Tollalækkun til neytenda? Skjóðan skrifar 23. september 2015 12:00 Nýtt samkomulag milli Íslands og ESB um gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörur gefur von um nýja tíma fyrir íslenska neytendur og framleiðendur. Ísland fellir niður tolla á 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á 20 til viðbótar. Þetta þýðir að tollar á unnar landbúnaðarvörur, aðrar en jógúrt, falla niður. ESB fellir líka niður tolla á íslenskar landbúnaðarvörur. Þessu til viðbótar er samkomulag um að báðir aðilar auka verulega tollfrjálsa innflutningskvóta m.a. fyrir ýmsar kjöttegundir og osta. Þetta kemur til framkvæmda á tilteknum aðlögunartíma fram til ársins 2020. ESB eykur verulega tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir íslenskt skyr, smjör og lambakjöt auk þess sem það opnar nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost frá Íslandi. Ljóst er að tollalækkunin á unnum landbúnaðarvörum mun skila sér í vasa íslenskra neytenda. Súkkulaði, pitsur, pasta, bökunarvörur og fleiri unnar landbúnaðarvörur munu lækka í verði. Þá er einnig ljóst að opnunin inn á ESB-markað skapar spennandi tækifæri fyrir íslenska framleiðendur. Það vekur athygli að Ísland skuli fella niður tolla á allar unnar landbúnaðarvörur aðrar en jógúrt. Vart verður það skilið á annan hátt en að hugur íslenskra stjórnvalda standi nær framleiðendum en neytendum. Mjólkursamsalan og KEA eiga mikilla hagsmuna að gæta á innanlandsmarkaði með skyr, jógúrt og fleiri vörur, sem myndu mæta aukinni samkeppni ef tollar á innfluttri jógúrt yrðu aflagðir. Ekki er víst að neytendur njóti stækkunar á tollfrjálsum innflutningskvótum ýmissa kjöttegunda og osta. Með samningnum eru slíkir kvótar auknir stórlega en ná samt ekki nema rétt að skríða upp í 10-15 prósent af heildarneyslu þessara vara hér á landi miðað við neysluna árið 2011. Heildarneyslan hefur þegar aukist verulega frá þeim tíma, m.a. vegna fjölgunar ferðamanna, og mun fyrirsjáanlega aukast enn fram til 2020 þegar stækkun innflutningskvóta verður að fullu komin til framkvæmda. Þá hræða sporin þegar kemur að innflutningskvótum á landbúnaðarvörur. Í orði kveðnu eiga slíkir kvótar að stuðla að lægra vöruverði til neytenda en íslensk stjórnvöld hafa undantekningalítið boðið kvótana upp og selt hæstbjóðanda. Iðulega hafa hæstbjóðendur verið íslenskir framleiðendur sem hagsmuni hafa af því að innflutningur lækki ekki vöruverð til neytenda. Einnig hafa verið brögð að því að framleiðendur kaupi innflutningskvóta dýrum dómum til þess eins að koma í veg fyrir innflutning. Neytendur hafa setið eftir með sárt ennið og goldið fyrir kvótakaup framleiðenda með hærra vöruverði og takmörkuðu vöruúrvali. Stjórnvöld gefa útgerðinni kvótann í sjónum en sá kvóti sem getur lækkað vöruverð til neytenda er boðinn upp og seldur hæstbjóðanda.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Nýtt samkomulag milli Íslands og ESB um gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörur gefur von um nýja tíma fyrir íslenska neytendur og framleiðendur. Ísland fellir niður tolla á 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á 20 til viðbótar. Þetta þýðir að tollar á unnar landbúnaðarvörur, aðrar en jógúrt, falla niður. ESB fellir líka niður tolla á íslenskar landbúnaðarvörur. Þessu til viðbótar er samkomulag um að báðir aðilar auka verulega tollfrjálsa innflutningskvóta m.a. fyrir ýmsar kjöttegundir og osta. Þetta kemur til framkvæmda á tilteknum aðlögunartíma fram til ársins 2020. ESB eykur verulega tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir íslenskt skyr, smjör og lambakjöt auk þess sem það opnar nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost frá Íslandi. Ljóst er að tollalækkunin á unnum landbúnaðarvörum mun skila sér í vasa íslenskra neytenda. Súkkulaði, pitsur, pasta, bökunarvörur og fleiri unnar landbúnaðarvörur munu lækka í verði. Þá er einnig ljóst að opnunin inn á ESB-markað skapar spennandi tækifæri fyrir íslenska framleiðendur. Það vekur athygli að Ísland skuli fella niður tolla á allar unnar landbúnaðarvörur aðrar en jógúrt. Vart verður það skilið á annan hátt en að hugur íslenskra stjórnvalda standi nær framleiðendum en neytendum. Mjólkursamsalan og KEA eiga mikilla hagsmuna að gæta á innanlandsmarkaði með skyr, jógúrt og fleiri vörur, sem myndu mæta aukinni samkeppni ef tollar á innfluttri jógúrt yrðu aflagðir. Ekki er víst að neytendur njóti stækkunar á tollfrjálsum innflutningskvótum ýmissa kjöttegunda og osta. Með samningnum eru slíkir kvótar auknir stórlega en ná samt ekki nema rétt að skríða upp í 10-15 prósent af heildarneyslu þessara vara hér á landi miðað við neysluna árið 2011. Heildarneyslan hefur þegar aukist verulega frá þeim tíma, m.a. vegna fjölgunar ferðamanna, og mun fyrirsjáanlega aukast enn fram til 2020 þegar stækkun innflutningskvóta verður að fullu komin til framkvæmda. Þá hræða sporin þegar kemur að innflutningskvótum á landbúnaðarvörur. Í orði kveðnu eiga slíkir kvótar að stuðla að lægra vöruverði til neytenda en íslensk stjórnvöld hafa undantekningalítið boðið kvótana upp og selt hæstbjóðanda. Iðulega hafa hæstbjóðendur verið íslenskir framleiðendur sem hagsmuni hafa af því að innflutningur lækki ekki vöruverð til neytenda. Einnig hafa verið brögð að því að framleiðendur kaupi innflutningskvóta dýrum dómum til þess eins að koma í veg fyrir innflutning. Neytendur hafa setið eftir með sárt ennið og goldið fyrir kvótakaup framleiðenda með hærra vöruverði og takmörkuðu vöruúrvali. Stjórnvöld gefa útgerðinni kvótann í sjónum en sá kvóti sem getur lækkað vöruverð til neytenda er boðinn upp og seldur hæstbjóðanda.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira