Kína sýndi mátt sinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2015 11:45 Fjölmargir fylgdust með skrúðgöngunni á Tiananmen torgi í Peking. Vísir/EPA Kínverjar fögnuðu því í morgun að 70 ár eru liðin frá því að Japan gafst upp í seinni heimstyrjöldinni. Fagnað var með gríðarstórri skrúðgöngu á Tiananmen torgi í Peking. Þar sýndu Kínverjar nýjan herbúnað sem og eldflaugar. Meira en tólf þúsund hermenn tóku þátt í göngunni. Þar að auki var notast við 500 skriðdreka og annars konar farartæki auk 200 flugvéla og þyrlna. Neðst í fréttinni má sjá myndir frá skrúðgöngunni og myndbönd. Fremst í göngunni fóru fyrrverandi hermenn sem börðust við Japani í seinni heimstyrjöldinni. Þyrlur flugu yfir svæðið og mynduðu tölustafina 7 og 0. Þotur flugu einnig yfir svæðið og sýndu hvernig þær eru fylltar eldsneyti á flugi. Greinendur hafa tekið eftir því að flugvélarnar báru búnað til að lenda á flugmóðurskipum, sem endurspeglar vilja Kínverja til að byggja upp öflugan flota. Enn sem komið er eiga Kínverjar þó einungis eitt flugmóðurskip, sem notað er að mestu til æfinga. Fregnir hafa þó borist af því að nú standi yfir smíði að tveimur slíkum skipum til viðbótar og ljóst er að Kínverjar gætu byggt þó nokkur flugmóðurskip á næstu árum. Gangan þykir sýna fram á að mikil nútímavæðing hefur átt sér stað í herafla Kína. Meðal eldflauga sem sýndar voru gestum hátíðarinnar voru DF-21D sem ætluð er til að granda flugmóðurskipum og DF-26 sem drífur alla leið að Guam, þar sem Bandaríkjamenn eru með flugvöll og flotastöð. Þar að auki sýndu Kínverjar nýja dróna sem virðast byggja á Predator drónum Bandaríkjanna.Kynna her en boða frið Xi Jinping, forseti Kína, hélt ræðu þar sem hann sagði að þrátt fyrir atburði fortíðarinnar ætlaði Kína sér ekki að stjórna öðrum né leggja undir sig önnur svæði. Frá því að Xi tók við völdum 2012 hafa kínversk herskip hins vegar ógnað skipum Landhelgisgæslu Japan nærri umdeildum eyjum, sótt inn á svæði Filippseyja og þá hafa hermenn byggt heilar eyjur úr litlum rifum í Suður-Kínahafi. Á þeim eyjum hafa Kínverjar byggt flugbrautir og annars konar húsnæði sem nýtast í hernaði. Hér má sjá stóran hluta hátíðarhaldanna. Suður-Kínahaf Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Kínverjar fögnuðu því í morgun að 70 ár eru liðin frá því að Japan gafst upp í seinni heimstyrjöldinni. Fagnað var með gríðarstórri skrúðgöngu á Tiananmen torgi í Peking. Þar sýndu Kínverjar nýjan herbúnað sem og eldflaugar. Meira en tólf þúsund hermenn tóku þátt í göngunni. Þar að auki var notast við 500 skriðdreka og annars konar farartæki auk 200 flugvéla og þyrlna. Neðst í fréttinni má sjá myndir frá skrúðgöngunni og myndbönd. Fremst í göngunni fóru fyrrverandi hermenn sem börðust við Japani í seinni heimstyrjöldinni. Þyrlur flugu yfir svæðið og mynduðu tölustafina 7 og 0. Þotur flugu einnig yfir svæðið og sýndu hvernig þær eru fylltar eldsneyti á flugi. Greinendur hafa tekið eftir því að flugvélarnar báru búnað til að lenda á flugmóðurskipum, sem endurspeglar vilja Kínverja til að byggja upp öflugan flota. Enn sem komið er eiga Kínverjar þó einungis eitt flugmóðurskip, sem notað er að mestu til æfinga. Fregnir hafa þó borist af því að nú standi yfir smíði að tveimur slíkum skipum til viðbótar og ljóst er að Kínverjar gætu byggt þó nokkur flugmóðurskip á næstu árum. Gangan þykir sýna fram á að mikil nútímavæðing hefur átt sér stað í herafla Kína. Meðal eldflauga sem sýndar voru gestum hátíðarinnar voru DF-21D sem ætluð er til að granda flugmóðurskipum og DF-26 sem drífur alla leið að Guam, þar sem Bandaríkjamenn eru með flugvöll og flotastöð. Þar að auki sýndu Kínverjar nýja dróna sem virðast byggja á Predator drónum Bandaríkjanna.Kynna her en boða frið Xi Jinping, forseti Kína, hélt ræðu þar sem hann sagði að þrátt fyrir atburði fortíðarinnar ætlaði Kína sér ekki að stjórna öðrum né leggja undir sig önnur svæði. Frá því að Xi tók við völdum 2012 hafa kínversk herskip hins vegar ógnað skipum Landhelgisgæslu Japan nærri umdeildum eyjum, sótt inn á svæði Filippseyja og þá hafa hermenn byggt heilar eyjur úr litlum rifum í Suður-Kínahafi. Á þeim eyjum hafa Kínverjar byggt flugbrautir og annars konar húsnæði sem nýtast í hernaði. Hér má sjá stóran hluta hátíðarhaldanna.
Suður-Kínahaf Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira