Gæti reynst Pútín erfiður mótherji 27. desember 2011 23:00 Alexei Navalní Hefur með eldmóði sínum og bloggskrifum náð að höfða til ungu kynslóðarinnar.Fréttablaðið/AP Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mótmælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum. Navalní virðist eiga auðvelt með að ná til fólks, eins og vel sást á fjölmennum mótmælafundi í Moskvu um helgina, þar sem tugir þúsunda manna hrópuðu fagnandi. Ekki er annað að sjá en að vegur hans eigi aðeins eftir að fara vaxandi. Navalní er lögfræðingur sem hefur barist gegn spillingu í Rússlandi. Hann er einnig vinsæll bloggari og virðist hafa náð til unga fólksins, sem fór ekki að taka þátt í mótmælum að ráði fyrr en eftir að hafa lesið hvatningarorð hans á netinu. Hann var handtekinn fyrr í mánuðinum eftir að hann fór í fararbroddi mótmælagöngu gegn þingkosningunum sem haldnar voru í byrjun desember. Meðan hann sat í fangelsi dró heldur úr eldmóði mótmælendahópsins, en hann var svo látinn laus skömmu fyrir jól og þá hljóp nýr kraftur í mótmælendur, sem mættu fílefldir á laugardaginn var. Rússneskir ráðamenn eru farnir að átta sig á því að Navalní geti reynst þeim skeinuhættur en hafa lítið getað að gert. Vladimír Pútín forsætisráðherra gerir samt lítið úr stjórnarandstæðingunum sem efnt hafa til þessara fjölmennu mótmæla. „Vandinn er sá að þeir hafa ekki neina sterka stefnu, né heldur skýrar og skiljanlegar leiðir til að ná fram markmiðum sínum, sem eru reyndar ekki skýr heldur," sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. „Þá vantar líka fólk sem er fært um að gera eitthvað áþreifanlegt." Pútín segist hins vegar vilja að forsetakosningarnar í mars verði gegnsæjar og áreiðanlegar. Hann hafi engan áhuga á því sem frambjóðandi að niðurstöðurnar verði ekki marktækar. Hann hvatti jafnframt stuðningsmenn sína til að tryggja að kosningarnar færu vel fram, þannig að framkvæmdin kallaði ekki á harða gagnrýni eins og þingkosningarnar. Hann neitar hins vegar að verða við kröfum um að atkvæðin úr þeim kosningum verði endurtalin vegna ásakana um kosningasvindl. [email protected] Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mótmælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum. Navalní virðist eiga auðvelt með að ná til fólks, eins og vel sást á fjölmennum mótmælafundi í Moskvu um helgina, þar sem tugir þúsunda manna hrópuðu fagnandi. Ekki er annað að sjá en að vegur hans eigi aðeins eftir að fara vaxandi. Navalní er lögfræðingur sem hefur barist gegn spillingu í Rússlandi. Hann er einnig vinsæll bloggari og virðist hafa náð til unga fólksins, sem fór ekki að taka þátt í mótmælum að ráði fyrr en eftir að hafa lesið hvatningarorð hans á netinu. Hann var handtekinn fyrr í mánuðinum eftir að hann fór í fararbroddi mótmælagöngu gegn þingkosningunum sem haldnar voru í byrjun desember. Meðan hann sat í fangelsi dró heldur úr eldmóði mótmælendahópsins, en hann var svo látinn laus skömmu fyrir jól og þá hljóp nýr kraftur í mótmælendur, sem mættu fílefldir á laugardaginn var. Rússneskir ráðamenn eru farnir að átta sig á því að Navalní geti reynst þeim skeinuhættur en hafa lítið getað að gert. Vladimír Pútín forsætisráðherra gerir samt lítið úr stjórnarandstæðingunum sem efnt hafa til þessara fjölmennu mótmæla. „Vandinn er sá að þeir hafa ekki neina sterka stefnu, né heldur skýrar og skiljanlegar leiðir til að ná fram markmiðum sínum, sem eru reyndar ekki skýr heldur," sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. „Þá vantar líka fólk sem er fært um að gera eitthvað áþreifanlegt." Pútín segist hins vegar vilja að forsetakosningarnar í mars verði gegnsæjar og áreiðanlegar. Hann hafi engan áhuga á því sem frambjóðandi að niðurstöðurnar verði ekki marktækar. Hann hvatti jafnframt stuðningsmenn sína til að tryggja að kosningarnar færu vel fram, þannig að framkvæmdin kallaði ekki á harða gagnrýni eins og þingkosningarnar. Hann neitar hins vegar að verða við kröfum um að atkvæðin úr þeim kosningum verði endurtalin vegna ásakana um kosningasvindl. [email protected]
Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira