fundið fyrir gagnrýni; „þvert á móti hef ég tekið eftir vilja fólks til að vera snemma á ferðinni og njóta skreytinganna auk þess sem mörgum finnst ljósin létta skammdegið."Kostnaður mismunandiKostnaður við að skreyta garða getur verið afar mismunandi og það getur sem dæmi tekið 4-20 klukkutíma að vefja eitt tré. Almennt greiðir fólk frá 50 þúsundum króna en kostnaður getur farið upp í 400 þúsund fyrir stærstu garðana. Þá eru dæmi um að fyrirtæki greiði allt að eina milljón króna fyrir skreytingar. „Við erum ekki með ódýrar jólaseríur sem verða götóttar ef ein pera fer, endingin og gæðin eru góð," segir BrynjarKostnaður Reykjavíkurborgar við jólaskreytingar á síðasta ári voru 19 milljónir. Guðmundur Steingrímsson aðstoðarmaður borgarstjóra segir mikinn kraft verða settan í að skreyta miðborgina í ár, sérstaklega vegna brunans og framkvæmda.FrumkvöðlarEitt þeirra húsa í höfuðborginni sem er hvað þekktast fyrir jólaskreytingar er að Hlyngerði 12. Húsið stendur við Bústaðarveg, ofan Landsspítalans, og var eitt fyrst húsa í borginni til að skreyta með þessum hætti.Sigtryggur Helgason eigandi hússins og sá sem á heiðurinn að þessum miklu skreytingum segist ávallt hafa fundið fyrir miklum jákvæðum viðbrögðum þessi 12 ár og fengið margar heimsóknir. Leikskólar hafi meðal annars komið og fengið að kíkja í garðinn. Hann notaði allt að 200 seríur í skreytingarnar, auk fjölda jólasveina, snjókalla og stiga sem var skreyttur og lá upp á þak.Sigtryggur segist með að sjá hversu margir fylgdu í kjölfarið. Hann ætlar þó ekki að skreyta jafn mikið í ár. „Ég er 77 ára og hef bara ekki heilsu til þess lengur."
Jólaskraut Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira