Unglingsmæður á Íslandi: „Í meirihluta tilfella tekst ekki vel til“ Bjarki Ármannsson skrifar 20. apríl 2015 22:00 Fjallað var um ungar mæður á Íslandi í Brestum í kvöld. „Í meirihluta tilfella tekst ekki vel til þegar um unglingaþungun er að ræða,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, sem rannsakað hefur unglingaþungun undanfarin ár. Ólafur var meðal gesta í Brestaþætti kvöldsins á Stöð 2, þar sem fjallað var um ungar mæður á Íslandi. „Það væri mjög viðeigandi, nú þegar við erum að reyna að fara vel með þessar fáu krónur sem við eigum að ráðamenn kynntu sér þá möguleika sem eru í boði. Að gera ekkert, það er bara ávísun á erfiðleika, þjáningu, vandræði og kostar tugi milljarða.“ Í þætti kvöldsins kom fram að engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Um 150 unglingsstúlkur eignast börn á Íslandi á hverju ári.Í þætti kvöldsins var meðal annars rætt við þær Jennýju Björk, fimmtán ára verðandi móður, og Berglindi Erlendsdóttur, móður hennar. Berglind er 35 ára en hún varð móðir nítján ára. Jenný er búin að vera með Jósef, sem er fjórum árum eldri, síðan í sumar. Þau höfðu þó verið vinir einhvern tíma á undan. Hún á nú von á barni þeirra. „Ég var alltaf síælandi, bara á morgnana,“ segir Jenný. „Sem kom í veg fyrir að ég gæti mætt í skólann. Mér fannst þetta rosalega skrýtið og ég spurði marga hvað þetta gæti verið og svarið var að ég væri bara pottþétt ólétt.“ Jenný sagði móður sinni frá þunguninni við eldhúsborðið og Berglind segir sér hafa brugðið rosalega við fréttirnar. „Ég fór bara í eitthvað rugl,“ segir hún. „Ég sagði bara: Eruð þið búin að hugsa þetta og þetta og ég er bara 35, ég get ekkert orðið amma núna. Eitthvað svona. Síðan bara róar maður sig niður og tók nokkra daga í þetta. Svo fór maður bara með hana í allt sem var í boði, félagsráðgjafa og lækna og allt þetta. Það var ósköp lítið sem ég get gert, nema bara segja: Ókei, svona er þetta.“ „Við gleymdum alltaf pillunni og pældum ekkert í sprautunni,“ segir Jenný. „Síðan kosta smokkar bara alveg svakalega mikið, þannig að við vorum ekkert mikið að sækjast eftir því.“ Berglind segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, af því að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu af því að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind. Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. 20. apríl 2015 20:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
„Í meirihluta tilfella tekst ekki vel til þegar um unglingaþungun er að ræða,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, sem rannsakað hefur unglingaþungun undanfarin ár. Ólafur var meðal gesta í Brestaþætti kvöldsins á Stöð 2, þar sem fjallað var um ungar mæður á Íslandi. „Það væri mjög viðeigandi, nú þegar við erum að reyna að fara vel með þessar fáu krónur sem við eigum að ráðamenn kynntu sér þá möguleika sem eru í boði. Að gera ekkert, það er bara ávísun á erfiðleika, þjáningu, vandræði og kostar tugi milljarða.“ Í þætti kvöldsins kom fram að engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Um 150 unglingsstúlkur eignast börn á Íslandi á hverju ári.Í þætti kvöldsins var meðal annars rætt við þær Jennýju Björk, fimmtán ára verðandi móður, og Berglindi Erlendsdóttur, móður hennar. Berglind er 35 ára en hún varð móðir nítján ára. Jenný er búin að vera með Jósef, sem er fjórum árum eldri, síðan í sumar. Þau höfðu þó verið vinir einhvern tíma á undan. Hún á nú von á barni þeirra. „Ég var alltaf síælandi, bara á morgnana,“ segir Jenný. „Sem kom í veg fyrir að ég gæti mætt í skólann. Mér fannst þetta rosalega skrýtið og ég spurði marga hvað þetta gæti verið og svarið var að ég væri bara pottþétt ólétt.“ Jenný sagði móður sinni frá þunguninni við eldhúsborðið og Berglind segir sér hafa brugðið rosalega við fréttirnar. „Ég fór bara í eitthvað rugl,“ segir hún. „Ég sagði bara: Eruð þið búin að hugsa þetta og þetta og ég er bara 35, ég get ekkert orðið amma núna. Eitthvað svona. Síðan bara róar maður sig niður og tók nokkra daga í þetta. Svo fór maður bara með hana í allt sem var í boði, félagsráðgjafa og lækna og allt þetta. Það var ósköp lítið sem ég get gert, nema bara segja: Ókei, svona er þetta.“ „Við gleymdum alltaf pillunni og pældum ekkert í sprautunni,“ segir Jenný. „Síðan kosta smokkar bara alveg svakalega mikið, þannig að við vorum ekkert mikið að sækjast eftir því.“ Berglind segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, af því að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu af því að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind.
Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. 20. apríl 2015 20:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45
Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. 20. apríl 2015 20:30