Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2016 20:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra í þættinum Eyjunni í umsjón Björns Inga Hrafnssonar á Stöð 2 í kvöld. „Tökum dæmi af stóru og umdeildu máli eins og verðtryggingunni. Þar hafa menn tekist á árum saman og ekki náð að leiða það til lykta í rökræðu. Ríkisstjórnin er með ákveðin áform í því efni sem hún vinnur að. Við finnum fyrir mótþróa á ýmsum stöðum og höldum áfram að reyna að ýta þessu áfram og breyta og bæta fjármálakerfið. [...] Þetta er mál sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á bakvið sig í því að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigmundur Davíð. Björn Ingi spurði forsætisráðherra beint hvort verðtryggingin væri mál sem hann væri til í þjóðaratkvæðagreiðslu og sagði Sigmundur að hann væri tvímælalaust til í það. Hann kvaðst sannfærður um að hann fengi stuðning þjóðarinnar við afstöðu sína en eins og kunnugt er hefur Sigmundur talað fyrir afnámi verðtryggingar. „En jafnvel þó ég væri það ekki þá ætti ég samt að vera til í þetta vegna þess að ég ætti þá bara að sætta mig við það og auðvitað myndi ég gera það.“ Sigmundur sagði að með auknu beinu lýðræði myndi umræða sem byggðist á staðreyndum málsins aukast. „Þegar menn þurfa að fara að greiða atkvæði þá fara menn að ræða hlutina og skoða þá út frá staðreyndunum, rökræða þá en þegar ekkert slíkt er undir þá eru fullyrðingarnar út og suður og við heyrum bara frá mönnum eins og Þorsteini Pálssyni og slíkum.“ Seinni hluta viðtals Björns Inga við Sigmund má sjá í klippunni hér að ofan en umræða um þjóðaratkvæðagreiðslu og verðtrygginguna hefst þegar um það bil 9 mínútur eru liðnar af viðtalinu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra í þættinum Eyjunni í umsjón Björns Inga Hrafnssonar á Stöð 2 í kvöld. „Tökum dæmi af stóru og umdeildu máli eins og verðtryggingunni. Þar hafa menn tekist á árum saman og ekki náð að leiða það til lykta í rökræðu. Ríkisstjórnin er með ákveðin áform í því efni sem hún vinnur að. Við finnum fyrir mótþróa á ýmsum stöðum og höldum áfram að reyna að ýta þessu áfram og breyta og bæta fjármálakerfið. [...] Þetta er mál sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á bakvið sig í því að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigmundur Davíð. Björn Ingi spurði forsætisráðherra beint hvort verðtryggingin væri mál sem hann væri til í þjóðaratkvæðagreiðslu og sagði Sigmundur að hann væri tvímælalaust til í það. Hann kvaðst sannfærður um að hann fengi stuðning þjóðarinnar við afstöðu sína en eins og kunnugt er hefur Sigmundur talað fyrir afnámi verðtryggingar. „En jafnvel þó ég væri það ekki þá ætti ég samt að vera til í þetta vegna þess að ég ætti þá bara að sætta mig við það og auðvitað myndi ég gera það.“ Sigmundur sagði að með auknu beinu lýðræði myndi umræða sem byggðist á staðreyndum málsins aukast. „Þegar menn þurfa að fara að greiða atkvæði þá fara menn að ræða hlutina og skoða þá út frá staðreyndunum, rökræða þá en þegar ekkert slíkt er undir þá eru fullyrðingarnar út og suður og við heyrum bara frá mönnum eins og Þorsteini Pálssyni og slíkum.“ Seinni hluta viðtals Björns Inga við Sigmund má sjá í klippunni hér að ofan en umræða um þjóðaratkvæðagreiðslu og verðtrygginguna hefst þegar um það bil 9 mínútur eru liðnar af viðtalinu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira