Tilfinningin er vissulega skrítin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2015 07:00 Stefán Gíslason í leik með Breiðabliki í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Vísir/Stefán Stefán Gíslason, leikmaður Breiðabliks og fyrrverandi landsliðsmaður, hefur ákveðið að hætta knattspyrnuiðkun eftir langa baráttu við meiðsli. Stefán, sem lék sem atvinnumaður með sjö félögum í fimm löndum, er 34 ára gamall og lék á sínum tíma 32 A-landsleiki yfir sjö ára tímabil. „Síðasta árið eða svo hef ég í raun verið stanslaust meiddur,“ sagði Stefán í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég hef getað spilað með en aldrei verið 100 prósent heill. Ég gat til að mynda lítið æft síðasta sumar.“ Stefán hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa og aftan í læri og segir líklegt að þau eigi sér upptök í mjöðm eða baki. „Það er búið að skoða þetta í langan tíma og reyna ýmislegt. Ég hef lagt á mig mikla vinnu síðan í nóvember til að ná mér góðum en líkaminn segir bara stopp. Það er erfitt að hamast í þessu, ekki síst andlega, en ég hef verið lengi í þessu og nota líkamann mikið. Þetta er leiðinlegt og maður hefði viljað enda ferilinn öðruvísi en síðasta tímabil fór [hjá Breiðabliki],“ sagði Stefán en Blikar enduðu í sjöunda sæti Pepsi-deilar karla í haust. Hann segir það furðulega tilhugsun að knattspyrnuferlinum sé lokið en Stefán mun nú snúa sér að þjálfun. „Ég hef verið að melta þetta síðan í síðustu viku og tilfinningin er vissulega skrítin. En ég er ánægður með minn feril. Ég hef yfirleitt spilað mikið hjá þeim félögum sem ég hef verið hjá og spilað með mörgum liðum í mörgum löndun,“ segir Stefán sem mun áfram starfa sem þjálfari hjá Breiðabliki. „Ég hef verið að taka gráðurnar hjá KSÍ og hef starfað í 2. flokki með þeim Palla [Páli Einarssyni] og Dean [Martin]. Ég er afar áhugasamur og hef metnað til að klára að mennta mig í þjálfarafræðunum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Stefán Gíslason, leikmaður Breiðabliks og fyrrverandi landsliðsmaður, hefur ákveðið að hætta knattspyrnuiðkun eftir langa baráttu við meiðsli. Stefán, sem lék sem atvinnumaður með sjö félögum í fimm löndum, er 34 ára gamall og lék á sínum tíma 32 A-landsleiki yfir sjö ára tímabil. „Síðasta árið eða svo hef ég í raun verið stanslaust meiddur,“ sagði Stefán í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég hef getað spilað með en aldrei verið 100 prósent heill. Ég gat til að mynda lítið æft síðasta sumar.“ Stefán hefur verið að glíma við meiðsli í kálfa og aftan í læri og segir líklegt að þau eigi sér upptök í mjöðm eða baki. „Það er búið að skoða þetta í langan tíma og reyna ýmislegt. Ég hef lagt á mig mikla vinnu síðan í nóvember til að ná mér góðum en líkaminn segir bara stopp. Það er erfitt að hamast í þessu, ekki síst andlega, en ég hef verið lengi í þessu og nota líkamann mikið. Þetta er leiðinlegt og maður hefði viljað enda ferilinn öðruvísi en síðasta tímabil fór [hjá Breiðabliki],“ sagði Stefán en Blikar enduðu í sjöunda sæti Pepsi-deilar karla í haust. Hann segir það furðulega tilhugsun að knattspyrnuferlinum sé lokið en Stefán mun nú snúa sér að þjálfun. „Ég hef verið að melta þetta síðan í síðustu viku og tilfinningin er vissulega skrítin. En ég er ánægður með minn feril. Ég hef yfirleitt spilað mikið hjá þeim félögum sem ég hef verið hjá og spilað með mörgum liðum í mörgum löndun,“ segir Stefán sem mun áfram starfa sem þjálfari hjá Breiðabliki. „Ég hef verið að taka gráðurnar hjá KSÍ og hef starfað í 2. flokki með þeim Palla [Páli Einarssyni] og Dean [Martin]. Ég er afar áhugasamur og hef metnað til að klára að mennta mig í þjálfarafræðunum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Enski boltinn Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira