Kominn heim og ekki á hraðferð út aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2015 06:00 Bjarni Þór Viðarsson er kominn heim. vísir/valli „Ég hef verið með hugann við að flytja heim nokkuð lengi eftir erfið ár hjá Silkeborg. Þetta var besta lausnin og gott að komast í umhverfi þar sem mér og fjölskyldunni líður vel,“ segir Bjarni Þór Viðarsson en hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FH. FH-ingar ætla sér augljóslega stóra hluti í sumar því þeir sömdu einnig við Belgann Jeremy Serwy. Sá er mikill spyrnumaður og var á mála hjá Dortmund í fyrra. Hann spilaði þó aðeins með varaliðinu og endaði hjá ungverska liðinu Újpest.Aðeins FH kom til greina Bjarni Þór er orðinn 26 ára gamall en náði aldrei að spila fyrir meistaraflokk félagsins því hann samdi við Everton aðeins 16 ára gamall. Hann hefur einnig spilað með liðum í Englandi, Belgíu og Danmörku en er nú kominn heim. „Það er gott að vera kominn heim í FH. Það er allt rosalega flott hjá þeim hérna og kom mér á óvart hvað allt er orðið flott,“ segir Bjarni en það kom ekki til greina að fara í annað félag hér heima enda faðir hans formaður FH og föðurbróðir hans formaður knattspyrnudeildar. „Það hefði ekki verið vel séð ef ég hefði farið eitthvað annað. Það hefðu þó nokkrir aðilar ekki verið sáttir og ég tók því enga áhættu.“ Hjá FH hittir Bjarni líka fyrir bróður sinn, Davíð, en þeir hafa aldrei náð að spila saman fyrir meistaraflokk. „Það á örugglega eftir að vera mjög gaman. Ég vonast til þess að við náum vel saman á vellinum og verðum ein af betri miðjum deildarinnar,“ segir Bjarni Þór en á hann ekki von á því að lenda í einhverjum bræðraátökum á vellinum? „Við eigum eflaust eftir að láta hvor annað heyra það eitthvað. Það er hluti af þessu. Við hættum að slást þegar við vorum krakkar og látum það vera núna.“Ekki að drífa sig út aftur Bjarni kemur heim hokinn af reynslu eftir langan atvinnumannsferil hjá ungum manni. „Ég þekki Ísland ekkert sérstaklega vel en hef fylgst nokkuð vel með deildinni. Ég þekki líka Heimi þjálfara vel sem er jákvætt,“ segir miðjumaðurinn en hann er ekkert að drífa sig í að komast aftur út í atvinnumennsku. „Ég ætla að einbeita mér að því að spila vel fyrir FH. Það þarf að vera freistandi tilboð ef ég fer aftur út. Það eru engin endalok að koma heim og sérstaklega þegar maður fer í svona gott félag. Við ætlum að stefna á titla næsta sumar enda með gott lið og viljum líka standa okkur í Evrópukeppninni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47 Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
„Ég hef verið með hugann við að flytja heim nokkuð lengi eftir erfið ár hjá Silkeborg. Þetta var besta lausnin og gott að komast í umhverfi þar sem mér og fjölskyldunni líður vel,“ segir Bjarni Þór Viðarsson en hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FH. FH-ingar ætla sér augljóslega stóra hluti í sumar því þeir sömdu einnig við Belgann Jeremy Serwy. Sá er mikill spyrnumaður og var á mála hjá Dortmund í fyrra. Hann spilaði þó aðeins með varaliðinu og endaði hjá ungverska liðinu Újpest.Aðeins FH kom til greina Bjarni Þór er orðinn 26 ára gamall en náði aldrei að spila fyrir meistaraflokk félagsins því hann samdi við Everton aðeins 16 ára gamall. Hann hefur einnig spilað með liðum í Englandi, Belgíu og Danmörku en er nú kominn heim. „Það er gott að vera kominn heim í FH. Það er allt rosalega flott hjá þeim hérna og kom mér á óvart hvað allt er orðið flott,“ segir Bjarni en það kom ekki til greina að fara í annað félag hér heima enda faðir hans formaður FH og föðurbróðir hans formaður knattspyrnudeildar. „Það hefði ekki verið vel séð ef ég hefði farið eitthvað annað. Það hefðu þó nokkrir aðilar ekki verið sáttir og ég tók því enga áhættu.“ Hjá FH hittir Bjarni líka fyrir bróður sinn, Davíð, en þeir hafa aldrei náð að spila saman fyrir meistaraflokk. „Það á örugglega eftir að vera mjög gaman. Ég vonast til þess að við náum vel saman á vellinum og verðum ein af betri miðjum deildarinnar,“ segir Bjarni Þór en á hann ekki von á því að lenda í einhverjum bræðraátökum á vellinum? „Við eigum eflaust eftir að láta hvor annað heyra það eitthvað. Það er hluti af þessu. Við hættum að slást þegar við vorum krakkar og látum það vera núna.“Ekki að drífa sig út aftur Bjarni kemur heim hokinn af reynslu eftir langan atvinnumannsferil hjá ungum manni. „Ég þekki Ísland ekkert sérstaklega vel en hef fylgst nokkuð vel með deildinni. Ég þekki líka Heimi þjálfara vel sem er jákvætt,“ segir miðjumaðurinn en hann er ekkert að drífa sig í að komast aftur út í atvinnumennsku. „Ég ætla að einbeita mér að því að spila vel fyrir FH. Það þarf að vera freistandi tilboð ef ég fer aftur út. Það eru engin endalok að koma heim og sérstaklega þegar maður fer í svona gott félag. Við ætlum að stefna á titla næsta sumar enda með gott lið og viljum líka standa okkur í Evrópukeppninni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47 Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47
Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12