Lögreglumaður vill lögbann á vændissíður Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. desember 2015 07:00 Mestu skiptir að ná til þeirra sem stunda vændi, segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/anton brink „Lögreglan vill auka eftirlit með vændi og vefsíðum sem auglýsa vændi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur haft samband við konur og karla sem hafa boðið sig til sölu á vefsíðum, veitt þeim ráðgjöf og kynnt þeim þau úrræði sem þeim standa til boða. Nýverið var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 að tæplega hundrað konur sem segjast vera staðsettar á Íslandi eru skráðar á alþjóðlega vefsíðu fyrir fylgdarþjónustu. Á síðunni kemur fram að auðvelt sé að verða sér úti um fylgdarkonu í Reykjavík. Snorri segir síðurnar fleiri. „Við höfum reynt að ná til þeirra karla og kvenna sem hafa boðið sig til sölu á þessum síðum. Þótt margar konur séu skráðar á þessum síðum þá eru aðeins átta til tólf konur sem við vitum að eru virkar hverju sinni og einn karlmaður, síðurnar eru fleiri en ein. Varðandi það að ná til þeirra sem stunda vændi þá eiga málin ekki að snúast um hve marga kaupendur hægt er að kæra. Þessi mál eiga að snúast fyrst og fremst um að ná til þolenda og veita þeim aðstoð. Engin 12 ára stúlka eða strákur ákveður þegar staðið er fyrir framan spegil að vændi verði ævistarfið. Þetta eru í sumum tilfellum aðstæður sem hafa skapast fyrir þann sem selur sig vegna utanaðkomandi ógnar,“ segir hann. Snorri veltir því upp hvort ekki sé hægt að setja lögbann á síður sem auglýsa vændi. „Við höfum lokað síðum sem selja ólöglegt erlent niðurhal, getum við ekki líka lokað síðum sem auglýsa vændi og manneskjur til sölu? Ég velti því fyrir mér af hverju það hefur ekki verið sett fram lögbannskrafa á síður sem þessar, rétt eins og gert var með síðuna deildu.net.“ Snorri vísar í kröfu STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, um lögbann á síðuna deildu.net árið 2014. Krafan varð til þess að íslenskum fjarskiptafyrirtækjum var gert að loka á vefsíður vegna höfundarréttar. „Ég myndi vilja sjá lögbann verða að veruleika, það er komið ákveðið fordæmi í þessum efnum.“ Snorri segir dæmi um að þau sem bjóða þjónustu sína hér á landi í gegnum vefsíðurnar hafi viðurkennt að fá aðeins hluta ágóðans af sölu á kynlífi, þannig séu þau með stöðu þolenda mansals þótt þau hafi ekki óskað eftir aðstoð vegna þess. Lögreglan hafi rannsakað slík mál en ekki tekist að sanna mansal. Mansal í Vík Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
„Lögreglan vill auka eftirlit með vændi og vefsíðum sem auglýsa vændi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur haft samband við konur og karla sem hafa boðið sig til sölu á vefsíðum, veitt þeim ráðgjöf og kynnt þeim þau úrræði sem þeim standa til boða. Nýverið var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 að tæplega hundrað konur sem segjast vera staðsettar á Íslandi eru skráðar á alþjóðlega vefsíðu fyrir fylgdarþjónustu. Á síðunni kemur fram að auðvelt sé að verða sér úti um fylgdarkonu í Reykjavík. Snorri segir síðurnar fleiri. „Við höfum reynt að ná til þeirra karla og kvenna sem hafa boðið sig til sölu á þessum síðum. Þótt margar konur séu skráðar á þessum síðum þá eru aðeins átta til tólf konur sem við vitum að eru virkar hverju sinni og einn karlmaður, síðurnar eru fleiri en ein. Varðandi það að ná til þeirra sem stunda vændi þá eiga málin ekki að snúast um hve marga kaupendur hægt er að kæra. Þessi mál eiga að snúast fyrst og fremst um að ná til þolenda og veita þeim aðstoð. Engin 12 ára stúlka eða strákur ákveður þegar staðið er fyrir framan spegil að vændi verði ævistarfið. Þetta eru í sumum tilfellum aðstæður sem hafa skapast fyrir þann sem selur sig vegna utanaðkomandi ógnar,“ segir hann. Snorri veltir því upp hvort ekki sé hægt að setja lögbann á síður sem auglýsa vændi. „Við höfum lokað síðum sem selja ólöglegt erlent niðurhal, getum við ekki líka lokað síðum sem auglýsa vændi og manneskjur til sölu? Ég velti því fyrir mér af hverju það hefur ekki verið sett fram lögbannskrafa á síður sem þessar, rétt eins og gert var með síðuna deildu.net.“ Snorri vísar í kröfu STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, um lögbann á síðuna deildu.net árið 2014. Krafan varð til þess að íslenskum fjarskiptafyrirtækjum var gert að loka á vefsíður vegna höfundarréttar. „Ég myndi vilja sjá lögbann verða að veruleika, það er komið ákveðið fordæmi í þessum efnum.“ Snorri segir dæmi um að þau sem bjóða þjónustu sína hér á landi í gegnum vefsíðurnar hafi viðurkennt að fá aðeins hluta ágóðans af sölu á kynlífi, þannig séu þau með stöðu þolenda mansals þótt þau hafi ekki óskað eftir aðstoð vegna þess. Lögreglan hafi rannsakað slík mál en ekki tekist að sanna mansal.
Mansal í Vík Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira