Skoppa og Skrítla mæta á hjólasöfnun 3. maí 2013 09:32 Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hefst í dag. Þetta er í annað sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga, en söfnunin stendur til 3. júní 2013. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Þau verða gerð upp og eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni og í gegnum Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Nemendur í 4. bekk Langholtsskóla fylkja liði í endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum klukkan 11 í dag og hleypa söfnuninni formlega af stokkunum með söng og leik ásamt Skoppu og Skrítlu. Hjólin verða síðan gerð upp af sjálfboðaliðum undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum og afhent í júní. Þann 1. júní geta allir sem vilja lagt hönd á plóg á Hjólaviðgerðardeginum mikla í Hörpu þegar lokahnykkur viðgerða fer fram. Á facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk fylgst með og skráð sig til þátttöku í viðgerðum. Hjólunum verður safnað á eftirfarandi stöðum: · Gámaþjónustan - Berghellu í Hafnarfirði og Súðarvogi í Reykjavík · Hringrás - Klettagörðum í Reykjavík · Sorpa - Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði og Sævarhöfða í ReykjavíkHreyfing og heilbrigði Öll áheit á keppnislið í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon renna í sjóð sem stendur straum af verkefnum Barnaheilla sem snúa að heilbrigði og hreyfingu. Verkefnin byggja á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrigðis. Nú er í gangi tilraunaverkefni sem stuðlar að því að efla hreyfingu og heilbrigði barna sem hafa af ýmsum ástæðum ekki fundið sig í hefðbundnum skólaíþróttum eða skipulögðu íþróttastarfi. Verkefnið er enn í mótun en að auki styður sjóðurinn forvarnir og fræðslustarf. Aðal markmið þeirra verkefna sem sjóðurinn styður er að auka vægi hreyfingar hjá íslenskum börnum og efla þannig bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði sem og stuðla að almennum heilsufarslegum forvörnum. WOW Cyclothon er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi og fór fram í fyrsta sinn á síðasta ári. Keppnin fer fram dagana 19. - 22. júní þegar miðnætursólar nýtur gjarnan við. Fjögurra til tíu manna lið keppast sín á milli um að komast fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1.332 kílómetra, hringinn í kringum landið. Öll áheit á hjólaliðin renna óskipt til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sem vinna að réttindum barna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Wow Cyclothon Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hefst í dag. Þetta er í annað sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga, en söfnunin stendur til 3. júní 2013. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Þau verða gerð upp og eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni og í gegnum Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Nemendur í 4. bekk Langholtsskóla fylkja liði í endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum klukkan 11 í dag og hleypa söfnuninni formlega af stokkunum með söng og leik ásamt Skoppu og Skrítlu. Hjólin verða síðan gerð upp af sjálfboðaliðum undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum og afhent í júní. Þann 1. júní geta allir sem vilja lagt hönd á plóg á Hjólaviðgerðardeginum mikla í Hörpu þegar lokahnykkur viðgerða fer fram. Á facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk fylgst með og skráð sig til þátttöku í viðgerðum. Hjólunum verður safnað á eftirfarandi stöðum: · Gámaþjónustan - Berghellu í Hafnarfirði og Súðarvogi í Reykjavík · Hringrás - Klettagörðum í Reykjavík · Sorpa - Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði og Sævarhöfða í ReykjavíkHreyfing og heilbrigði Öll áheit á keppnislið í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon renna í sjóð sem stendur straum af verkefnum Barnaheilla sem snúa að heilbrigði og hreyfingu. Verkefnin byggja á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrigðis. Nú er í gangi tilraunaverkefni sem stuðlar að því að efla hreyfingu og heilbrigði barna sem hafa af ýmsum ástæðum ekki fundið sig í hefðbundnum skólaíþróttum eða skipulögðu íþróttastarfi. Verkefnið er enn í mótun en að auki styður sjóðurinn forvarnir og fræðslustarf. Aðal markmið þeirra verkefna sem sjóðurinn styður er að auka vægi hreyfingar hjá íslenskum börnum og efla þannig bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði sem og stuðla að almennum heilsufarslegum forvörnum. WOW Cyclothon er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi og fór fram í fyrsta sinn á síðasta ári. Keppnin fer fram dagana 19. - 22. júní þegar miðnætursólar nýtur gjarnan við. Fjögurra til tíu manna lið keppast sín á milli um að komast fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1.332 kílómetra, hringinn í kringum landið. Öll áheit á hjólaliðin renna óskipt til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sem vinna að réttindum barna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.
Wow Cyclothon Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira