Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2015 07:00 Tulsi Gabbard er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna Demókrataflokksins vegna mótmæla. Nordicphotos/AFP Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. Flokkurinn dró boðskort hennar til baka í gær eftir að hún kallaði eftir fleiri kappræðum frambjóðenda.Bernie Sanders hefur sótt í sig veðrið og mælist nú með meira fylgi en Clinton í tveimur fylkjum hið minnsta.Nordicphotos/AFPVilja sjá fleiri kappræður Tveir frambjóðenda flokksins, Bernie Sanders og Martin O'Malley, hafa mikið gagnrýnt hve fáar kappræður verða haldnar milli frambjóðenda, sex talsins, og benda á að átta árum fyrr, síðast þegar halda þurfti forkosningar, hafi þær verið 26. Þá hafa kjósendur mótmælt fyrirkomulaginu af tveimur ástæðum. Annars vegar munu frambjóðendur Repúblikanaflokksins fá fleiri kappræður til að kynna stefnumál sín, ellefu talsins, þar af tvennar sem þegar hafa farið fram. Hins vegar hefur því verið haldið fram, einna helst af stuðningsmönnum annarra frambjóðenda en Hillary Clinton, að færri kappræður þýði færri tækifæri fyrir aðra frambjóðendur til að kynna stefnu sína. Þar af leiðandi er sagt auðveldara fyrir Clinton að verja forskot sitt.Formaðurinn stendur á sínu Engan bilbug er að sjá á Debbie Wasserman Schultz, formanni landssambandsins. Sem formaður hefur Schultz lokaorðið í ákvörðunum sem snúa að kappræðunum. Þrátt fyrir stöðug mótmæli flokksmanna og annarra í flokksforystunni virðist áætlunin ekki í þann mund að breytast. Samkvæmt reglum flokksins mega frambjóðendur ekki taka þátt í öðrum kappræðum en þeim sem landssambandið sér um. Ef frambjóðandi brýtur þá reglu fær hann ekki að taka þátt í stóru, opinberu kappræðunum.Clinton vill verða frambjóðandi demókrata á næsta ári eftir ósigur sinn í forvali demókrata fyrir sjö árum.Vísir/AFPClinton sigurstranglegust Hillary Clinton mælist í aðdraganda kappræðnanna með mest fylgi á landsvísu, 42 prósent, en Sanders mælist næsthæstur með 25 prósent samkvæmt meðaltalsútreikningum Real Clear Politics.Þó er einkar mjótt á munum í fyrsta ríkinu sem kýs í forvali demókrata, Iowa. Meðaltal kannana sýna Clinton með 37 prósenta fylgi en Sanders með 31 prósent. Sú nýlega könnun með stærsta úrtakið sýnir Sanders þó með 43 prósenta fylgi en Hillary með 43 prósent. Næsta fylgi sem kýs er New Hampshire, þar hefur Sanders afgerandi forystu. Hann mælist með 39 prósenta fylgi en Clinton 30 prósent.Kappræður í nótt Fyrstu kappræður frambjóðenda Demókrataflokksins fara fram aðfaranótt miðvikudags í spilavítaborginni Las Vegas í Nevadaríki. Kappræðurnar hefjast klukkan sex um kvöld að staðartíma en tvö um nótt hér á landi. Auk Sanders og Clinton munu þeir Lincoln Chafee, Martin O'Malley og Jim Webb standa á sviðinu og rökræða. Enginn þeirra þriggja mælist yfir einu prósenti í skoðanakönnunum á landsvísu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Bernie Sanders hefur lykilfylki í greipum sínum Öldungardeildarþingmaðurinn mælist nú með ríflega 9 prósentustiga forskot á helsta keppinaut sinn í New Hampshire. 6. september 2015 17:33 Ung stelpa spurði Clinton hvort kvenkyns forsetar fengju sömu laun og karlar "Forseti er eitt af þeim störfum sem þú verður að borga jafnt fyrir,“ svaraði Hillary. 21. ágúst 2015 22:20 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Bernie mælist með meira fylgi en Hillary í New Hampshire Bernie Sanders mælist með 44 prósent fylgi en Hillary Clinton 37 prósent. 12. ágúst 2015 12:55 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. Flokkurinn dró boðskort hennar til baka í gær eftir að hún kallaði eftir fleiri kappræðum frambjóðenda.Bernie Sanders hefur sótt í sig veðrið og mælist nú með meira fylgi en Clinton í tveimur fylkjum hið minnsta.Nordicphotos/AFPVilja sjá fleiri kappræður Tveir frambjóðenda flokksins, Bernie Sanders og Martin O'Malley, hafa mikið gagnrýnt hve fáar kappræður verða haldnar milli frambjóðenda, sex talsins, og benda á að átta árum fyrr, síðast þegar halda þurfti forkosningar, hafi þær verið 26. Þá hafa kjósendur mótmælt fyrirkomulaginu af tveimur ástæðum. Annars vegar munu frambjóðendur Repúblikanaflokksins fá fleiri kappræður til að kynna stefnumál sín, ellefu talsins, þar af tvennar sem þegar hafa farið fram. Hins vegar hefur því verið haldið fram, einna helst af stuðningsmönnum annarra frambjóðenda en Hillary Clinton, að færri kappræður þýði færri tækifæri fyrir aðra frambjóðendur til að kynna stefnu sína. Þar af leiðandi er sagt auðveldara fyrir Clinton að verja forskot sitt.Formaðurinn stendur á sínu Engan bilbug er að sjá á Debbie Wasserman Schultz, formanni landssambandsins. Sem formaður hefur Schultz lokaorðið í ákvörðunum sem snúa að kappræðunum. Þrátt fyrir stöðug mótmæli flokksmanna og annarra í flokksforystunni virðist áætlunin ekki í þann mund að breytast. Samkvæmt reglum flokksins mega frambjóðendur ekki taka þátt í öðrum kappræðum en þeim sem landssambandið sér um. Ef frambjóðandi brýtur þá reglu fær hann ekki að taka þátt í stóru, opinberu kappræðunum.Clinton vill verða frambjóðandi demókrata á næsta ári eftir ósigur sinn í forvali demókrata fyrir sjö árum.Vísir/AFPClinton sigurstranglegust Hillary Clinton mælist í aðdraganda kappræðnanna með mest fylgi á landsvísu, 42 prósent, en Sanders mælist næsthæstur með 25 prósent samkvæmt meðaltalsútreikningum Real Clear Politics.Þó er einkar mjótt á munum í fyrsta ríkinu sem kýs í forvali demókrata, Iowa. Meðaltal kannana sýna Clinton með 37 prósenta fylgi en Sanders með 31 prósent. Sú nýlega könnun með stærsta úrtakið sýnir Sanders þó með 43 prósenta fylgi en Hillary með 43 prósent. Næsta fylgi sem kýs er New Hampshire, þar hefur Sanders afgerandi forystu. Hann mælist með 39 prósenta fylgi en Clinton 30 prósent.Kappræður í nótt Fyrstu kappræður frambjóðenda Demókrataflokksins fara fram aðfaranótt miðvikudags í spilavítaborginni Las Vegas í Nevadaríki. Kappræðurnar hefjast klukkan sex um kvöld að staðartíma en tvö um nótt hér á landi. Auk Sanders og Clinton munu þeir Lincoln Chafee, Martin O'Malley og Jim Webb standa á sviðinu og rökræða. Enginn þeirra þriggja mælist yfir einu prósenti í skoðanakönnunum á landsvísu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Bernie Sanders hefur lykilfylki í greipum sínum Öldungardeildarþingmaðurinn mælist nú með ríflega 9 prósentustiga forskot á helsta keppinaut sinn í New Hampshire. 6. september 2015 17:33 Ung stelpa spurði Clinton hvort kvenkyns forsetar fengju sömu laun og karlar "Forseti er eitt af þeim störfum sem þú verður að borga jafnt fyrir,“ svaraði Hillary. 21. ágúst 2015 22:20 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Bernie mælist með meira fylgi en Hillary í New Hampshire Bernie Sanders mælist með 44 prósent fylgi en Hillary Clinton 37 prósent. 12. ágúst 2015 12:55 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00
Bernie Sanders hefur lykilfylki í greipum sínum Öldungardeildarþingmaðurinn mælist nú með ríflega 9 prósentustiga forskot á helsta keppinaut sinn í New Hampshire. 6. september 2015 17:33
Ung stelpa spurði Clinton hvort kvenkyns forsetar fengju sömu laun og karlar "Forseti er eitt af þeim störfum sem þú verður að borga jafnt fyrir,“ svaraði Hillary. 21. ágúst 2015 22:20
126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00
Bernie mælist með meira fylgi en Hillary í New Hampshire Bernie Sanders mælist með 44 prósent fylgi en Hillary Clinton 37 prósent. 12. ágúst 2015 12:55