KV veltir fyrir sér hvort það vilji fara aftur upp í 1. deild Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2014 06:30 Formaður og þjálfari. Páll Kristjánsson hjá KV. fréttablaðið/daníel Páll Kristjánsson, formaður KV, segir að liðið hafi varla áhuga á að taka annað eins tímabil í 1. deild karla og það gerði í sumar. KV féll úr 1. deildinni í haust og segir Páll að sú spurning hafi vaknað hjá sér hvort hann hafi í raun áhuga á því að keppa að því að komast aftur upp úr 2. deildinni. „Markmiðið er auðvitað að ná árangri en miðað við hvernig sumarið var þá veltir maður því fyrir sér hvort það sé einhver vilji til þess að fara aftur upp í 1. deildina,“ segir Páll. KV stóðst ekki kröfur sem KSÍ gerir til liða í 1. deild en fékk undanþágu til að spila í deildinni síðasta sumar. Hins vegar er óvíst hvernig KSÍ tæki á máli KV ef liðið kæmist aftur upp úr 2. deildinni. Þar að auki uppfyllti félagið ekki mannvirkjakröfur sem varð til þess að KV varð að spila heimaleiki sína á gervigrasvellinum í Laugardal. „Ég veit ekki hvort ég nenni að standa í öðrum eins ágreiningi við KSÍ og við gerðum og spila okkar heimaleiki í öðrum bæjarhluta með tilheyrandi kostnaði. Það fór því í gegnum hugann af hverju maður er að standa í þessu þegar það stríðir í raun gegn tilgangi félagsins að koma því upp um deild. Við erum ekki í þessu til að berjast um þriðja sætið,“ segir Páll. Hann tekur þó skýrt fram að það sé enginn uppgjafartónn í forráðamönnum KV. „Við verðum í 2. deildinni og munum taka slaginn. Það stendur alls ekki til að hætta starfseminni,“ segir Páll og bætir við að hann eigi ekki von á að KSÍ mæti sjónarmiðum félagsins í framtíðinni. „KSÍ hefur borið fyrir sig að svona lagað sé alltaf ákvörðun knattspyrnuhreyfingarinnar og þeir verði að fylgja vilja hennar. En ég er ekki sammála því. Það er ákvörðun stjórnar að veita undanþágur og hún kaus að að taka á þessu á þennan máta. Þeir hjá KSÍ eru örugglega manna fegnastir að við fórum niður.“ KV náði átján stigum á sínu fyrsta tímabili í 1. deildinni og vann til að mynda ÍA á Skipaskaga. Félagið fagnaði tíu ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Páll Kristjánsson, formaður KV, segir að liðið hafi varla áhuga á að taka annað eins tímabil í 1. deild karla og það gerði í sumar. KV féll úr 1. deildinni í haust og segir Páll að sú spurning hafi vaknað hjá sér hvort hann hafi í raun áhuga á því að keppa að því að komast aftur upp úr 2. deildinni. „Markmiðið er auðvitað að ná árangri en miðað við hvernig sumarið var þá veltir maður því fyrir sér hvort það sé einhver vilji til þess að fara aftur upp í 1. deildina,“ segir Páll. KV stóðst ekki kröfur sem KSÍ gerir til liða í 1. deild en fékk undanþágu til að spila í deildinni síðasta sumar. Hins vegar er óvíst hvernig KSÍ tæki á máli KV ef liðið kæmist aftur upp úr 2. deildinni. Þar að auki uppfyllti félagið ekki mannvirkjakröfur sem varð til þess að KV varð að spila heimaleiki sína á gervigrasvellinum í Laugardal. „Ég veit ekki hvort ég nenni að standa í öðrum eins ágreiningi við KSÍ og við gerðum og spila okkar heimaleiki í öðrum bæjarhluta með tilheyrandi kostnaði. Það fór því í gegnum hugann af hverju maður er að standa í þessu þegar það stríðir í raun gegn tilgangi félagsins að koma því upp um deild. Við erum ekki í þessu til að berjast um þriðja sætið,“ segir Páll. Hann tekur þó skýrt fram að það sé enginn uppgjafartónn í forráðamönnum KV. „Við verðum í 2. deildinni og munum taka slaginn. Það stendur alls ekki til að hætta starfseminni,“ segir Páll og bætir við að hann eigi ekki von á að KSÍ mæti sjónarmiðum félagsins í framtíðinni. „KSÍ hefur borið fyrir sig að svona lagað sé alltaf ákvörðun knattspyrnuhreyfingarinnar og þeir verði að fylgja vilja hennar. En ég er ekki sammála því. Það er ákvörðun stjórnar að veita undanþágur og hún kaus að að taka á þessu á þennan máta. Þeir hjá KSÍ eru örugglega manna fegnastir að við fórum niður.“ KV náði átján stigum á sínu fyrsta tímabili í 1. deildinni og vann til að mynda ÍA á Skipaskaga. Félagið fagnaði tíu ára afmæli sínu fyrr á þessu ári.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira