Andlát í World Class: Lét starfsfólk vita af manninum Erla Hlynsdóttir skrifar 10. mars 2011 22:24 Gestur líkamsræktarstöðvarinnar World Class lét starfsfólk stöðvarinnar vita rétt fyrir lokun hennar, að enn væri maður eftir inni. Morguninn eftir fannst maðurinn látinn í gufuklefa stöðvarinnar. Öryggisreglur World Class hafa verið yfirfarnar. Maður á níræðisaldri fékk hjartaáfall og lést í gufubaði líkamsræktarstöðvarinnar World Class í síðustu viku. Rannsókn lögreglu og niðurstöður bráðabirgðakrufningar staðfestu að andlátið bar ekki að með saknæmum hætti. Líkamsræktarstöðin lokar klukkan hálf tólf á kvöldin en stuttu fyrir lokun þetta kvöld kom maður úr búningsklefanum í afgreiðsluna og lét vita að enn væri inni maður sem ekkert fararsnið væri á. Umræddum viðskiptavini og starfsmanni ber ekki saman um nákvæmt orðalag í þessum samskiptum, og það staðfestir lögregla. Eftir lokun fóru starfsmenn í hefðbundna eftirlitsferð og sýna upptökur úr eftirlitsmyndavélum að þeir sinntu skyldu sinni, utan þess að þeir litu ekki inn í gufuklefana. Eigendur World Class sendu frá sér tilkynningu eftir atvikið þar sem harmað er að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt og fjölskyldu hins látna vottuð samúð. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir að um skyndidauða hafi verið að ræða og því talið að enginn hefði getað komið í veg fyrir andlátið. Ekki er tiltekið í reglum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að starfsfólk skuli fara inn í gufuklefa til að tryggja að þar sé enginn við lokun. Það er hins vegar í verklagsreglum World Class. Þá eru á líkamsræktarstöðinni hjartastuðtæki, og neyðarhnappur í hverjum gufuklefa. Eftir umrætt atvik fóru fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins í eftirlitsferð á líkamsræktarstöðina. Þar er í öllu farið að reglum um öryggi og ekki talin ástæða til áminningar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Gestur líkamsræktarstöðvarinnar World Class lét starfsfólk stöðvarinnar vita rétt fyrir lokun hennar, að enn væri maður eftir inni. Morguninn eftir fannst maðurinn látinn í gufuklefa stöðvarinnar. Öryggisreglur World Class hafa verið yfirfarnar. Maður á níræðisaldri fékk hjartaáfall og lést í gufubaði líkamsræktarstöðvarinnar World Class í síðustu viku. Rannsókn lögreglu og niðurstöður bráðabirgðakrufningar staðfestu að andlátið bar ekki að með saknæmum hætti. Líkamsræktarstöðin lokar klukkan hálf tólf á kvöldin en stuttu fyrir lokun þetta kvöld kom maður úr búningsklefanum í afgreiðsluna og lét vita að enn væri inni maður sem ekkert fararsnið væri á. Umræddum viðskiptavini og starfsmanni ber ekki saman um nákvæmt orðalag í þessum samskiptum, og það staðfestir lögregla. Eftir lokun fóru starfsmenn í hefðbundna eftirlitsferð og sýna upptökur úr eftirlitsmyndavélum að þeir sinntu skyldu sinni, utan þess að þeir litu ekki inn í gufuklefana. Eigendur World Class sendu frá sér tilkynningu eftir atvikið þar sem harmað er að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt og fjölskyldu hins látna vottuð samúð. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir að um skyndidauða hafi verið að ræða og því talið að enginn hefði getað komið í veg fyrir andlátið. Ekki er tiltekið í reglum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að starfsfólk skuli fara inn í gufuklefa til að tryggja að þar sé enginn við lokun. Það er hins vegar í verklagsreglum World Class. Þá eru á líkamsræktarstöðinni hjartastuðtæki, og neyðarhnappur í hverjum gufuklefa. Eftir umrætt atvik fóru fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins í eftirlitsferð á líkamsræktarstöðina. Þar er í öllu farið að reglum um öryggi og ekki talin ástæða til áminningar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira