Obama tekur undir hugmyndir Hollandes 19. maí 2012 01:00 Komnir í stellingar Að venju flykkjast mótmælendur á leiðtogafund G8-ríkjanna í Bandaríkjunum.Fréttablaði/AP Barack Obama Bandaríkjaforseti tekur undir hugmyndir Francois Hollande Frakklandsforseta um að nú þurfi ríki heims að einbeita sér að hagvextinum frekar en að horfa eingöngu á sparnað og aðhald í ríkisfjármálum. Hollande, sem er nýtekinn við af Nicolas Sarkozy, hóf nokkurra daga heimsókn sína til Bandaríkjanna á fundi með Obama, en síðan mættu þeir báðir á leiðtogafund G8-ríkjanna í Camp David, þar sem efnahagserfiðleikar Grikklands og fleiri evruríkja eru í brennidepli. Að þeim fundi loknum hefst í Chicago tveggja daga leiðtogafundur NATO-ríkjanna, þar sem Hollande þarf væntanlega að svara fyrir áform sín um að kalla franska herliðið heim frá Afganistan fyrir lok ársins, eða tveimur árum fyrr en forveri hans hafði hugsað sér. Horfurnar í skuldugustu evruríkjunum hafa heldur versnað undanfarna viku, eftir að Grikkjum mistókst að mynda ríkisstjórn og matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfismat grískra banka, auk þess sem matsfyrirtækið Moodys hefur lækkað lánshæfismat fjögurra héraða á Spáni. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bar hins vegar í gær til baka fréttir um að á vegum hennar sé verið að vinna að neyðaráætlun til undirbúnings hugsanlegu brotthvarfi Grikklands af evrusvæðinu.- gb Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti tekur undir hugmyndir Francois Hollande Frakklandsforseta um að nú þurfi ríki heims að einbeita sér að hagvextinum frekar en að horfa eingöngu á sparnað og aðhald í ríkisfjármálum. Hollande, sem er nýtekinn við af Nicolas Sarkozy, hóf nokkurra daga heimsókn sína til Bandaríkjanna á fundi með Obama, en síðan mættu þeir báðir á leiðtogafund G8-ríkjanna í Camp David, þar sem efnahagserfiðleikar Grikklands og fleiri evruríkja eru í brennidepli. Að þeim fundi loknum hefst í Chicago tveggja daga leiðtogafundur NATO-ríkjanna, þar sem Hollande þarf væntanlega að svara fyrir áform sín um að kalla franska herliðið heim frá Afganistan fyrir lok ársins, eða tveimur árum fyrr en forveri hans hafði hugsað sér. Horfurnar í skuldugustu evruríkjunum hafa heldur versnað undanfarna viku, eftir að Grikkjum mistókst að mynda ríkisstjórn og matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfismat grískra banka, auk þess sem matsfyrirtækið Moodys hefur lækkað lánshæfismat fjögurra héraða á Spáni. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bar hins vegar í gær til baka fréttir um að á vegum hennar sé verið að vinna að neyðaráætlun til undirbúnings hugsanlegu brotthvarfi Grikklands af evrusvæðinu.- gb
Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira