Hafna hugmyndum Arababandalagsins 24. janúar 2012 00:30 Órói magnast Tugir þúsunda manna og kvenna hafa mótmælt ofríki Bashars al-Assad forseta á götum Sýrlands síðasta árið. Arababandalagið hefur reynt að stilla til friðar, en án árangurs. Fréttablaðið/AP Stjórnvöld í Sýrlandi höfnuðu í gær hugmyndum Arababandalagsins um að koma á friði í landinu. Þær fólu meðal annars í sér að Bashar a-Assad forseti færi frá völdum, þjóðstjórn yrði mynduð innan tveggja mánaða og lýðræðislegar kosningar færu fram undir alþjóðlegu eftirliti. Assad hefur neitað að taka ábyrgð á ofbeldinu sem hefur geisað í landinu í tæpt ár og kostað á sjötta þúsund manna lífið. Þess í stað kennir hann hryðjuverkamönnum og útsendurum erlendra samsærismanna um ástandið. Tillögurnar eru að mati stjórnvalda óumbeðin erlend afskipti af innanríkismálum Sýrlands og skýrt brot á fullveldi landsins. Evrópusambandið lýsti í gær yfir stuðningi við áætlun Arababandalagsins og herti enn frekar refsiaðgerðir sínar gegn stjórnvöldum í Sýrlandi. Samkvæmt þeim eru eignir 22ja einstaklinga, tengdum stjórnvöldum, frystar og bætast við hóp um 100 manna sem eins er ástatt um. Arababandalagið hefur verið við eftirlit í landinu í einn mánuð og framlengdi dvöl sína um mánuð í viðbót í gær. Andófshópar í Sýrlandi eru ósáttir við tillögur Arababandalagsins sem þeim finnst ganga of skammt. Allt annað en tafarlaus afsögn Assads muni aðeins gefa stjórnvöldum meiri tíma til að berja niður andóf í landinu. Sýrlensk stjórnvöld eru þó ekki alein á báti því að fregnir bárust af því í gær að Rússar hefðu ákveðið að selja þeim 36 orrustuþotur. - þj Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Stjórnvöld í Sýrlandi höfnuðu í gær hugmyndum Arababandalagsins um að koma á friði í landinu. Þær fólu meðal annars í sér að Bashar a-Assad forseti færi frá völdum, þjóðstjórn yrði mynduð innan tveggja mánaða og lýðræðislegar kosningar færu fram undir alþjóðlegu eftirliti. Assad hefur neitað að taka ábyrgð á ofbeldinu sem hefur geisað í landinu í tæpt ár og kostað á sjötta þúsund manna lífið. Þess í stað kennir hann hryðjuverkamönnum og útsendurum erlendra samsærismanna um ástandið. Tillögurnar eru að mati stjórnvalda óumbeðin erlend afskipti af innanríkismálum Sýrlands og skýrt brot á fullveldi landsins. Evrópusambandið lýsti í gær yfir stuðningi við áætlun Arababandalagsins og herti enn frekar refsiaðgerðir sínar gegn stjórnvöldum í Sýrlandi. Samkvæmt þeim eru eignir 22ja einstaklinga, tengdum stjórnvöldum, frystar og bætast við hóp um 100 manna sem eins er ástatt um. Arababandalagið hefur verið við eftirlit í landinu í einn mánuð og framlengdi dvöl sína um mánuð í viðbót í gær. Andófshópar í Sýrlandi eru ósáttir við tillögur Arababandalagsins sem þeim finnst ganga of skammt. Allt annað en tafarlaus afsögn Assads muni aðeins gefa stjórnvöldum meiri tíma til að berja niður andóf í landinu. Sýrlensk stjórnvöld eru þó ekki alein á báti því að fregnir bárust af því í gær að Rússar hefðu ákveðið að selja þeim 36 orrustuþotur. - þj
Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira