Ungar konur styðja Sanders Snærós Sindradóttir skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Bernie Sanders er gríðarlega vinsæll á meðal ungs fólks en síður meðal svartra. Kosningaherferð hans miðar að því að ná til svartra kjósenda. Vísir/EPA Bernie Sanders, 74 ára gamall maður með áratugi að baki í stjórnmálum, er óvænt að næla í atkvæði ungra kvenna í Bandaríkjunum í stórum stíl. Nýjar kannanir sýna að stuðningur kvenna undir 35 ára við Sanders er nærri tuttugu prósentum meiri en við mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton, í slagnum um útnefningu Demókrataflokksins í forsetaembættið. Samkvæmt fréttastofu NBC studdu 55 prósent kvenna Bernie Sanders í kosningunum í New Hampshire en aðeins 44 prósent studdu Hillary. Fjölmiðlar ytra reyna eftir fremsta mætti að leita svara við því hvers vegna Sanders er svona vinsæll á meðal ungra kvenna. Ekkert einfalt svar virðist til. Mest lesna kvennatímarit í heimi, Cosmopolitan, birti á fimmtudag viðtal við ungar konur um stuðning þeirra við Sanders. „Hann er óhræddur við að segja það sem hann hugsar, hvað honum finnst skynsamlegt og er mjög mannúðlegur. Hann hefur enga tengingu við Wall Street og aðra hagsmunahópa,“ segir Elizabeth Lee, 21 árs gamall háskólanemi. Hún kveður Sanders höfða til þess sem meirihluti þjóðarinnar þarf og vill. „Ég er mikið spurð að því hvers vegna ég styð ekki Hillary en ég held að þetta snúist ekki um að ég styðji hana ekki. Ég samsama mig Bernie bara innilega og ég held að hann sé meira alvöru. Hann er virkilega að berjast fyrir alla en ekki nokkra útvalda,“ segir Emmy Ham, 22 ára. Fjölmiðlar telja ungar konur fráhverfar þeirri hugmynd að þær séu skyldugar til að kjósa Clinton einungis vegna þess að hún sé kona. Tvær þekktar baráttukonur, Gloria Steinem og Madeleine Albright, gengu nærri frá Clinton á meðal þessa hóps þegar þær gáfu í skyn að ungu konurnar hefðu ekki hugsun á að kjósa annan en þann sem strákarnir ætluðu að kjósa. Albright gekk svo langt að segja að það væri staður í helvíti fyrir konur sem „hjálpa ekki hver annarri“. „Það að kjósa konu af því hún er kona er merki um kynjamisrétti?…Ungar konur eins og ég vita að kyn fólks er ekki það sem gerir það að femínistum,“ sagði Ariana Javidi við CNN. Bernie hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé femínisti og getur sýnt fram á það með áralangri baráttu. Í dag er kosið í Nevada. Sanders og Clinton eru nærri hnífjöfn í skoðanakönnunum. Könnun CNN sýnir að stuðningur við Clinton er 48 prósent en við Sanders 47 prósent. Í næstu viku er síðan kosið í Suður-Karólínu. Þar er Hillary nær örugg um sigur með mikið fylgi svartra kjósenda, ungra sem aldinna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bernie Sanders, 74 ára gamall maður með áratugi að baki í stjórnmálum, er óvænt að næla í atkvæði ungra kvenna í Bandaríkjunum í stórum stíl. Nýjar kannanir sýna að stuðningur kvenna undir 35 ára við Sanders er nærri tuttugu prósentum meiri en við mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton, í slagnum um útnefningu Demókrataflokksins í forsetaembættið. Samkvæmt fréttastofu NBC studdu 55 prósent kvenna Bernie Sanders í kosningunum í New Hampshire en aðeins 44 prósent studdu Hillary. Fjölmiðlar ytra reyna eftir fremsta mætti að leita svara við því hvers vegna Sanders er svona vinsæll á meðal ungra kvenna. Ekkert einfalt svar virðist til. Mest lesna kvennatímarit í heimi, Cosmopolitan, birti á fimmtudag viðtal við ungar konur um stuðning þeirra við Sanders. „Hann er óhræddur við að segja það sem hann hugsar, hvað honum finnst skynsamlegt og er mjög mannúðlegur. Hann hefur enga tengingu við Wall Street og aðra hagsmunahópa,“ segir Elizabeth Lee, 21 árs gamall háskólanemi. Hún kveður Sanders höfða til þess sem meirihluti þjóðarinnar þarf og vill. „Ég er mikið spurð að því hvers vegna ég styð ekki Hillary en ég held að þetta snúist ekki um að ég styðji hana ekki. Ég samsama mig Bernie bara innilega og ég held að hann sé meira alvöru. Hann er virkilega að berjast fyrir alla en ekki nokkra útvalda,“ segir Emmy Ham, 22 ára. Fjölmiðlar telja ungar konur fráhverfar þeirri hugmynd að þær séu skyldugar til að kjósa Clinton einungis vegna þess að hún sé kona. Tvær þekktar baráttukonur, Gloria Steinem og Madeleine Albright, gengu nærri frá Clinton á meðal þessa hóps þegar þær gáfu í skyn að ungu konurnar hefðu ekki hugsun á að kjósa annan en þann sem strákarnir ætluðu að kjósa. Albright gekk svo langt að segja að það væri staður í helvíti fyrir konur sem „hjálpa ekki hver annarri“. „Það að kjósa konu af því hún er kona er merki um kynjamisrétti?…Ungar konur eins og ég vita að kyn fólks er ekki það sem gerir það að femínistum,“ sagði Ariana Javidi við CNN. Bernie hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé femínisti og getur sýnt fram á það með áralangri baráttu. Í dag er kosið í Nevada. Sanders og Clinton eru nærri hnífjöfn í skoðanakönnunum. Könnun CNN sýnir að stuðningur við Clinton er 48 prósent en við Sanders 47 prósent. Í næstu viku er síðan kosið í Suður-Karólínu. Þar er Hillary nær örugg um sigur með mikið fylgi svartra kjósenda, ungra sem aldinna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira