Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2015 21:14 Donald Trump bindur bagga sína ekki sömu hnútum og aðrir frambjóðendur. Vísir/AFP Auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, segist fullviss um að ef hann hefði verið forseti árið 2001 hefði stefna hans í innflytjendamálum komið í veg fyrir árásirnar á Tvíburaturnana þann 11. september. „Ég er virkilega, virkilega harður þegar kemur að ólöglegum innflytjendum. Ég er virkilega harður við fólk sem vill koma hingað til lands,“ lét Trump hafa eftir sér í viðtali við sjónvarpsstöðina Fox í dag. „Ég trúi því að ef ég hefði verið við stjórnvölinn, ég efast um að þessar fjölskyldur – ég efast um að þetta fólk hefði verið hér á landi.“ Milljarðamæringurinn var einnig við sama heygarðshornið þegar bróður Jeb Bush, mótframbjóðanda hans, bar á góma en George W. Bush var forseti Bandaríkjanna á árunum 2001 til 2009. „Jeb sagði: Bróðir minn færði okkur öryggi,“ en Tvíburaturnarnir féllu samt á hans vakt,“ sagði Trump. „Er ég að kenna honum um? Ég er ekki að kenna nokkrum manni um en Tvíburaturnarnir féllu samt. Svo þegar hann segir „við vorum örugg“ þá vorum við varla örugg. 3000 manns létu lífið.“ Trump sagði þá að ef stefna hans í innflytjendamálum hefði verið við lýði: „væru miklar líkur á því að þetta fólk hefði ekki verið í landinu.“ Jeb Bush hefur lýst því yfir að hann sé ekki parsáttur við þessi þrálátu skot auðkýfingsins á bróður sinn. „Ég skil ekki af hverju hann heldur áfram að minnast á þetta,“ sagði Bush við CNN í dag. „Mér finnst þetta til marks um það að honum sé ekki alvara með að vera leiðtogi heraflans og sá sem sér um að móta utanríkisstefnu landsins.“ Jeb Bush bætti við að í stað þess að líta út eins og forsetaframbjóðandi hagaði Trump sér eins og að hann væri ennþá stjórnandi The Apprentice, raunveruleikaþáttarins sem sýndur var við miklar vinsældir á fyrsta áratug aldarinnar. Viðtalið við Trump má sjá í heild sinni hér að neðan og umræður um Bush og Tvíburaturnana hefjast þegar rétt um níu mínútur eru liðnar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Steven Tyler hótar Trump málsókn Steven Tyler, Aerosmith söngvari, hefur krafist þess að Donald Trump, auðjöfur og forsetaframbjóðandi, hætti að spila lag hans „Dream on“ í kosningabaráttu sinni. 12. október 2015 07:26 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, segist fullviss um að ef hann hefði verið forseti árið 2001 hefði stefna hans í innflytjendamálum komið í veg fyrir árásirnar á Tvíburaturnana þann 11. september. „Ég er virkilega, virkilega harður þegar kemur að ólöglegum innflytjendum. Ég er virkilega harður við fólk sem vill koma hingað til lands,“ lét Trump hafa eftir sér í viðtali við sjónvarpsstöðina Fox í dag. „Ég trúi því að ef ég hefði verið við stjórnvölinn, ég efast um að þessar fjölskyldur – ég efast um að þetta fólk hefði verið hér á landi.“ Milljarðamæringurinn var einnig við sama heygarðshornið þegar bróður Jeb Bush, mótframbjóðanda hans, bar á góma en George W. Bush var forseti Bandaríkjanna á árunum 2001 til 2009. „Jeb sagði: Bróðir minn færði okkur öryggi,“ en Tvíburaturnarnir féllu samt á hans vakt,“ sagði Trump. „Er ég að kenna honum um? Ég er ekki að kenna nokkrum manni um en Tvíburaturnarnir féllu samt. Svo þegar hann segir „við vorum örugg“ þá vorum við varla örugg. 3000 manns létu lífið.“ Trump sagði þá að ef stefna hans í innflytjendamálum hefði verið við lýði: „væru miklar líkur á því að þetta fólk hefði ekki verið í landinu.“ Jeb Bush hefur lýst því yfir að hann sé ekki parsáttur við þessi þrálátu skot auðkýfingsins á bróður sinn. „Ég skil ekki af hverju hann heldur áfram að minnast á þetta,“ sagði Bush við CNN í dag. „Mér finnst þetta til marks um það að honum sé ekki alvara með að vera leiðtogi heraflans og sá sem sér um að móta utanríkisstefnu landsins.“ Jeb Bush bætti við að í stað þess að líta út eins og forsetaframbjóðandi hagaði Trump sér eins og að hann væri ennþá stjórnandi The Apprentice, raunveruleikaþáttarins sem sýndur var við miklar vinsældir á fyrsta áratug aldarinnar. Viðtalið við Trump má sjá í heild sinni hér að neðan og umræður um Bush og Tvíburaturnana hefjast þegar rétt um níu mínútur eru liðnar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Steven Tyler hótar Trump málsókn Steven Tyler, Aerosmith söngvari, hefur krafist þess að Donald Trump, auðjöfur og forsetaframbjóðandi, hætti að spila lag hans „Dream on“ í kosningabaráttu sinni. 12. október 2015 07:26 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00
Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04
Steven Tyler hótar Trump málsókn Steven Tyler, Aerosmith söngvari, hefur krafist þess að Donald Trump, auðjöfur og forsetaframbjóðandi, hætti að spila lag hans „Dream on“ í kosningabaráttu sinni. 12. október 2015 07:26
Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44