Rigningin stöðvaði átökin tímabundið 14. júní 2012 11:30 athvarf í klaustri Margir hafa orðið heimilislausir vegna átakanna og þessi fjölskylda er þeirra á meðal. Hún dvelst nú í klaustri sem hefur tímabundið verið breytt í athvarf fyrir heimilislausa. nordicphotos/afp Fréttaskýring: Hvernig er ástandið í Búrma? Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, kom til landsins í gær til að kynna sér ástandið í Rakhine-héraði, þar sem blóðug átök trúarhópa hafa geisað síðustu daga. Sagt er að 21 hafi látið lífið í átökum þar síðan á föstudag. Rólegra var um að litast í héraðinu í gær en dagana þar á undan. Það helgaðist af mikilli rigningu, sem stöðvaði átökin að minnsta kosti tímabundið. Frá því á föstudag hefur 21 látið lífið í átökum og yfir 1.500 heimili hafa verið brennd. Mikill fjöldi fólks er því heimilislaus í héraðinu. Vegna ótta við áframhaldandi átök hefur rútu- og ferjuflutningum verið hætt frá höfuðborginni Yangon til héraðsins. Þetta hefur valdið því að mat og aðra hluti er farið að skorta í héraðinu. Búðir, bankar, skólar og markaðir eru að mestu leyti lokaðir. Átökin eru á milli búddatrúarmanna og svokallaðra Rohingya-múslima í héraðinu og eiga upptök sín að rekja til þess að ungri búddatrúarkonu var nauðgað og hún myrt í maí. Þrír múslimar eru sagðir hafa framið verknaðinn. Múslimar í Rakhine-héraði eru ekki með ríkisborgararétt í Búrma, þar sem stjórnvöld telja þá ólöglega innflytjendur frá Bangladess. Stjórnvöld í Bangladess eru ekki sammála því. Þúsundir múslimanna hafa þó reynt að flýja yfir til Bangladess en öllum hefur verið snúið við. Stjórnvöld þar segjast ekki hafa burði til að taka við flóttafólki, en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt mjög að landamærunum skuli hafa verið lokað fyrir þessu fólki. Með því sé verið að leggja líf fólksins í mikla hættu. Thein Sein forsætisráðherra landsins lýsti yfir neyðarástandi í héraðinu á sunnudag. Hann sagði jafnframt að ofbeldið þar geti ógnað þeim lýðræðisumbótum sem unnið sé að í landinu, eftir hálfrar aldar valdasetu hersins. Þrátt fyrir að herinn stjórni ekki að nafninu til hefur hann enn mikil ítök í landinu og hefur Sein verið gagnrýndur fyrir að lýsa yfir neyðarástandi þar sem það veiti hernum völdin í héraðinu. [email protected] Fréttir Tengdar fréttir Tekur loks við Nóbelsverðlaununum Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi kemur í dag til Genfar í Sviss, í fyrstu ferð sinni til Evrópu í 24 ár. 14. júní 2012 10:30 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Fréttaskýring: Hvernig er ástandið í Búrma? Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, kom til landsins í gær til að kynna sér ástandið í Rakhine-héraði, þar sem blóðug átök trúarhópa hafa geisað síðustu daga. Sagt er að 21 hafi látið lífið í átökum þar síðan á föstudag. Rólegra var um að litast í héraðinu í gær en dagana þar á undan. Það helgaðist af mikilli rigningu, sem stöðvaði átökin að minnsta kosti tímabundið. Frá því á föstudag hefur 21 látið lífið í átökum og yfir 1.500 heimili hafa verið brennd. Mikill fjöldi fólks er því heimilislaus í héraðinu. Vegna ótta við áframhaldandi átök hefur rútu- og ferjuflutningum verið hætt frá höfuðborginni Yangon til héraðsins. Þetta hefur valdið því að mat og aðra hluti er farið að skorta í héraðinu. Búðir, bankar, skólar og markaðir eru að mestu leyti lokaðir. Átökin eru á milli búddatrúarmanna og svokallaðra Rohingya-múslima í héraðinu og eiga upptök sín að rekja til þess að ungri búddatrúarkonu var nauðgað og hún myrt í maí. Þrír múslimar eru sagðir hafa framið verknaðinn. Múslimar í Rakhine-héraði eru ekki með ríkisborgararétt í Búrma, þar sem stjórnvöld telja þá ólöglega innflytjendur frá Bangladess. Stjórnvöld í Bangladess eru ekki sammála því. Þúsundir múslimanna hafa þó reynt að flýja yfir til Bangladess en öllum hefur verið snúið við. Stjórnvöld þar segjast ekki hafa burði til að taka við flóttafólki, en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt mjög að landamærunum skuli hafa verið lokað fyrir þessu fólki. Með því sé verið að leggja líf fólksins í mikla hættu. Thein Sein forsætisráðherra landsins lýsti yfir neyðarástandi í héraðinu á sunnudag. Hann sagði jafnframt að ofbeldið þar geti ógnað þeim lýðræðisumbótum sem unnið sé að í landinu, eftir hálfrar aldar valdasetu hersins. Þrátt fyrir að herinn stjórni ekki að nafninu til hefur hann enn mikil ítök í landinu og hefur Sein verið gagnrýndur fyrir að lýsa yfir neyðarástandi þar sem það veiti hernum völdin í héraðinu. [email protected]
Fréttir Tengdar fréttir Tekur loks við Nóbelsverðlaununum Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi kemur í dag til Genfar í Sviss, í fyrstu ferð sinni til Evrópu í 24 ár. 14. júní 2012 10:30 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Tekur loks við Nóbelsverðlaununum Stjórnarandstöðuleiðtoginn Aung San Suu Kyi kemur í dag til Genfar í Sviss, í fyrstu ferð sinni til Evrópu í 24 ár. 14. júní 2012 10:30