Trump og Clinton með ótvíræða forystu Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. mars 2016 07:00 Kjósendur á kjörfundi Demókrataflokksins í Denver í Colorado á þriðjudaginn. Fyrirkomulag kosninga er misjafnt eftir ríkjum. Sums staðar eru kallaðir saman fundir þar sem atkvæði eru greidd. Nordicphotos/AFP Bernie Sanders benti félögum sínum í Demókrataflokknum á að enn eigi forkosningar eftir að fara fram í 35 af 50 ríkjum Bandríkjanna. Hann ætli sér alls ekki að gefast upp strax, þótt hann hafi beðið lægri hlut í flestum þeirra 15 ríkja sem búin eru að halda forkosningar. „Leyfið mér að fullvissa ykkur um að við ætlum að fara með baráttu okkar fyrir efnahagslegu réttlæti, fyrir félagslegu réttlæti, fyrir umhverfisheilbrigði og fyrir friði í heiminum til allra þessara ríkja,“ sagði hann við stuðningsmenn sína í Vermont, þar sem hann vann sinn stærsta sigur. Enda er hann þar á heimaslóðum. Fáir virðast þó telja hann líklegan til sigurs úr þessu. Clinton bar sigur úr býtum í átta af þeim tólf ríkjum, sem kosið var í á þriðjudaginn. Hún er þar með komin með yfirburðastöðu í kappi þeirra Sanders um að verða forsetaefni demókrata, þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta í nóvember. Hjá Repúblikönum styrkti síðan hinn yfirlýsingaglaði Donald Trump stöðu sína til muna, helstu ráðamönnum flokksins til mikillar skelfingar.„Þetta er flokkur Lincolns,“ sagði repúblikaninn Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og vísaði óbeint til þess að Donald Trump hafi ekki brugðist harkalega við þegar hann frétti að einn helsti forsprakki Ku Klux Klan samtakanna hafði lýst yfir stuðningi við hann. „Ef einhver vill verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins, þá duga engin undanbrögð eða leikaraskapur,“ sagði Ryan. „Þeir verða að afneita öllum samtökum og stefnumálum sem eru byggð á þröngsýni. Þessi flokkur nærist ekki á fordómum fólks.“ Trump bar sig hins vegar mannalega, sagðist ekki þekkja Ryan sérlega vel en þeim ætti örugglega eftir að koma ágætlega saman. „Ég er maður sem sameina fólk. Ég veit að fólk á eftir að eiga svolítið erfitt með að trúa því, en trúið mér: ég sameina fólk,“ sagði Trump við blaðamenn. „Flokkurinn okkar er að stækka.“ Hann sagðist ekki ætla að sýna Hillary Clinton neina miskunn, fari svo að þau tvö verði forsetaefni flokkanna tveggja: „Þegar öllu þessu er lokið ætla ég að ráðast gegn Hillary Clinton, að því gefnu að henni verði leyft að fara í framboð.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bernie Sanders benti félögum sínum í Demókrataflokknum á að enn eigi forkosningar eftir að fara fram í 35 af 50 ríkjum Bandríkjanna. Hann ætli sér alls ekki að gefast upp strax, þótt hann hafi beðið lægri hlut í flestum þeirra 15 ríkja sem búin eru að halda forkosningar. „Leyfið mér að fullvissa ykkur um að við ætlum að fara með baráttu okkar fyrir efnahagslegu réttlæti, fyrir félagslegu réttlæti, fyrir umhverfisheilbrigði og fyrir friði í heiminum til allra þessara ríkja,“ sagði hann við stuðningsmenn sína í Vermont, þar sem hann vann sinn stærsta sigur. Enda er hann þar á heimaslóðum. Fáir virðast þó telja hann líklegan til sigurs úr þessu. Clinton bar sigur úr býtum í átta af þeim tólf ríkjum, sem kosið var í á þriðjudaginn. Hún er þar með komin með yfirburðastöðu í kappi þeirra Sanders um að verða forsetaefni demókrata, þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta í nóvember. Hjá Repúblikönum styrkti síðan hinn yfirlýsingaglaði Donald Trump stöðu sína til muna, helstu ráðamönnum flokksins til mikillar skelfingar.„Þetta er flokkur Lincolns,“ sagði repúblikaninn Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og vísaði óbeint til þess að Donald Trump hafi ekki brugðist harkalega við þegar hann frétti að einn helsti forsprakki Ku Klux Klan samtakanna hafði lýst yfir stuðningi við hann. „Ef einhver vill verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins, þá duga engin undanbrögð eða leikaraskapur,“ sagði Ryan. „Þeir verða að afneita öllum samtökum og stefnumálum sem eru byggð á þröngsýni. Þessi flokkur nærist ekki á fordómum fólks.“ Trump bar sig hins vegar mannalega, sagðist ekki þekkja Ryan sérlega vel en þeim ætti örugglega eftir að koma ágætlega saman. „Ég er maður sem sameina fólk. Ég veit að fólk á eftir að eiga svolítið erfitt með að trúa því, en trúið mér: ég sameina fólk,“ sagði Trump við blaðamenn. „Flokkurinn okkar er að stækka.“ Hann sagðist ekki ætla að sýna Hillary Clinton neina miskunn, fari svo að þau tvö verði forsetaefni flokkanna tveggja: „Þegar öllu þessu er lokið ætla ég að ráðast gegn Hillary Clinton, að því gefnu að henni verði leyft að fara í framboð.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira