Konur og börn flutt frá Homs 25. febrúar 2012 01:00 Borgarastyrjöld Sýrlenskir uppreisnarmenn í borginni Homs í átökum við herinn. nordicphotos/AFP Konur og börn voru flutt burt frá úthverfi sýrlensku borgarinnar Homs í gær en þá komust starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðinn. Sprengjuregn hefur dunið á hverfinu undanfarið og eru slasaðir blaðamenn meðal þeirra sem bíða flutnings. Hundruð stuðningsmanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta réðust í gær inn á hótel í Túnis þar sem fulltrúar Vesturlanda og arabaríkja ræddu leiðir til lausnar átökunum í Sýrlandi. Öryggisvörðum tókst þó að stöðva mennina. Á fundinum komu fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Arababandalagsins og ýmissa alþjóðastofnana sér saman um að auka enn þrýstinginn á Assad forseta. „Vinahópur sýrlensku þjóðarinnar", eins og þessi hópur Vesturlanda, arabaríkja og alþjóðastofnana nefnir sig, krefst þess í drögum að ályktun fundarins að allri valdbeitingu verði þegar í stað hætt svo hægt sé að senda fólk frá hjálparstofnunum til landsins að aðstoða fólk, sem á þar um sárt að binda eftir hörð átök síðustu vikna og mánaða. Hvorki Rússland né Kína vildu taka þátt í þessum fundi, enda eru þau andvíg því að erlend ríki blandi sér í átökin í Sýrlandi og beittu neitunarvaldi þegar ályktun þess efnis var borin undir atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Sýrlensk stjórnvöld efna á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytta stjórnskipan, sem sögð er fullnægja kröfum mótmælenda um endurbætur í lýðræðisátt, meðal annars með því að afnema formlega sérstöðu stjórnmálaflokksins Baath. Í reynd styrkja breytingarnar völd Assads forseta, meðal annars vegna þess að Baath-flokkurinn hefur aðeins að nafninu til haft sterka stöðu. Völdin hafa verið hjá forsetanum og verða það áfram. Breytingarnar eru því fallnar til þess að kljúfa enn frekar samfélagið í andstæðar fylkingar, en uppreisnin gegn Assad forseta hófst fyrir tæpu ári með friðsamlegum mótmælum. Harkaleg viðbrögð stjórnvalda sneru mótmælunum fljótt upp í óeirðir og nú síðast borgarastyrjöld sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Engar nákvæmar tölur eru um mannfallið. Í janúar sögðu Sameinuðu þjóðirnar 5.400 manns hafa látið lífið, en hafa ekki uppfært þá tölu síðan vegna þess að ekki er aðgangur að áreiðanlegum upplýsingum. Þó er vitað að fleiri hundruð manns hafa látist síðan. Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja tölu látinna komna yfir 7.300 manns. Stór hluti þeirra eru almennir borgarar, sem linnulítið verða fyrir sprengjuárásum frá stjórnarhernum. Hundruð barna eru þar á meðal. [email protected] Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Sjá meira
Konur og börn voru flutt burt frá úthverfi sýrlensku borgarinnar Homs í gær en þá komust starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðinn. Sprengjuregn hefur dunið á hverfinu undanfarið og eru slasaðir blaðamenn meðal þeirra sem bíða flutnings. Hundruð stuðningsmanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta réðust í gær inn á hótel í Túnis þar sem fulltrúar Vesturlanda og arabaríkja ræddu leiðir til lausnar átökunum í Sýrlandi. Öryggisvörðum tókst þó að stöðva mennina. Á fundinum komu fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Arababandalagsins og ýmissa alþjóðastofnana sér saman um að auka enn þrýstinginn á Assad forseta. „Vinahópur sýrlensku þjóðarinnar", eins og þessi hópur Vesturlanda, arabaríkja og alþjóðastofnana nefnir sig, krefst þess í drögum að ályktun fundarins að allri valdbeitingu verði þegar í stað hætt svo hægt sé að senda fólk frá hjálparstofnunum til landsins að aðstoða fólk, sem á þar um sárt að binda eftir hörð átök síðustu vikna og mánaða. Hvorki Rússland né Kína vildu taka þátt í þessum fundi, enda eru þau andvíg því að erlend ríki blandi sér í átökin í Sýrlandi og beittu neitunarvaldi þegar ályktun þess efnis var borin undir atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Sýrlensk stjórnvöld efna á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytta stjórnskipan, sem sögð er fullnægja kröfum mótmælenda um endurbætur í lýðræðisátt, meðal annars með því að afnema formlega sérstöðu stjórnmálaflokksins Baath. Í reynd styrkja breytingarnar völd Assads forseta, meðal annars vegna þess að Baath-flokkurinn hefur aðeins að nafninu til haft sterka stöðu. Völdin hafa verið hjá forsetanum og verða það áfram. Breytingarnar eru því fallnar til þess að kljúfa enn frekar samfélagið í andstæðar fylkingar, en uppreisnin gegn Assad forseta hófst fyrir tæpu ári með friðsamlegum mótmælum. Harkaleg viðbrögð stjórnvalda sneru mótmælunum fljótt upp í óeirðir og nú síðast borgarastyrjöld sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Engar nákvæmar tölur eru um mannfallið. Í janúar sögðu Sameinuðu þjóðirnar 5.400 manns hafa látið lífið, en hafa ekki uppfært þá tölu síðan vegna þess að ekki er aðgangur að áreiðanlegum upplýsingum. Þó er vitað að fleiri hundruð manns hafa látist síðan. Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja tölu látinna komna yfir 7.300 manns. Stór hluti þeirra eru almennir borgarar, sem linnulítið verða fyrir sprengjuárásum frá stjórnarhernum. Hundruð barna eru þar á meðal. [email protected]
Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Sjá meira