Sá ríkasti eyðir minnstu í baráttuna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Donald Trump hrósaði sigri í forkosningum í Suður-Karólínu. Hefur hann nú unnið tvö af fyrstu þremur fylkjunum, en hann vann í New Hampshire og var í öðru sæti í Iowa. Nordicphotos/AFP Auðkýfingurinn Donald Trump vann stórsigur um helgina í forkosningum repúblikana í Suður-Karólínu um hver verður forsetaefni flokksins. Hlaut Trump 32,5 prósent atkvæða en á hæla honum komu öldungadeildarþingmennirnir Marco Rubio og Ted Cruz með um 22 prósent hvor. Aðrir fengu undir tíu prósent atkvæða, meðal annars Jeb Bush sem tilkynnti að hann sæktist ekki lengur eftir útnefningunni þegar úrslitin voru orðin ljós.Sá ríkasti eyðir minnstu Þrátt fyrir að vera langríkasti frambjóðandinn í ár, talinn eiga um 4,5 milljarða bandaríkjadala eða um 580 milljarða íslenskra króna, hefur Donald Trump eytt mun minna í kosningabaráttu sína en keppinautar hans. Samkvæmt skjölum Alríkiskosningastofnunar Bandaríkjanna (FEC) hefur Trump eytt um þremur milljörðum króna, Ted Cruz um átta milljörðum og Marco Rubio um tíu milljörðum. Eyðsla þeirra bliknar þó í samanburði við eyðslu fyrrverandi ríkisstjórans Jebs Bush sem eyddi tæpum tuttugu milljörðum í sína kosningabaráttu sem nú er á enda. Trump hefur byggt kosningabaráttu sína á því að einoka fjölmiðlaumfjöllun með því að koma með digurbarkalegar yfirlýsingar. Meðal annars um að byggja skuli vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að múslimum eigi að vera meinuð innganga í landið. Hefur hann því ekki þurft að eyða stórfé í auglýsingar til að kynna sig. Demókratar hafa einnig eytt fúlgum fjár í sína kosningabaráttu. Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú, sem fékk um 52 prósent atkvæða í forkosningum flokksins í Nevada, hefur eytt um þrettán milljörðum króna og öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem fékk um 47 prósent atkvæða, rúmlega tíu milljörðum.Uppreisn gegn hefðinni Árið 2007 úrskurðaði hæstiréttur Bandaríkjanna samtökunum Citizens United í vil í máli þeirra gegn Alríkiskosningastofnuninni. Gerði sá úrskurður fjársterkum aðilum kleift að stofna óháða kosningasjóði fyrir frambjóðendur, svokallaða Super PACs. Hefur síðan þá myndast hefð fyrir þess lags sjóðum og eyddu sjóðir milljörðum í kosningabaráttu Baracks Obama forseta á sínum tíma. Flestir frambjóðenda í ár njóta stuðnings stórra sjóða. Til að mynda safnaði sjóðurinn Right to Rise um fimmtán milljörðum fyrir Jeb Bush, sjóðurinn Priorities USA Action um fimm milljörðum fyrir Hillary Clinton og sjóðirnir Keep the Promsise I, II og III svipuðu samanlagt fyrir Ted Cruz. Þrátt fyrir að vera ekki með neina stóra Super PACs á bak við sig hafa þeir Donald Trump og Bernie Sanders skákað þessari nýlegu hefð, en á mismunandi hátt. Báðir vilja þeir berjast gegn því að fjársterkir aðilar geti styrkt stjórnmálamenn svo mikið og hafa þeir sagt að fjársterkir aðilar reyni að kaupa sér velvild frambjóðenda. Munurinn liggur þó í því að Trump fjármagnar sína eigin kosningabaráttu en Sanders er fjármagnaður af hinum almenna borgara. Þannig hefur Sanders fengið um fjórar milljónir smærri styrkja og er meðaltalsupphæð styrkja sem Sanders hefur fengið um 3.500 krónur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45 Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Jeb Bush dregur sig í hlé Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. 21. febrúar 2016 08:45 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Auðkýfingurinn Donald Trump vann stórsigur um helgina í forkosningum repúblikana í Suður-Karólínu um hver verður forsetaefni flokksins. Hlaut Trump 32,5 prósent atkvæða en á hæla honum komu öldungadeildarþingmennirnir Marco Rubio og Ted Cruz með um 22 prósent hvor. Aðrir fengu undir tíu prósent atkvæða, meðal annars Jeb Bush sem tilkynnti að hann sæktist ekki lengur eftir útnefningunni þegar úrslitin voru orðin ljós.Sá ríkasti eyðir minnstu Þrátt fyrir að vera langríkasti frambjóðandinn í ár, talinn eiga um 4,5 milljarða bandaríkjadala eða um 580 milljarða íslenskra króna, hefur Donald Trump eytt mun minna í kosningabaráttu sína en keppinautar hans. Samkvæmt skjölum Alríkiskosningastofnunar Bandaríkjanna (FEC) hefur Trump eytt um þremur milljörðum króna, Ted Cruz um átta milljörðum og Marco Rubio um tíu milljörðum. Eyðsla þeirra bliknar þó í samanburði við eyðslu fyrrverandi ríkisstjórans Jebs Bush sem eyddi tæpum tuttugu milljörðum í sína kosningabaráttu sem nú er á enda. Trump hefur byggt kosningabaráttu sína á því að einoka fjölmiðlaumfjöllun með því að koma með digurbarkalegar yfirlýsingar. Meðal annars um að byggja skuli vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að múslimum eigi að vera meinuð innganga í landið. Hefur hann því ekki þurft að eyða stórfé í auglýsingar til að kynna sig. Demókratar hafa einnig eytt fúlgum fjár í sína kosningabaráttu. Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú, sem fékk um 52 prósent atkvæða í forkosningum flokksins í Nevada, hefur eytt um þrettán milljörðum króna og öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem fékk um 47 prósent atkvæða, rúmlega tíu milljörðum.Uppreisn gegn hefðinni Árið 2007 úrskurðaði hæstiréttur Bandaríkjanna samtökunum Citizens United í vil í máli þeirra gegn Alríkiskosningastofnuninni. Gerði sá úrskurður fjársterkum aðilum kleift að stofna óháða kosningasjóði fyrir frambjóðendur, svokallaða Super PACs. Hefur síðan þá myndast hefð fyrir þess lags sjóðum og eyddu sjóðir milljörðum í kosningabaráttu Baracks Obama forseta á sínum tíma. Flestir frambjóðenda í ár njóta stuðnings stórra sjóða. Til að mynda safnaði sjóðurinn Right to Rise um fimmtán milljörðum fyrir Jeb Bush, sjóðurinn Priorities USA Action um fimm milljörðum fyrir Hillary Clinton og sjóðirnir Keep the Promsise I, II og III svipuðu samanlagt fyrir Ted Cruz. Þrátt fyrir að vera ekki með neina stóra Super PACs á bak við sig hafa þeir Donald Trump og Bernie Sanders skákað þessari nýlegu hefð, en á mismunandi hátt. Báðir vilja þeir berjast gegn því að fjársterkir aðilar geti styrkt stjórnmálamenn svo mikið og hafa þeir sagt að fjársterkir aðilar reyni að kaupa sér velvild frambjóðenda. Munurinn liggur þó í því að Trump fjármagnar sína eigin kosningabaráttu en Sanders er fjármagnaður af hinum almenna borgara. Þannig hefur Sanders fengið um fjórar milljónir smærri styrkja og er meðaltalsupphæð styrkja sem Sanders hefur fengið um 3.500 krónur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45 Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Jeb Bush dregur sig í hlé Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. 21. febrúar 2016 08:45 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hillary Clinton sigraði í Nevada Hillary Clinton sigraði Bernie Sanders naumlega í forkosningum Demókrata í Nevada-ríki. 20. febrúar 2016 23:45
Ungar konur styðja Sanders Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um. 20. febrúar 2016 07:00
Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45
Jeb Bush dregur sig í hlé Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. 21. febrúar 2016 08:45