Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júní 2014 13:18 Ronald Reagan og Vigdís Finnbogadóttir á spjalli í kringum Bessastaði. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, heillaði Ronald Reagan upp úr skónum þegar þau hittust vegna leiðtogafundarins í Höfða árið 1986. Þetta kemur fram í fyrirlestri Ken Adleman, sem skrifaði bók um leiðtogafundinn og gríðarlegt mikilvæg hans. Í fyrirlestrinum segir Adleman frá einstöku spjalli Reagan og Vigdísar. Hann sýndi myndina hér að ofan og sagði svo áhorfendum frá Vigdísi. „Hún var fyrsti kjörni kvenforsetinn í heiminum,“ útskýrir hann og sagði frá því þegar þau gengu í kringum Bessastaði,og notar Adleman orðið „chateau“ til að lýsa forsetabústaðnum. „Ronald Reagan var klæddur í frakka sem hann hlýtur að hafa fengið við tökur á einhverri kvikmynd. Ég sá hann aldrei aftur í þessum frakka,“ segir hann og furðar sig á því að Reagan hafi aldrei aftur klæðst frakkanum því hann hafi farið honum svo vel. „Samtalið þeirra var alveg yndislegt. Hún segir honum að það sé í raun enginn skóli til þess að læra að vera forseti. Hún sagði að líklega væri leikhús besti undirbúningur fyrir forsetahlutverkið,“ rifjar Adleman upp og útskýrir að Vigdís hafi verið leikhússtjóri og leikkona áður en hún varð forseti. Eins og flestir muna var Reagan einnig leikari á sínum yngri árum. „Hún segir honum að þegar maður vinnur í leikhúsi er maður alltaf að hugsa um samfélagið; um mismunandi persónuleika og sambönd fólks. Reagan ljómaði allur þegar hún sagði þetta og kallaði hana alltaf fyrrum kollega sinn eftir þetta.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Fréttastofur Fox og NBC hafa, meðal annarra, fjallað um bókina. Í viðtali við NBC lýsti Adleman fundinum svo: „Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.“ Vigdís Finnbogadóttir Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, heillaði Ronald Reagan upp úr skónum þegar þau hittust vegna leiðtogafundarins í Höfða árið 1986. Þetta kemur fram í fyrirlestri Ken Adleman, sem skrifaði bók um leiðtogafundinn og gríðarlegt mikilvæg hans. Í fyrirlestrinum segir Adleman frá einstöku spjalli Reagan og Vigdísar. Hann sýndi myndina hér að ofan og sagði svo áhorfendum frá Vigdísi. „Hún var fyrsti kjörni kvenforsetinn í heiminum,“ útskýrir hann og sagði frá því þegar þau gengu í kringum Bessastaði,og notar Adleman orðið „chateau“ til að lýsa forsetabústaðnum. „Ronald Reagan var klæddur í frakka sem hann hlýtur að hafa fengið við tökur á einhverri kvikmynd. Ég sá hann aldrei aftur í þessum frakka,“ segir hann og furðar sig á því að Reagan hafi aldrei aftur klæðst frakkanum því hann hafi farið honum svo vel. „Samtalið þeirra var alveg yndislegt. Hún segir honum að það sé í raun enginn skóli til þess að læra að vera forseti. Hún sagði að líklega væri leikhús besti undirbúningur fyrir forsetahlutverkið,“ rifjar Adleman upp og útskýrir að Vigdís hafi verið leikhússtjóri og leikkona áður en hún varð forseti. Eins og flestir muna var Reagan einnig leikari á sínum yngri árum. „Hún segir honum að þegar maður vinnur í leikhúsi er maður alltaf að hugsa um samfélagið; um mismunandi persónuleika og sambönd fólks. Reagan ljómaði allur þegar hún sagði þetta og kallaði hana alltaf fyrrum kollega sinn eftir þetta.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Fréttastofur Fox og NBC hafa, meðal annarra, fjallað um bókina. Í viðtali við NBC lýsti Adleman fundinum svo: „Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.“
Vigdís Finnbogadóttir Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira