Davíð Þór íhugar forsetaframboð: Vill berjast gegn uppgangi útlendingahaturs Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2016 15:46 Davíð Þór Jónsson. Vísir/Pjetur Davíð Þór Jónsson, héraðsprestur á Eskifirði, hefur undanfarnar vikur íhugað alvarlega forsetaframboð. Hann leitast nú eftir að fá svör við því hvort kjósendur vilja frambjóðanda sem mun taka einarða afstöðu gegn uppgangi útlendingahaturs og hvort kjósendur treysti honum til að vera talsmaður þeirrar hugsjónar? Hann segir fjölskyldu hans hafa verið með önnur plön sem hún var mjög sátt við en Davíð segir að komið hafi að þeim tímapunkti að hann gat ekki lengur leitt áskoranir hjá sér.Uggur í mörgum Davíð Þór segist í gegnum tíðina hafa varað við uppgangi útlendingahaturs og íslamafóbíu. „Við búum í samfélagi þar sem grunngildum samfélagsins hefur verið sagt stríð á hendur af ákveðnum hópi fólks. Við sjáum mjög hættulega þróun eiga sér stað á meginlandi Evrópu og meira segja vestanhafs líka þar sem hún birtist í persónu Donalds Trump. Það er uggur í mörgum og fólk sér fram á það í þessum kosningum standi þjóðinni til boða að taka mjög einarða afstöðu gegn þessari þróun og ákveðinn hópur sér í mér, og hvernig ég hef talað að undanförnu, trúverðugan valkost,“ segir Davíð Þór.Davíð Þór trúir því að Íslendingar vilji stjórnast af mannúð og kærleika, ekki tortryggni og vænisýki. Fréttablaðið/ValliGætum sent skýr skilaboð Hann segir þá sem höllustum fæti standa sitji undir linnulausum árásum og í þessum kosningum hafi Íslendingar tækifæri til að senda skýr skilaboð. „Við höfum tækifæri til að segja við þau: Verið óhrædd, þið eru óhult. Þeir sem tala svona eru hávær minnihluta hópur. Ísland er gott land,“ segir Davíð.Mannréttindi ekki komin til að vera Hann trúir því að Íslendingar vilji stjórnast af mannúð og kærleika, ekki tortryggni og vænisýki. „Reynslan sýnir okkur líka hvert þetta leiðir. Mannréttindi eru ekki komin til að vera. Þetta getur þróast í öfuga átt og við höfum séð það gerast. Og jafnvel þó við séum ekki múslimar eða samkynhneigðir, þá er bara spurning hvenær verður búið að vega nógu mikið að nógu mörgum minnihlutahópum til að röðin verði komin að okkur,“ segir Davíð Þór.Embættið tímaskekkja ef kosningar snúast um orðuveitingar Hann segir að ef forsetakosningar muni snúast um orðuveitingar, þá sé embættið tímaskekkja. „Vald forseta er tvennskonar. Það er annars vegar málskotsrétturinn, og hafi núverandi forseti heiður fyrir að hafa virkjað hann, en það þarf að vera á hreinu að það sé ekki háð duttlungum forseta hvernig honum er beitt, og næsti forseti verður að leggja fram mjög skýra kríteríu með hvaða hætti hann mun beita málskotsréttinum,“ segir Davíð Þór. Það sem hann telur hins vegar vera mikilvægara hlutverk forsetans er það áhrifavald sem hann hefur í krafti embættisins og persónu. „Þá er spurning í þágu hvaða hugsjóna og gilda ætlar hann að beita því valdi,“ segir Davíð Þór sem vill að forsetinn taki sér mjög skýra afstöðu réttu megin við víglínuna og þá gegn öfga þjóðernishyggju.Forsetinn tali ekki í hálfkveðnum vísum „Forsetinn þarf að tala umbúðalaust hátt og skýrt en ekki í hálfkveðnum vísum. Fasistar og frjálslynt fólk getur ekki sameinast um neitt sem skiptir máli. Forseti sem er svo upptekinn af því að vera sameiningartákn að hann þorir ekki að fá fasistana upp á móti sér, það er forseti sem ekki skiptir neinu máli. Ég vil að forsetinn skipti máli. Ég vil að það sé á hreinu fyrir hvað hann stendur. Ég vil að hann standi fyrir þau gildi sem er verið að ráðast á núna og ég trú því að meirihluti þjóðarinnar vilji byggja samfélagið á. Ég vil að hann standi fyrir hugsjónir mannúðar, mannréttinda og menningar,“ segir Davíð Þór.Öflin sem ógna berjast gegn menningu Hann bendir á að þau öfl sem ógna samfélagi okkar tali hátt um íslenska menningu en á hinn bóginn ráðast þau á þá sem reyna að halda uppi menningu Íslendinga. Forsetinn þurfi að vera í fylkingarbrjósti þeirra sem vilja halda uppi menningu okkar. „Að hann sé ekki einhvers staðar á hliðarlínunni og tali í hálfkveðnum vísum og gæti þess alltaf að haga orðum sínum þannig að allir geti túlkað þau sér í hag,“ segir Davíð Þór.Forsetaframboð stórfyrirtæki Hann segist vera búinn að ákveða að um leið og hann fær þokkalega tilfinningu fyrir því hvort hugmyndir hans um forsetaembættið njóti nógu mikils fylgis og að fólk treysti honum til að vera í forsvari fyrir þær, þá muni hann tilkynna um ákvörðun sína, en framboðsfresturinn rennur út 20. maí. „Þannig að það er svo sem nógur tími, en það mun taka tíma að hrinda því í framkvæmd. Forsetaframboð er stórfyrirtæki það er ekkert sem einn héraðsprestur gerir í eldhúsinu sínu á Eskifirði. Ég hef ekki margar vikur til þess en ég mun taka hana eins fljótt og mér sýnist ég vera búinn að fá svör við þessum tveimur spurningum: Er þetta eitthvað sem fólk er reiðubúið að láta þessar kosningar snúast um og er ég maðurinn sem fólk treystir til að vera talsmaður þessara hugsjóna,“ segir Davíð Þór. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08 Yfirgnæfandi líkur á því að Össur fari fram í forsetann Samkvæmt heimildum Vísis eru yfirgnæfandi líkur á því að Össur Skarphéðinsson gefi kost á sér í forsetaframboð. 9. mars 2016 12:02 Bæring Ólafsson býður sig fram til forseta Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri Coca Cola International, hefur ákvæðið að bjóða sig fram til forseta. 18. mars 2016 10:18 Halla vill að á Bessastöðum verði opinn umræðuvettvangur fyrir þjóðina Halla Tómasdóttir segir að hún muni setja sér vinnureglur varðandi beitingu synjunarvalds forseta Íslands verði hún kjörin í embættið. 17. mars 2016 19:14 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Davíð Þór Jónsson, héraðsprestur á Eskifirði, hefur undanfarnar vikur íhugað alvarlega forsetaframboð. Hann leitast nú eftir að fá svör við því hvort kjósendur vilja frambjóðanda sem mun taka einarða afstöðu gegn uppgangi útlendingahaturs og hvort kjósendur treysti honum til að vera talsmaður þeirrar hugsjónar? Hann segir fjölskyldu hans hafa verið með önnur plön sem hún var mjög sátt við en Davíð segir að komið hafi að þeim tímapunkti að hann gat ekki lengur leitt áskoranir hjá sér.Uggur í mörgum Davíð Þór segist í gegnum tíðina hafa varað við uppgangi útlendingahaturs og íslamafóbíu. „Við búum í samfélagi þar sem grunngildum samfélagsins hefur verið sagt stríð á hendur af ákveðnum hópi fólks. Við sjáum mjög hættulega þróun eiga sér stað á meginlandi Evrópu og meira segja vestanhafs líka þar sem hún birtist í persónu Donalds Trump. Það er uggur í mörgum og fólk sér fram á það í þessum kosningum standi þjóðinni til boða að taka mjög einarða afstöðu gegn þessari þróun og ákveðinn hópur sér í mér, og hvernig ég hef talað að undanförnu, trúverðugan valkost,“ segir Davíð Þór.Davíð Þór trúir því að Íslendingar vilji stjórnast af mannúð og kærleika, ekki tortryggni og vænisýki. Fréttablaðið/ValliGætum sent skýr skilaboð Hann segir þá sem höllustum fæti standa sitji undir linnulausum árásum og í þessum kosningum hafi Íslendingar tækifæri til að senda skýr skilaboð. „Við höfum tækifæri til að segja við þau: Verið óhrædd, þið eru óhult. Þeir sem tala svona eru hávær minnihluta hópur. Ísland er gott land,“ segir Davíð.Mannréttindi ekki komin til að vera Hann trúir því að Íslendingar vilji stjórnast af mannúð og kærleika, ekki tortryggni og vænisýki. „Reynslan sýnir okkur líka hvert þetta leiðir. Mannréttindi eru ekki komin til að vera. Þetta getur þróast í öfuga átt og við höfum séð það gerast. Og jafnvel þó við séum ekki múslimar eða samkynhneigðir, þá er bara spurning hvenær verður búið að vega nógu mikið að nógu mörgum minnihlutahópum til að röðin verði komin að okkur,“ segir Davíð Þór.Embættið tímaskekkja ef kosningar snúast um orðuveitingar Hann segir að ef forsetakosningar muni snúast um orðuveitingar, þá sé embættið tímaskekkja. „Vald forseta er tvennskonar. Það er annars vegar málskotsrétturinn, og hafi núverandi forseti heiður fyrir að hafa virkjað hann, en það þarf að vera á hreinu að það sé ekki háð duttlungum forseta hvernig honum er beitt, og næsti forseti verður að leggja fram mjög skýra kríteríu með hvaða hætti hann mun beita málskotsréttinum,“ segir Davíð Þór. Það sem hann telur hins vegar vera mikilvægara hlutverk forsetans er það áhrifavald sem hann hefur í krafti embættisins og persónu. „Þá er spurning í þágu hvaða hugsjóna og gilda ætlar hann að beita því valdi,“ segir Davíð Þór sem vill að forsetinn taki sér mjög skýra afstöðu réttu megin við víglínuna og þá gegn öfga þjóðernishyggju.Forsetinn tali ekki í hálfkveðnum vísum „Forsetinn þarf að tala umbúðalaust hátt og skýrt en ekki í hálfkveðnum vísum. Fasistar og frjálslynt fólk getur ekki sameinast um neitt sem skiptir máli. Forseti sem er svo upptekinn af því að vera sameiningartákn að hann þorir ekki að fá fasistana upp á móti sér, það er forseti sem ekki skiptir neinu máli. Ég vil að forsetinn skipti máli. Ég vil að það sé á hreinu fyrir hvað hann stendur. Ég vil að hann standi fyrir þau gildi sem er verið að ráðast á núna og ég trú því að meirihluti þjóðarinnar vilji byggja samfélagið á. Ég vil að hann standi fyrir hugsjónir mannúðar, mannréttinda og menningar,“ segir Davíð Þór.Öflin sem ógna berjast gegn menningu Hann bendir á að þau öfl sem ógna samfélagi okkar tali hátt um íslenska menningu en á hinn bóginn ráðast þau á þá sem reyna að halda uppi menningu Íslendinga. Forsetinn þurfi að vera í fylkingarbrjósti þeirra sem vilja halda uppi menningu okkar. „Að hann sé ekki einhvers staðar á hliðarlínunni og tali í hálfkveðnum vísum og gæti þess alltaf að haga orðum sínum þannig að allir geti túlkað þau sér í hag,“ segir Davíð Þór.Forsetaframboð stórfyrirtæki Hann segist vera búinn að ákveða að um leið og hann fær þokkalega tilfinningu fyrir því hvort hugmyndir hans um forsetaembættið njóti nógu mikils fylgis og að fólk treysti honum til að vera í forsvari fyrir þær, þá muni hann tilkynna um ákvörðun sína, en framboðsfresturinn rennur út 20. maí. „Þannig að það er svo sem nógur tími, en það mun taka tíma að hrinda því í framkvæmd. Forsetaframboð er stórfyrirtæki það er ekkert sem einn héraðsprestur gerir í eldhúsinu sínu á Eskifirði. Ég hef ekki margar vikur til þess en ég mun taka hana eins fljótt og mér sýnist ég vera búinn að fá svör við þessum tveimur spurningum: Er þetta eitthvað sem fólk er reiðubúið að láta þessar kosningar snúast um og er ég maðurinn sem fólk treystir til að vera talsmaður þessara hugsjóna,“ segir Davíð Þór.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08 Yfirgnæfandi líkur á því að Össur fari fram í forsetann Samkvæmt heimildum Vísis eru yfirgnæfandi líkur á því að Össur Skarphéðinsson gefi kost á sér í forsetaframboð. 9. mars 2016 12:02 Bæring Ólafsson býður sig fram til forseta Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri Coca Cola International, hefur ákvæðið að bjóða sig fram til forseta. 18. mars 2016 10:18 Halla vill að á Bessastöðum verði opinn umræðuvettvangur fyrir þjóðina Halla Tómasdóttir segir að hún muni setja sér vinnureglur varðandi beitingu synjunarvalds forseta Íslands verði hún kjörin í embættið. 17. mars 2016 19:14 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08
Yfirgnæfandi líkur á því að Össur fari fram í forsetann Samkvæmt heimildum Vísis eru yfirgnæfandi líkur á því að Össur Skarphéðinsson gefi kost á sér í forsetaframboð. 9. mars 2016 12:02
Bæring Ólafsson býður sig fram til forseta Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri Coca Cola International, hefur ákvæðið að bjóða sig fram til forseta. 18. mars 2016 10:18
Halla vill að á Bessastöðum verði opinn umræðuvettvangur fyrir þjóðina Halla Tómasdóttir segir að hún muni setja sér vinnureglur varðandi beitingu synjunarvalds forseta Íslands verði hún kjörin í embættið. 17. mars 2016 19:14