Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2014 20:15 Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi fisktegund er alin upp við aðstæður eins og þar eru, enda eru þær einstakar á heimsvísu; affallssjór frá orkuveri. Frá Reykjanesvirkjun streymir 35 stiga hlýr sjór, sem norskir eigendur Stolt Seafarm sjá tækifæri til að nýta á arðbæran hátt. Við hliðina á orkuverinu hafa þeir reist stóra fiskeldisstöð. Framkvæmdir hófust vorið 2012 og fyrstu seiðin fóru í kerin fyrir ári.Senegal-flúran á Reykjanesi er vaxin upp í sláturstærð, 400-420 grömm.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hann kallast Senegal-flúra, er flatfiskur, og hér hefur mönnum tekist að búa til aðstæður sem hann dafnar best við, sem er 20 stiga heitur sjór Atlantshafsins. Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir að fiskurinn éti vel við þetta jafna hitastig og það hafi þýtt mun betri og hraðari vöxt. Fyrstu seiðin eru nú vaxin upp í heppilega stærð, 400 grömm, og segir Halldór að slátrun hefjist í janúar. Þetta verði því fyrsta salan og fyrstu tekjurnar og því mikil tímamót. Senegal-flúran þykir bragðgóð og selst einkum í dýrari veitingahús Evrópu. Fyrir hvert kíló fást hátt í tvö þúsund krónur. „Þetta er þrisvar til fjórum sinnum dýrari en hefðbundinn fiskur, að minnsta kosti,“ segir Halldór. Nánar verður fjallað um fiskeldisstöðina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, sem og önnur dæmi um nýsköpun vegna jarðhitanýtingar á Suðurnesjum.Eldisstöð Stolt Sea Farm við Reykjanesvirkjun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15 Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. 23. ágúst 2013 18:45 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi fisktegund er alin upp við aðstæður eins og þar eru, enda eru þær einstakar á heimsvísu; affallssjór frá orkuveri. Frá Reykjanesvirkjun streymir 35 stiga hlýr sjór, sem norskir eigendur Stolt Seafarm sjá tækifæri til að nýta á arðbæran hátt. Við hliðina á orkuverinu hafa þeir reist stóra fiskeldisstöð. Framkvæmdir hófust vorið 2012 og fyrstu seiðin fóru í kerin fyrir ári.Senegal-flúran á Reykjanesi er vaxin upp í sláturstærð, 400-420 grömm.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hann kallast Senegal-flúra, er flatfiskur, og hér hefur mönnum tekist að búa til aðstæður sem hann dafnar best við, sem er 20 stiga heitur sjór Atlantshafsins. Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir að fiskurinn éti vel við þetta jafna hitastig og það hafi þýtt mun betri og hraðari vöxt. Fyrstu seiðin eru nú vaxin upp í heppilega stærð, 400 grömm, og segir Halldór að slátrun hefjist í janúar. Þetta verði því fyrsta salan og fyrstu tekjurnar og því mikil tímamót. Senegal-flúran þykir bragðgóð og selst einkum í dýrari veitingahús Evrópu. Fyrir hvert kíló fást hátt í tvö þúsund krónur. „Þetta er þrisvar til fjórum sinnum dýrari en hefðbundinn fiskur, að minnsta kosti,“ segir Halldór. Nánar verður fjallað um fiskeldisstöðina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, sem og önnur dæmi um nýsköpun vegna jarðhitanýtingar á Suðurnesjum.Eldisstöð Stolt Sea Farm við Reykjanesvirkjun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15 Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. 23. ágúst 2013 18:45 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15
Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. 23. ágúst 2013 18:45