Gefa ekki upp ráðningarsamning Lúðvíks 2. júlí 2010 17:40 Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Ekki er enn búið að ganga frá ráðningarsamningi við Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði harma þá töf sem hefur orðið í málinu. "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma það að ekki skuli enn vera búið að ganga frá ráðningarsamningi við bæjarstjóra og ítreka jafnframt að skoða þurfi í því samhengi starfslokalið þess samkomulags með tilliti til þess að það auki ekki á kostnað bæjarins þar sem ljóst er að minnsta kosti tveir bæjarstjórar munu stýra bænum út þetta kjörtímabilið," segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi nú í vikunni. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ um kaup og kjör Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði. Í svari frá Önnu Jörgensdóttir bæjarlögmanni kemur fram að laun Lúðvíks séu nú 663.357 þúsund krónur. Þar bætist við yfirvinna og orlof upp á 319.278 krónur auk akstur upp á 26.532. Heildarlaun Lúðvíks eru því rétt yfir einni milljón eða 1.009.167 þúsund krónur. Þessi tala gæti hins vegar breyst þar sem skipt verður um bæjarstjóra á miðju kjörtímabili og munu því trúlega bætast við biðlaun ofan á laun bæjarstjóra. Geir Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi. "Við viljum bara fá ráðningarsamninginn upp á borðið en þau segjast vilja skoða málið og bera launin saman við laun sveitastjóra í nágrannasveitarfélögum. Þau hafa lofað að þessar upplýsingar muni koma fram á næsta bæjarráðsfundi. Við munum alla vega ýta á eftir þessu." Innlent Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Ekki er enn búið að ganga frá ráðningarsamningi við Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði harma þá töf sem hefur orðið í málinu. "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma það að ekki skuli enn vera búið að ganga frá ráðningarsamningi við bæjarstjóra og ítreka jafnframt að skoða þurfi í því samhengi starfslokalið þess samkomulags með tilliti til þess að það auki ekki á kostnað bæjarins þar sem ljóst er að minnsta kosti tveir bæjarstjórar munu stýra bænum út þetta kjörtímabilið," segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi nú í vikunni. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ um kaup og kjör Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði. Í svari frá Önnu Jörgensdóttir bæjarlögmanni kemur fram að laun Lúðvíks séu nú 663.357 þúsund krónur. Þar bætist við yfirvinna og orlof upp á 319.278 krónur auk akstur upp á 26.532. Heildarlaun Lúðvíks eru því rétt yfir einni milljón eða 1.009.167 þúsund krónur. Þessi tala gæti hins vegar breyst þar sem skipt verður um bæjarstjóra á miðju kjörtímabili og munu því trúlega bætast við biðlaun ofan á laun bæjarstjóra. Geir Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi. "Við viljum bara fá ráðningarsamninginn upp á borðið en þau segjast vilja skoða málið og bera launin saman við laun sveitastjóra í nágrannasveitarfélögum. Þau hafa lofað að þessar upplýsingar muni koma fram á næsta bæjarráðsfundi. Við munum alla vega ýta á eftir þessu."
Innlent Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira