Benzema rólegur þrátt fyrir hneykslið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2015 18:30 Benzema stillir sér upp fyrir ljósmyndar á æfingu með þeim Marco Kovacic, Luka Modric og Raphael Varane. Vísir/Getty Karim Benzema, sóknarmaður franska landsliðsins og Real Madrid, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í tengslum við rannsókn frönsku lögreglunnar á fjárkúgunarmáli Mathieu Valbuena, landsliðsfélaga Benzema. Valbuena leitaði í sumar til lögreglunnar í Frakklandi eftir að hann var beittur fjárkúgun. Honum var hótað að kynlífsmyndband hans yrði sett í dreifingu nema að hann greiddi háar fjárhæðir. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Tveir knattspyrnumenn eru flæktir í málið - þeir Djibril Cisse og Benzema. Cisse var fyrst handtekinn en Benzema var svo handtekinn og yfirheyrður í síðustu viku. Hann má eiga von á því að fá ákæru á sig vegna málsins. Vísir/Getty Ég er mjög rólegur Benzema var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur og er hann nú kominn aftur til Madrídar. Fjölmiðlar í Frakklandi og á Spáni hafa gert mikið úr málinu og hittu hann að máli fyrir æfingu Real í dag. „Ég er fínn. Af hverju? Ég er mjög rólegur,“ sagði Benzema þegar hann var spurður hvernig honum liði. Hann neitaði að svara fleiri spurningum og hélt áfram leið sinni. Hvorki Benzema né Valbuena voru valdir í franska landsliðshópinn í síðustu viku en liðið á tvo vináttulandsleiki síðar í mánuðinum. Cisse, sem lék áður með Liverpool, tilkynnti fyrr í haust að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Vísir/Getty Æskuvinur bað Benzema um að vera milliliður Benzema spilaði ekki með Real sem tapaði fyrir Sevilla, 3-2, um helgina en Valbuena spilaði allan leikinn er Lyon vann 3-0 sigur á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í gær. Æskuvinur Benzema mun hafa óskað eftir því að hann yrði milliliður á milli fjárkúgunaraðilanna og Valbuena í málinu. Lögmaður Benzema segir það rangt að franski sóknarmaðurinn hafi játað nokkra sök í málinu. Búist er við því að Benzema fari fyrir dómara síðar í mánuðinum til að bera vitni í málinu. Bæði Real Madrid og Rafa Benitez, stjóri Real, standa þétt að baki Benzema. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Karim Benzema, sóknarmaður franska landsliðsins og Real Madrid, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í tengslum við rannsókn frönsku lögreglunnar á fjárkúgunarmáli Mathieu Valbuena, landsliðsfélaga Benzema. Valbuena leitaði í sumar til lögreglunnar í Frakklandi eftir að hann var beittur fjárkúgun. Honum var hótað að kynlífsmyndband hans yrði sett í dreifingu nema að hann greiddi háar fjárhæðir. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Tveir knattspyrnumenn eru flæktir í málið - þeir Djibril Cisse og Benzema. Cisse var fyrst handtekinn en Benzema var svo handtekinn og yfirheyrður í síðustu viku. Hann má eiga von á því að fá ákæru á sig vegna málsins. Vísir/Getty Ég er mjög rólegur Benzema var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur og er hann nú kominn aftur til Madrídar. Fjölmiðlar í Frakklandi og á Spáni hafa gert mikið úr málinu og hittu hann að máli fyrir æfingu Real í dag. „Ég er fínn. Af hverju? Ég er mjög rólegur,“ sagði Benzema þegar hann var spurður hvernig honum liði. Hann neitaði að svara fleiri spurningum og hélt áfram leið sinni. Hvorki Benzema né Valbuena voru valdir í franska landsliðshópinn í síðustu viku en liðið á tvo vináttulandsleiki síðar í mánuðinum. Cisse, sem lék áður með Liverpool, tilkynnti fyrr í haust að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Vísir/Getty Æskuvinur bað Benzema um að vera milliliður Benzema spilaði ekki með Real sem tapaði fyrir Sevilla, 3-2, um helgina en Valbuena spilaði allan leikinn er Lyon vann 3-0 sigur á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í gær. Æskuvinur Benzema mun hafa óskað eftir því að hann yrði milliliður á milli fjárkúgunaraðilanna og Valbuena í málinu. Lögmaður Benzema segir það rangt að franski sóknarmaðurinn hafi játað nokkra sök í málinu. Búist er við því að Benzema fari fyrir dómara síðar í mánuðinum til að bera vitni í málinu. Bæði Real Madrid og Rafa Benitez, stjóri Real, standa þétt að baki Benzema.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira