Ingvar: Hef aldrei lent undir í samkeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. nóvember 2014 10:39 Ingvar Jónsson í leik gegn pólska stórliðinu Lech Poznan í sumar. vísir/afp „Aðdragandinn hefur verið nokkuð hraður, ég heyrði bara fyrst af áhuga Start fyrir 7-10 dögum síðan,“ segir markvörðurinn Ingvar Jónsson við Vísi sem er búinn að semja við norska úrvalsdeildarliðið Start til þriggja ára. „Þeir hafa verið í leit að markverði og skoðað mig undanfarnar vikur og séð einhverja leiki. Þeir voru bara mjög áhugasamir.“ Start kom upp úr 1. deildinni fyrir tveimur árum og hefur haldið sæti sínu í úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Félagið er nokkuð stórt og ætlar sér stærri hluti. „Þetta er alveg frábært félag - algjört draumafélag. Það er með ágætis sögu og hefur allt til að ná lengra. Þetta er alveg frábært næsta skref fyrir mig,“ segir Ingvar. „Ég hef ekkert hitt þá en heyrði í þjálfaranum fyrst í morgun og spjallaði við hann. Ég veit ekki alveg hvert næsta skref er, en ég er mjög spenntur.“Ingvar kveður Stjörnuna.vísir/vilhelmIngvar hafnaði tilboði frá sænska liðinu Åtvidaberg á dögunum og fleiri lið hafa verið á höttunum eftir honum. „Fleiri lið voru inn í myndinni eins og Åtvidaberg. Málið er bara að þjálfarinn þar hætti á dögunum. Svo var annað lið úr efstu deild í Noregi sem hafði áhgua, en mér fannst Start mun meira heillandi,“ segir Ingvar sem hefur spjallað við Matthías Vilhjálmsson um félagið undanfarna daga. „Ég hef verið í fínu sambandi við Matta og hann hefur ekkert nema góða hluti um félagið að segja. Mágur minn, Haraldur Guðmundsson, spilaði líka þarna og ber lofi á félagið. Svo spilar Robert Sandnes, fyrrverandi liðsfélagi minn úr Stjörnunni, með Start og ég þekki Guðmund Kristjánsson ágætlega. Maður þekkir því nokkra þarna.“ Markvörður Start á eitt ár eftir af samningi sínum og ætlar Ingvar að slá hann úr liðinu og tryggja sér byrjunarliðssætið. „Stefnan er að vera númer eitt. Ég er að fara í samkeppni, en ég hef aldrei verið undir í samkeppni á mínum meistaraflokksferli,“ segir Ingvar sem er að upplifa draum sinn að rætast. „Maður hefur hugsað um hversu gaman það væri að hafa atvinnu af því að spila fótbolta síðan maður var lítill krakki. Ég er enn að meðtaka að þetta er að gerast núna. Þetta er bara fullkominn endir á tímabilinu með Stjörnunni eftir fullkominn lokaleik,“ segir Ingvar Jónsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
„Aðdragandinn hefur verið nokkuð hraður, ég heyrði bara fyrst af áhuga Start fyrir 7-10 dögum síðan,“ segir markvörðurinn Ingvar Jónsson við Vísi sem er búinn að semja við norska úrvalsdeildarliðið Start til þriggja ára. „Þeir hafa verið í leit að markverði og skoðað mig undanfarnar vikur og séð einhverja leiki. Þeir voru bara mjög áhugasamir.“ Start kom upp úr 1. deildinni fyrir tveimur árum og hefur haldið sæti sínu í úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Félagið er nokkuð stórt og ætlar sér stærri hluti. „Þetta er alveg frábært félag - algjört draumafélag. Það er með ágætis sögu og hefur allt til að ná lengra. Þetta er alveg frábært næsta skref fyrir mig,“ segir Ingvar. „Ég hef ekkert hitt þá en heyrði í þjálfaranum fyrst í morgun og spjallaði við hann. Ég veit ekki alveg hvert næsta skref er, en ég er mjög spenntur.“Ingvar kveður Stjörnuna.vísir/vilhelmIngvar hafnaði tilboði frá sænska liðinu Åtvidaberg á dögunum og fleiri lið hafa verið á höttunum eftir honum. „Fleiri lið voru inn í myndinni eins og Åtvidaberg. Málið er bara að þjálfarinn þar hætti á dögunum. Svo var annað lið úr efstu deild í Noregi sem hafði áhgua, en mér fannst Start mun meira heillandi,“ segir Ingvar sem hefur spjallað við Matthías Vilhjálmsson um félagið undanfarna daga. „Ég hef verið í fínu sambandi við Matta og hann hefur ekkert nema góða hluti um félagið að segja. Mágur minn, Haraldur Guðmundsson, spilaði líka þarna og ber lofi á félagið. Svo spilar Robert Sandnes, fyrrverandi liðsfélagi minn úr Stjörnunni, með Start og ég þekki Guðmund Kristjánsson ágætlega. Maður þekkir því nokkra þarna.“ Markvörður Start á eitt ár eftir af samningi sínum og ætlar Ingvar að slá hann úr liðinu og tryggja sér byrjunarliðssætið. „Stefnan er að vera númer eitt. Ég er að fara í samkeppni, en ég hef aldrei verið undir í samkeppni á mínum meistaraflokksferli,“ segir Ingvar sem er að upplifa draum sinn að rætast. „Maður hefur hugsað um hversu gaman það væri að hafa atvinnu af því að spila fótbolta síðan maður var lítill krakki. Ég er enn að meðtaka að þetta er að gerast núna. Þetta er bara fullkominn endir á tímabilinu með Stjörnunni eftir fullkominn lokaleik,“ segir Ingvar Jónsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15