Hallgrímur sem barn til barna 1. nóvember 2014 12:00 Bókinni er að sögn Steinunnar ætlað að veita börnum sem fullorðnum innsýn í bernsku Hallgríms og þær aðstæður sem hann ólst upp við fyrir tæplega fjögur hundruð árum. MYND/ERNIR Rithöfundurinn Steinunn Jóhannesdóttir byrjar jólaundirbúninginn óvenjusnemma í ár en hún blæs til útgáfuhófs með þjóðlegu og jólalegu ívafi í tilefni útgáfu barnabókarinnar Jólin hans Hallgríms á sunnudag. Bókin gefur innsýn inn í jólaundirbúning fyrri alda. Hófið fer fram í barnabókadeild Eymundsson í Kringlunni og stendur frá klukkan 14 til 16. Steinunn hefur skrifað sögulegar skáldsögur um bæði Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur konu hans. Heimanfylgja fjallar um Hallgrím ungan, ættfólk hans og samtíð og fyrstu áhrifavaldana í lífi hans. Reisubók Guðríðar Símonardóttur fjallar um ævintýralegt lífshlaup eiginkonu Hallgríms, sem var numin á brott í Tyrkjaráninu árið 1627. Nú er komið að því að kynna skáldið fyrir ungum lesendum. „Jólin hans Hallgríms fjallar um jólin í einfaldleika sínum og fegurð. Jólin sem ljós í myrkri. Jólin og heilaga fæðingu. Jólin sem undur og kraftaverk,“ segir Steinunn. Bókinni er ætlað að veita börnum sem fullorðnum innsýn inn í bernsku Hallgríms og þær aðstæður sem hann ólst upp við í faðmi stórrar fjölskyldu fyrir tæplega fjögur hundruð árum. „Þótt margt hafi breyst á fjórum öldum er ýmislegt kunnuglegt við jólahald heimilisfólksins í Gröf, þar sem Hallgrímur ólst upp, og þá eins og nú kviknar ljós í hjörtum mannanna þótt myrkrið grúfi yfir,“ segir á bókarkápu.Hallgrímur er sjö ára í sögunni. Hann verður vitni að kraftaverki á aðventunni.Sögupersónur „Afi Hallgríms, Guðmundur Hallgrímsson, bóndi í Gröf á Höfðaströnd, var náfrændi Guðbrands Þorlákssonar, biskups og bókaútgefanda á Hólum, og Guðmundur var lengi umboðsmaður jarða Hólastóls í Fljótaumboði. Fólkið í Gröf var því ágætlega stætt á þess tíma mælikvarða. Í bókinni eru amma og afi komin á efri ár, en mamma og pabbi eru ung. Á bænum búa líka föðursystur Hallgríms og vinnufólk og öllu þessu fólki bregður fyrir í sögunni,“ útskýrir Steinunn. Hallgrímur, sem er sjö ára í sögunni, átti að sögn Steinunnar þrjú nafngreind systkini sem urðu fulltíða fólk. Þau hétu Páll, Pétur og Guðríður. Guðríður var fædd um 1620 og er formóðir Jónasar Hallgrímssonar. „Um fæðingarár bræðranna er ekki vitað, enda er þetta löngu fyrir daga kirkjubóka. Að auki er nýfætt barn í sögunni sem grætur mikið og mamman reynir að hugga með söng. Lífið hékk oft á veikum þræði.“Jólasýning Þjóðminjasafnsins í ár mun byggja á myndum Önnu Chynthiu Leplar úr bókinni og Jólunum hans Hallgríms. Hún verður opnuð 22. nóvemberViss þjóðháttalýsing Steinunn segir bókina á vissan hátt þjóðháttalýsingu. „Það skín sérstaklega vel í gegnum listavel unnar myndir Önnu Cyntihu Leplar. Hún málar þær í anda Rembrandts sem var samtímamaður Hallgríms. Bókinni fylgja jafnframt orðaskýringar með myndum af hlutum sem tilheyrðu daglegu lífi og störfum fyrri tíðar fólks. Þær ættu að gagnast ungum lesendum og vekja forvitni um fyrri tíð,“ segir Steinunn.Undirstrikar langlífi íslenskrar tungu Bókin undirstrikar á sinn hátt langlífi og styrk íslenskrar tungu. „Hún hefst á tilvitnun í Vöggukvæði séra Einars Sigurðssonar í Eydölum sem fyrst birtist á prenti í Vísnabók Guðbrands árið 1612. Hallgrímur tilheyrði því fyrstu kynslóð barna sem gátu lært þetta kvæði sem ómar undir sögunni. Annars vegar sem verkefni fyrir börnin að læra en hins vegar sem alþýðlegt vöggukvæði sem móðirin syngur yfir veiku barni. Enn þann dag í dag eru nokkur erindi í þessu gamla kvæði kennd börnum á Íslandi og ávallt sungin á jólunum við undurfagurt lag Sigvalda Kaldalóns.“ Dagskrá útgáfuhófsins hefst klukkan 14.15 á stuttu ávarpi Steinunnar og söng og gítarspili Laufeyjar G. Geirlaugsdóttur. Steinunn mun jafnframt lesa stuttan kafla úr bókinni. Þá verður boðið upp á meiri söng og þjóðlegar veitingar. Jólafréttir Mest lesið Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs Jól Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Jóladiskur með nemendum Maríu og Siggu Jól Púslið sameinar fjölskylduna Jólin Serenukökur Jól Blandaður jólamatur - Gæsabollur og reykt gæsasalat Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Rauð jól þau úti séu þau hvít Jól
Rithöfundurinn Steinunn Jóhannesdóttir byrjar jólaundirbúninginn óvenjusnemma í ár en hún blæs til útgáfuhófs með þjóðlegu og jólalegu ívafi í tilefni útgáfu barnabókarinnar Jólin hans Hallgríms á sunnudag. Bókin gefur innsýn inn í jólaundirbúning fyrri alda. Hófið fer fram í barnabókadeild Eymundsson í Kringlunni og stendur frá klukkan 14 til 16. Steinunn hefur skrifað sögulegar skáldsögur um bæði Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur konu hans. Heimanfylgja fjallar um Hallgrím ungan, ættfólk hans og samtíð og fyrstu áhrifavaldana í lífi hans. Reisubók Guðríðar Símonardóttur fjallar um ævintýralegt lífshlaup eiginkonu Hallgríms, sem var numin á brott í Tyrkjaráninu árið 1627. Nú er komið að því að kynna skáldið fyrir ungum lesendum. „Jólin hans Hallgríms fjallar um jólin í einfaldleika sínum og fegurð. Jólin sem ljós í myrkri. Jólin og heilaga fæðingu. Jólin sem undur og kraftaverk,“ segir Steinunn. Bókinni er ætlað að veita börnum sem fullorðnum innsýn inn í bernsku Hallgríms og þær aðstæður sem hann ólst upp við í faðmi stórrar fjölskyldu fyrir tæplega fjögur hundruð árum. „Þótt margt hafi breyst á fjórum öldum er ýmislegt kunnuglegt við jólahald heimilisfólksins í Gröf, þar sem Hallgrímur ólst upp, og þá eins og nú kviknar ljós í hjörtum mannanna þótt myrkrið grúfi yfir,“ segir á bókarkápu.Hallgrímur er sjö ára í sögunni. Hann verður vitni að kraftaverki á aðventunni.Sögupersónur „Afi Hallgríms, Guðmundur Hallgrímsson, bóndi í Gröf á Höfðaströnd, var náfrændi Guðbrands Þorlákssonar, biskups og bókaútgefanda á Hólum, og Guðmundur var lengi umboðsmaður jarða Hólastóls í Fljótaumboði. Fólkið í Gröf var því ágætlega stætt á þess tíma mælikvarða. Í bókinni eru amma og afi komin á efri ár, en mamma og pabbi eru ung. Á bænum búa líka föðursystur Hallgríms og vinnufólk og öllu þessu fólki bregður fyrir í sögunni,“ útskýrir Steinunn. Hallgrímur, sem er sjö ára í sögunni, átti að sögn Steinunnar þrjú nafngreind systkini sem urðu fulltíða fólk. Þau hétu Páll, Pétur og Guðríður. Guðríður var fædd um 1620 og er formóðir Jónasar Hallgrímssonar. „Um fæðingarár bræðranna er ekki vitað, enda er þetta löngu fyrir daga kirkjubóka. Að auki er nýfætt barn í sögunni sem grætur mikið og mamman reynir að hugga með söng. Lífið hékk oft á veikum þræði.“Jólasýning Þjóðminjasafnsins í ár mun byggja á myndum Önnu Chynthiu Leplar úr bókinni og Jólunum hans Hallgríms. Hún verður opnuð 22. nóvemberViss þjóðháttalýsing Steinunn segir bókina á vissan hátt þjóðháttalýsingu. „Það skín sérstaklega vel í gegnum listavel unnar myndir Önnu Cyntihu Leplar. Hún málar þær í anda Rembrandts sem var samtímamaður Hallgríms. Bókinni fylgja jafnframt orðaskýringar með myndum af hlutum sem tilheyrðu daglegu lífi og störfum fyrri tíðar fólks. Þær ættu að gagnast ungum lesendum og vekja forvitni um fyrri tíð,“ segir Steinunn.Undirstrikar langlífi íslenskrar tungu Bókin undirstrikar á sinn hátt langlífi og styrk íslenskrar tungu. „Hún hefst á tilvitnun í Vöggukvæði séra Einars Sigurðssonar í Eydölum sem fyrst birtist á prenti í Vísnabók Guðbrands árið 1612. Hallgrímur tilheyrði því fyrstu kynslóð barna sem gátu lært þetta kvæði sem ómar undir sögunni. Annars vegar sem verkefni fyrir börnin að læra en hins vegar sem alþýðlegt vöggukvæði sem móðirin syngur yfir veiku barni. Enn þann dag í dag eru nokkur erindi í þessu gamla kvæði kennd börnum á Íslandi og ávallt sungin á jólunum við undurfagurt lag Sigvalda Kaldalóns.“ Dagskrá útgáfuhófsins hefst klukkan 14.15 á stuttu ávarpi Steinunnar og söng og gítarspili Laufeyjar G. Geirlaugsdóttur. Steinunn mun jafnframt lesa stuttan kafla úr bókinni. Þá verður boðið upp á meiri söng og þjóðlegar veitingar.
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs Jól Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Jóladiskur með nemendum Maríu og Siggu Jól Púslið sameinar fjölskylduna Jólin Serenukökur Jól Blandaður jólamatur - Gæsabollur og reykt gæsasalat Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Rauð jól þau úti séu þau hvít Jól