Aukning koltvísýrings olli endalokum ísaldar 10. apríl 2012 03:00 Rannsóknir á ískjörnum, setlögum og öðrum gögnum um veðurfar og andrúmsloft fyrir þúsundum ára þykja gefa gleggri mynd en fyrri rannsóknir af endalokum síðustu ísaldar.nordicphotos/AFP Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði vísindaritsins Nature. Vísindamenn byggðu á upplýsingum víða að úr heiminum, meðal annars úr ískjörnum sem boraðir hafa verið úr Grænlandsjökli og Suðurskautslandinu. Niðurstöðurnar gætu kollvarpað eldri kenningum um að aukning koltvísýrings hafi komið í kjölfar hlýnunar í lok ísaldarinnar, en ekki valdið hlýnuninni. Þær niðurstöður byggðu eingöngu á rannsóknum á ískjörnum frá Suðurskautslandinu. Í lok síðustu ísaldar jókst magn koltvísýrings í andrúmsloftinu úr 180 milljónustu hlutum í 260. Í dag er hlutfallið komið í 392 hluta af milljón. „Á síðustu 100 árum hefur hlutfallið hækkað um um það bil 100 hluta af milljón, sem er sambærilegt við aukninguna fyrir lok ísaldarinnar,“ segir Jeremy Shakun, sem fór fyrir hópi vísindamanna sem vann að rannsókninni, í samtali við fréttavef BBC. „Í þessu samhengi má sjá að þetta er ekki lítil aukning. Og þessi verulega hækkun á hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu við lok ísaldarinnar hafði gríðarleg áhrif á jörðina,“ segir Shakun. Vísindamennirnir rannsökuðu tímabilið frá um það bil 20 þúsund árum þar til fyrir um það bil 10 þúsund árum. Við upphaf þess tímabils var stór hluti norðurhvels jarðar grafinn undir ís. Shakun segir mikilvægustu niðurstöðuna þá að aukning á koltvísýringi í andrúmsloftinu hafi komið á undan hlýnun andrúmsloftsins, en ekki fylgt í kjölfarið eins og áður hafi verið talið, samkvæmt frétt BBC. Þeir sem draga í efa kenningar um gróðurhúsaáhrifin hafa gjarnan vitnað til eldri rannsókna, sem bentu til þess að koltvísýringurinn hefði aukist í kjölfar hækkandi hitastigs. Þær niðurstöður hafa verið notaðar sem rök fyrir því að þeir sem aðhyllast kenningar um gróðurhúsáhrifin ofmeti áhrif af hækkandi hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu. [email protected] Loftslagsmál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði vísindaritsins Nature. Vísindamenn byggðu á upplýsingum víða að úr heiminum, meðal annars úr ískjörnum sem boraðir hafa verið úr Grænlandsjökli og Suðurskautslandinu. Niðurstöðurnar gætu kollvarpað eldri kenningum um að aukning koltvísýrings hafi komið í kjölfar hlýnunar í lok ísaldarinnar, en ekki valdið hlýnuninni. Þær niðurstöður byggðu eingöngu á rannsóknum á ískjörnum frá Suðurskautslandinu. Í lok síðustu ísaldar jókst magn koltvísýrings í andrúmsloftinu úr 180 milljónustu hlutum í 260. Í dag er hlutfallið komið í 392 hluta af milljón. „Á síðustu 100 árum hefur hlutfallið hækkað um um það bil 100 hluta af milljón, sem er sambærilegt við aukninguna fyrir lok ísaldarinnar,“ segir Jeremy Shakun, sem fór fyrir hópi vísindamanna sem vann að rannsókninni, í samtali við fréttavef BBC. „Í þessu samhengi má sjá að þetta er ekki lítil aukning. Og þessi verulega hækkun á hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu við lok ísaldarinnar hafði gríðarleg áhrif á jörðina,“ segir Shakun. Vísindamennirnir rannsökuðu tímabilið frá um það bil 20 þúsund árum þar til fyrir um það bil 10 þúsund árum. Við upphaf þess tímabils var stór hluti norðurhvels jarðar grafinn undir ís. Shakun segir mikilvægustu niðurstöðuna þá að aukning á koltvísýringi í andrúmsloftinu hafi komið á undan hlýnun andrúmsloftsins, en ekki fylgt í kjölfarið eins og áður hafi verið talið, samkvæmt frétt BBC. Þeir sem draga í efa kenningar um gróðurhúsaáhrifin hafa gjarnan vitnað til eldri rannsókna, sem bentu til þess að koltvísýringurinn hefði aukist í kjölfar hækkandi hitastigs. Þær niðurstöður hafa verið notaðar sem rök fyrir því að þeir sem aðhyllast kenningar um gróðurhúsáhrifin ofmeti áhrif af hækkandi hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu. [email protected]
Loftslagsmál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira