Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2015 10:45 Sanders og Clinton áttu sviðið í gær. Vísir/Getty Í nótt fór fram fyrsta kappræða frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta Bandaríkjanna. Stjórnmálaskýrendur eru sammála um það að í kappræðunum hafi Hillary Clinton sýnt það að hún væri sterkasti frambjóðandi flokksins. Í greiningu síðunnar VOX á kappræðunum segir að helsta afrek Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins hafi verið að koma í veg fyrir að sterkur frambjóðandi byði sig fram á móti henni. Það hafi sýnt sig í gær þegar hún tókst á við Bernie Sanders, Jim Webb, Lincoln Chafee og Martin O'Malley.Strong night for Hillary - will calm Dem nerves & tamp down Biden buzz. She helped herself a good deal, was elevated by comparison.— Jonathan Martin (@jmartNYT) October 14, 2015 Vísir hefur tekið saman brot af því besta úr kappræðunum sem má sjá hér fyrir neðan. Hættum að tala um tölvupóstana!Það sem hefur helst skaðað forsetaframboð Hillary Clinton er rannsókn á tölvupóstmálum hennar á meðan hún var utanríkisráðherra. Hún er sökuð um að hafa geymt tölvupósta á eigin vefþjón, fremur en vefþjón bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem er óleyfilegt. Hún var spurð um þetta í kappræðunum í nótt en Bernie Sanders stal senunni þegar hann sagðist vera orðinn þreyttur á þessum tölvupóstum og krafðist þess að umræðan myndi snúast um alvöru málefni „Í Bandaríkjunum standa 27 milljón manns frammi fyrir fátækt. Ég er búinn að fá nóg af þessum tölvupóstum. Tölum um málefni sem skipta Bandaríkin máli!“Benghazi-nefndinHillary Clinton ásakði repúblikana um að nota Fulltrúadeild bandaríska þingsins til þess að skaða forsetaframboð sitt með því að kalla saman sérstaka nefnd til að rannsaka árás hryðjuverkamanna á sendiráð Bandaríkjanna í Benghazi í Lýbíu árið 2012. „Þessi nefnd hefur nú þegar eytt 4,5 milljónum dollara af skattpeningum okkar. Það er alveg augljóst hvert markmið þeirra er.“NeiBesta lína kvöldsins var líklega ekki löng. Lincoln Chafee gagnrýndi Clinton fyrir tölvupóstmálið og sagði að leiðtogi Bandaríkjanna þyrfti að hafa ákveðinn trúverðugleika. Anderson Cooper, stjórnandi umræðunnar spurði hvort að Clinton vildi svara en hún svaraði einfaldlega, við mikil fagnaðarlæti, nei.Hvað er demókratískur sósíalismi? Bernie Sanders segist vera demókratískur sósíalisti en í Bandaríkjunum vekur orðið sósíalisti óneitanlega hugrenningatengsl við Sovétríkin. Það þykir því nokkuð ótrúlegt hversu mikinn stuðning forsetaframboð Sanders hefur fengið að undanförnu. Hann segir þó að sósíalismi og demókratískur sósíalismi sé ekki það sama og útskýrði hann í gær hvað demókratískur sósíalismi stendur fyrir.Dæmið mig af óvinum mínumFrambjóðendurnir fengu allir að svara hvaða óvin þeir væru stoltastir af því að eiga. Svörin voru margvísleg. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Repúblikanar leiða gegn Clinton í þremur lykilfylkjum Hillary Clinton og aðrir demókratar mælast með minna fylgi en andstæðingar þeirra í skoðanakönnun. 23. júlí 2015 07:00 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Í nótt fór fram fyrsta kappræða frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta Bandaríkjanna. Stjórnmálaskýrendur eru sammála um það að í kappræðunum hafi Hillary Clinton sýnt það að hún væri sterkasti frambjóðandi flokksins. Í greiningu síðunnar VOX á kappræðunum segir að helsta afrek Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins hafi verið að koma í veg fyrir að sterkur frambjóðandi byði sig fram á móti henni. Það hafi sýnt sig í gær þegar hún tókst á við Bernie Sanders, Jim Webb, Lincoln Chafee og Martin O'Malley.Strong night for Hillary - will calm Dem nerves & tamp down Biden buzz. She helped herself a good deal, was elevated by comparison.— Jonathan Martin (@jmartNYT) October 14, 2015 Vísir hefur tekið saman brot af því besta úr kappræðunum sem má sjá hér fyrir neðan. Hættum að tala um tölvupóstana!Það sem hefur helst skaðað forsetaframboð Hillary Clinton er rannsókn á tölvupóstmálum hennar á meðan hún var utanríkisráðherra. Hún er sökuð um að hafa geymt tölvupósta á eigin vefþjón, fremur en vefþjón bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem er óleyfilegt. Hún var spurð um þetta í kappræðunum í nótt en Bernie Sanders stal senunni þegar hann sagðist vera orðinn þreyttur á þessum tölvupóstum og krafðist þess að umræðan myndi snúast um alvöru málefni „Í Bandaríkjunum standa 27 milljón manns frammi fyrir fátækt. Ég er búinn að fá nóg af þessum tölvupóstum. Tölum um málefni sem skipta Bandaríkin máli!“Benghazi-nefndinHillary Clinton ásakði repúblikana um að nota Fulltrúadeild bandaríska þingsins til þess að skaða forsetaframboð sitt með því að kalla saman sérstaka nefnd til að rannsaka árás hryðjuverkamanna á sendiráð Bandaríkjanna í Benghazi í Lýbíu árið 2012. „Þessi nefnd hefur nú þegar eytt 4,5 milljónum dollara af skattpeningum okkar. Það er alveg augljóst hvert markmið þeirra er.“NeiBesta lína kvöldsins var líklega ekki löng. Lincoln Chafee gagnrýndi Clinton fyrir tölvupóstmálið og sagði að leiðtogi Bandaríkjanna þyrfti að hafa ákveðinn trúverðugleika. Anderson Cooper, stjórnandi umræðunnar spurði hvort að Clinton vildi svara en hún svaraði einfaldlega, við mikil fagnaðarlæti, nei.Hvað er demókratískur sósíalismi? Bernie Sanders segist vera demókratískur sósíalisti en í Bandaríkjunum vekur orðið sósíalisti óneitanlega hugrenningatengsl við Sovétríkin. Það þykir því nokkuð ótrúlegt hversu mikinn stuðning forsetaframboð Sanders hefur fengið að undanförnu. Hann segir þó að sósíalismi og demókratískur sósíalismi sé ekki það sama og útskýrði hann í gær hvað demókratískur sósíalismi stendur fyrir.Dæmið mig af óvinum mínumFrambjóðendurnir fengu allir að svara hvaða óvin þeir væru stoltastir af því að eiga. Svörin voru margvísleg.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Repúblikanar leiða gegn Clinton í þremur lykilfylkjum Hillary Clinton og aðrir demókratar mælast með minna fylgi en andstæðingar þeirra í skoðanakönnun. 23. júlí 2015 07:00 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00
Repúblikanar leiða gegn Clinton í þremur lykilfylkjum Hillary Clinton og aðrir demókratar mælast með minna fylgi en andstæðingar þeirra í skoðanakönnun. 23. júlí 2015 07:00
Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31
Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00