Hinir útvöldu Skjóðan skrifar 11. febrúar 2015 13:15 Á dögunum var loðnukvótinn ríflega tvöfaldaður, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. Þetta er gleðiefni fyrir okkur Íslendinga því þjóðartekjur aukast um 20-25 milljarða að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að þessi tekjuaukning rennur í vasa fárra útvaldra og nýtist ekki þjóðinni nema takmarkað. Sjö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins fá ríflega 90 prósent viðbótarkvótans. Samkvæmt mati SFS fá Ísfélagið í Vestmannaeyjum og HB Grandi þannig á silfurfati tekjur sem nema 4-5 milljörðum. Samherji og Síldarvinnslan fá saman á bilinu 7-9 milljarða. Aðspurður segir sjávarútvegsráðherra ekki koma til greina að selja þennan viðbótarkvóta. Honum sé úthlutað eftir settum reglum. Hluti fari til útlendinga eftir gerðum samningum en megnið renni til íslenskra útgerða. Ljóst er að í endurgjaldslausri úthlutun ráðherra á tugmilljarða aflaverðmæti til örfárra innlendra útgerðarfyrirtækja felst stórfelldur gjafagjörningur, hvað sem líður milliríkjasamningum um hlutdeild erlendra ríkja í heildaraflanum. Það gjafafyrirkomulag sem komið hefur verið á í íslenskri fiskveiðistjórnun er afleitt. Hér er ekki átt við kvótakerfið sem slíkt því flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að takmarka aðgengi að viðkvæmri auðlind. Það er hins vegar fráleit útfærsla að afhenda hópi útvalinna aðgang að sameign þjóðarinnar gegn vægu eða engu gjaldi svo sem tíðkast hér á landi. Afrakstur þjóðarinnar af hinni sameiginlegu auðlind verður best hámarkaður með því að nota markaðslausnir til að hámarka tekjur í sameiginlegan sjóð landsmanna. Núverandi fyrirkomulag hlunnfer þjóðina um milljarða og jafnvel milljarðatugi á ári hverju. Þessir fjármunir lenda í vösum hinna útvöldu. En það eru ekki aðeins beinu áhrifin af gjafakvótanum og skorti á samkeppni í sjávarútvegi, sem koma illa niður á íslensku samfélagi. Fyrirtækin útvöldu nota hagnaðinn af gjafakvótanum til að láta til sín taka á ýmsum sviðum íslensks atvinnulífs. Stærstu útgerðarfyrirtækin hafa undanfarin ár fjárfest fyrir milljarðatugi. Þrátt fyrir að nú standi yfir stórfelld endurnýjun fiskiskipaflotans og mikill fjöldi skipa sé í smíðum erlendis hafa stærstu útgerðirnar rífleg fjárráð til að kaupa með manni og mús stærstu fyrirtæki landsins í greinum, sem eru ótengdar sjávarútvegi. Stærsta matvælainnflutningsfyrirtæki landsins er nýlega komið í hendur Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Sama útgerð er ráðandi eigandi Árvakurs með beinum og óbeinum hætti. Samherji keypti Olís auk þess að vera stór hluthafi í Árvakri í gegnum tengd fyrirtæki. Þessar fjársterku útgerðir brengla íslenskan fyrirtækjamarkað. Slíkt bitnar á samkeppni og samkeppnisskortur bitnar ávallt, þegar upp er staðið, á neytendum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Á dögunum var loðnukvótinn ríflega tvöfaldaður, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. Þetta er gleðiefni fyrir okkur Íslendinga því þjóðartekjur aukast um 20-25 milljarða að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að þessi tekjuaukning rennur í vasa fárra útvaldra og nýtist ekki þjóðinni nema takmarkað. Sjö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins fá ríflega 90 prósent viðbótarkvótans. Samkvæmt mati SFS fá Ísfélagið í Vestmannaeyjum og HB Grandi þannig á silfurfati tekjur sem nema 4-5 milljörðum. Samherji og Síldarvinnslan fá saman á bilinu 7-9 milljarða. Aðspurður segir sjávarútvegsráðherra ekki koma til greina að selja þennan viðbótarkvóta. Honum sé úthlutað eftir settum reglum. Hluti fari til útlendinga eftir gerðum samningum en megnið renni til íslenskra útgerða. Ljóst er að í endurgjaldslausri úthlutun ráðherra á tugmilljarða aflaverðmæti til örfárra innlendra útgerðarfyrirtækja felst stórfelldur gjafagjörningur, hvað sem líður milliríkjasamningum um hlutdeild erlendra ríkja í heildaraflanum. Það gjafafyrirkomulag sem komið hefur verið á í íslenskri fiskveiðistjórnun er afleitt. Hér er ekki átt við kvótakerfið sem slíkt því flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að takmarka aðgengi að viðkvæmri auðlind. Það er hins vegar fráleit útfærsla að afhenda hópi útvalinna aðgang að sameign þjóðarinnar gegn vægu eða engu gjaldi svo sem tíðkast hér á landi. Afrakstur þjóðarinnar af hinni sameiginlegu auðlind verður best hámarkaður með því að nota markaðslausnir til að hámarka tekjur í sameiginlegan sjóð landsmanna. Núverandi fyrirkomulag hlunnfer þjóðina um milljarða og jafnvel milljarðatugi á ári hverju. Þessir fjármunir lenda í vösum hinna útvöldu. En það eru ekki aðeins beinu áhrifin af gjafakvótanum og skorti á samkeppni í sjávarútvegi, sem koma illa niður á íslensku samfélagi. Fyrirtækin útvöldu nota hagnaðinn af gjafakvótanum til að láta til sín taka á ýmsum sviðum íslensks atvinnulífs. Stærstu útgerðarfyrirtækin hafa undanfarin ár fjárfest fyrir milljarðatugi. Þrátt fyrir að nú standi yfir stórfelld endurnýjun fiskiskipaflotans og mikill fjöldi skipa sé í smíðum erlendis hafa stærstu útgerðirnar rífleg fjárráð til að kaupa með manni og mús stærstu fyrirtæki landsins í greinum, sem eru ótengdar sjávarútvegi. Stærsta matvælainnflutningsfyrirtæki landsins er nýlega komið í hendur Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Sama útgerð er ráðandi eigandi Árvakurs með beinum og óbeinum hætti. Samherji keypti Olís auk þess að vera stór hluthafi í Árvakri í gegnum tengd fyrirtæki. Þessar fjársterku útgerðir brengla íslenskan fyrirtækjamarkað. Slíkt bitnar á samkeppni og samkeppnisskortur bitnar ávallt, þegar upp er staðið, á neytendum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira