Margdæmdur nauðgari grunaður um milljóna fjársvik SB skrifar 2. júlí 2008 11:32 Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, staðfestir í samtali við Vísir að Gunnar Rúnar hafi svikið út 5,6 milljónir á stuttum tíma í maí. Maður, sem bíður afplánunar vegna grófrar nauðgunar, sveik 5,6 milljónir út úr N1 með því að misnota reikning móður sinnar. Maðurinn segir peninginn hafa farið upp í skuldir við handrukkara. Hann á að baki langan sakaferil. "Þeir sendu mig af stað og biðu heima hjá fjölskyldu minni," segir Gunnar Rúnar Gunnarsson sem er 35 ára gamall um aðferðir handrukkarana. Fyrir utan fjársvikin hjá N1 er Gunnar sakaður um að hafa svikið bensín að upphæð 440 þúsund krónum frá vinnuveitanda sínum. Hann er einnig sakaður um að hafa keypt átta heita potta frá fyrirtæki með ólögmætum hætti. "Þetta mál hjá N1 er í farvegi og verður gert upp. Varðandi bensínið stendur orð gegn orði en ég er með pappíra sem staðfesta að rétt hafi verið staðið að heitapottskaupunum," segir Gunnar. Gunnar var á síðasta ári dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga andlega veikri stúlku þar sem hún lá veik af mígreni ælandi upp í rúmi. Það mál bíður meðferðar hjá Hæstarétti og því hefur Gunnar ekki hafið afplánun. Auk fjölda minni dóma hefur Gunnar tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fyrst árið 2001 og svo aftur árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur þrettán ára stúlkum. Þá var hann enn skilorði fyrir fyrra brotið. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, staðfestir í samtali við Vísir að Gunnar Rúnar hafi svikið út 5,6 milljónir á stuttum tíma í maí frá félaginu í gegnum reikning fyrirtækis sem er í eigu móður hans. "Við uppfærðum tölvukerfi okkar fyrir nokkrum mánuðum og við það duttu út hámarksúttektarheimildir fyrir nokkur fyrirtæki. Fyrirtæki móður hans var eitt þeirra og hann nýtti sér það. Alls tók hann út vörur fyrir 5,6 milljónir á einni viku þar til hann var stoppaður. Hann hefur lofað að gera þetta upp en ég hef ekkert heyrt frá honum," segir Hermann og bætir við að málið sé komið til lögreglu. Í samtali við Vísi sagðist Gunnar vera fórnarlamb handrukkara. Hann væri edrú í dag og reyndi að lifa mannsæmandi lífi með konu og barni. "Það er svo mikil harka í undirheimunum. Handrukkararnir sendu mig og biðu svo heima hjá fjölskyldu minni. Þú hefðir gert það sama," segir Gunnar og bætir við: "Maður reynir að lifa sínu lífi en það er ekki auðvelt. Maður lifir í stanslausum ótta við undirheimana." Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Maður, sem bíður afplánunar vegna grófrar nauðgunar, sveik 5,6 milljónir út úr N1 með því að misnota reikning móður sinnar. Maðurinn segir peninginn hafa farið upp í skuldir við handrukkara. Hann á að baki langan sakaferil. "Þeir sendu mig af stað og biðu heima hjá fjölskyldu minni," segir Gunnar Rúnar Gunnarsson sem er 35 ára gamall um aðferðir handrukkarana. Fyrir utan fjársvikin hjá N1 er Gunnar sakaður um að hafa svikið bensín að upphæð 440 þúsund krónum frá vinnuveitanda sínum. Hann er einnig sakaður um að hafa keypt átta heita potta frá fyrirtæki með ólögmætum hætti. "Þetta mál hjá N1 er í farvegi og verður gert upp. Varðandi bensínið stendur orð gegn orði en ég er með pappíra sem staðfesta að rétt hafi verið staðið að heitapottskaupunum," segir Gunnar. Gunnar var á síðasta ári dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga andlega veikri stúlku þar sem hún lá veik af mígreni ælandi upp í rúmi. Það mál bíður meðferðar hjá Hæstarétti og því hefur Gunnar ekki hafið afplánun. Auk fjölda minni dóma hefur Gunnar tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fyrst árið 2001 og svo aftur árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur þrettán ára stúlkum. Þá var hann enn skilorði fyrir fyrra brotið. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, staðfestir í samtali við Vísir að Gunnar Rúnar hafi svikið út 5,6 milljónir á stuttum tíma í maí frá félaginu í gegnum reikning fyrirtækis sem er í eigu móður hans. "Við uppfærðum tölvukerfi okkar fyrir nokkrum mánuðum og við það duttu út hámarksúttektarheimildir fyrir nokkur fyrirtæki. Fyrirtæki móður hans var eitt þeirra og hann nýtti sér það. Alls tók hann út vörur fyrir 5,6 milljónir á einni viku þar til hann var stoppaður. Hann hefur lofað að gera þetta upp en ég hef ekkert heyrt frá honum," segir Hermann og bætir við að málið sé komið til lögreglu. Í samtali við Vísi sagðist Gunnar vera fórnarlamb handrukkara. Hann væri edrú í dag og reyndi að lifa mannsæmandi lífi með konu og barni. "Það er svo mikil harka í undirheimunum. Handrukkararnir sendu mig og biðu svo heima hjá fjölskyldu minni. Þú hefðir gert það sama," segir Gunnar og bætir við: "Maður reynir að lifa sínu lífi en það er ekki auðvelt. Maður lifir í stanslausum ótta við undirheimana."
Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira