Áhrifarík úrslit í kosningum Sæunn Gísladóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Vinsældir Trumps og Clinton fara ekki dvínandi. nordicphotos/Getty Bandaríkin Afgerandi forvalskosningar fóru fram í fimm ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn sem enduðu með því að Donald Trump og Hillary Clinton báru sigur úr býtum og Marco Rubio dró sig út úr kosningabaráttunni. Því eru nú aðeins fimm eftir sem keppast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Það eru auk Trumps og Clinton John Kasich, ríkisstjóri Ohio, Ted Cruz og Bernie Sanders. Í kosningunum á þriðjudaginn sigraði Trump í Flórída, Illinois, Missouri og Norður-Karólínu en Kasich vann í Ohio. Clinton sigraði hins vegar í öllum fylkjunum. Mesta fylgi Clinton var í Flórída þar sem hún hlaut 65 prósent atkvæða. Mesta fylgi Trumps var einnig í Flórída þar sem hann fékk 46 prósent atkvæða.Hillary Clinton. Fréttablaðið/EPAYfirgnæfandi líkur eru nú á að Clinton verði forsetaefni Demókrataflokksins. Sigur Kasich í Ohio eykur hins vegar líkur á ringulreið á flokksþingi repúblikana þar sem ólíklegra er nú að einhver einn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur telur engar líkur á því að Kasich muni sigra. „Hann heldur áfram baráttunni í þeirri von að enginn nái meirihluta. Þá verður klofinn landsfundur eða kosið á landsfundi í núllstöðu,“ segir hún. „Það eru mjög flóknar reglur á landsfundinum. Þeir sem koma til greina eru þeir sem hlutu stuðning í átta ríkjum eða fleirum, sem eru Cruz og Trump, en síðan gæti alltaf komið einhver nýr sem fengi stuðning á gólfinu þegar fundurinn byrjar og gæti þannig aflað sér meiri stuðnings. Margir í repúblikanahópnum halda í þá von að það verði hægt að stoppa Trump með svona leið, af því að það virðist ekki vera hægt að stoppa hann með öðrum leiðum,“ segir hún. Silja Bára telur ekki jafn mikla óvissu ríkja um forsetaefni Demókrataflokksins. „Það var tiltölulega óraunhæft fyrir Sanders að vinna fyrir tveimur vikum og eftir að Clinton jók svona við forskot sitt þá er það bara orðið mjög erfitt. Sanders þyrfti að vinna í New York og Kaliforníu sem er ekki mjög líklegt.“ Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Fréttablaðið/Kristján KristjánssonSilja Bára telur hins vegar að það hafi verið Clinton til framdráttar að þurfa að hafa fyrir tilnefningunni. „Þó að þetta hafi auðvitað verið tæpt stundum, þá hefur þetta verið mjög drengileg og siðmenntuð barátta. Þeim hefur tekist að vera í baráttu án þess að rífa hvort annað niður. Þetta hefur ekki skaðað Clinton mikið,“ segir hún. Of snemmt er að fullyrða nú hvort Clinton eða Trump muni bera sigur úr býtum í forsetaslagnum. Silja Bára segir að landskannanir hafi sögulega verið góð vísbending og samkvæmt þeim hefur Clinton alltaf lagt Trump. „Ég hef allavega ekki séð neitt sem gefur annað til kynna,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir. Rubio hætturStærstu fréttirnar af forvalskosningunum á þriðjudaginn eru þær að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana, tilkynnti að hann væri hættur í forsetabaráttunni. Flórída er heimaríki Marcos Rubio og þar sem hann sigraði ekki þar heldur hlaut einungis 27 prósent atkvæða, ákvað hann að játa sig sigraðan eftir þessar forkosningar. „Það er áhugavert að Rubio var sá frambjóðandi repúblikana sem var sterkastur gegn Clinton. Skynsemisrakaval repúblíkana hefði verið að styðja hann, en það sýnir hvað kosningar eru órökréttar,“ segir Silja Bára. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bandaríkin Afgerandi forvalskosningar fóru fram í fimm ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn sem enduðu með því að Donald Trump og Hillary Clinton báru sigur úr býtum og Marco Rubio dró sig út úr kosningabaráttunni. Því eru nú aðeins fimm eftir sem keppast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Það eru auk Trumps og Clinton John Kasich, ríkisstjóri Ohio, Ted Cruz og Bernie Sanders. Í kosningunum á þriðjudaginn sigraði Trump í Flórída, Illinois, Missouri og Norður-Karólínu en Kasich vann í Ohio. Clinton sigraði hins vegar í öllum fylkjunum. Mesta fylgi Clinton var í Flórída þar sem hún hlaut 65 prósent atkvæða. Mesta fylgi Trumps var einnig í Flórída þar sem hann fékk 46 prósent atkvæða.Hillary Clinton. Fréttablaðið/EPAYfirgnæfandi líkur eru nú á að Clinton verði forsetaefni Demókrataflokksins. Sigur Kasich í Ohio eykur hins vegar líkur á ringulreið á flokksþingi repúblikana þar sem ólíklegra er nú að einhver einn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokksþingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur telur engar líkur á því að Kasich muni sigra. „Hann heldur áfram baráttunni í þeirri von að enginn nái meirihluta. Þá verður klofinn landsfundur eða kosið á landsfundi í núllstöðu,“ segir hún. „Það eru mjög flóknar reglur á landsfundinum. Þeir sem koma til greina eru þeir sem hlutu stuðning í átta ríkjum eða fleirum, sem eru Cruz og Trump, en síðan gæti alltaf komið einhver nýr sem fengi stuðning á gólfinu þegar fundurinn byrjar og gæti þannig aflað sér meiri stuðnings. Margir í repúblikanahópnum halda í þá von að það verði hægt að stoppa Trump með svona leið, af því að það virðist ekki vera hægt að stoppa hann með öðrum leiðum,“ segir hún. Silja Bára telur ekki jafn mikla óvissu ríkja um forsetaefni Demókrataflokksins. „Það var tiltölulega óraunhæft fyrir Sanders að vinna fyrir tveimur vikum og eftir að Clinton jók svona við forskot sitt þá er það bara orðið mjög erfitt. Sanders þyrfti að vinna í New York og Kaliforníu sem er ekki mjög líklegt.“ Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Fréttablaðið/Kristján KristjánssonSilja Bára telur hins vegar að það hafi verið Clinton til framdráttar að þurfa að hafa fyrir tilnefningunni. „Þó að þetta hafi auðvitað verið tæpt stundum, þá hefur þetta verið mjög drengileg og siðmenntuð barátta. Þeim hefur tekist að vera í baráttu án þess að rífa hvort annað niður. Þetta hefur ekki skaðað Clinton mikið,“ segir hún. Of snemmt er að fullyrða nú hvort Clinton eða Trump muni bera sigur úr býtum í forsetaslagnum. Silja Bára segir að landskannanir hafi sögulega verið góð vísbending og samkvæmt þeim hefur Clinton alltaf lagt Trump. „Ég hef allavega ekki séð neitt sem gefur annað til kynna,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir. Rubio hætturStærstu fréttirnar af forvalskosningunum á þriðjudaginn eru þær að Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana, tilkynnti að hann væri hættur í forsetabaráttunni. Flórída er heimaríki Marcos Rubio og þar sem hann sigraði ekki þar heldur hlaut einungis 27 prósent atkvæða, ákvað hann að játa sig sigraðan eftir þessar forkosningar. „Það er áhugavert að Rubio var sá frambjóðandi repúblikana sem var sterkastur gegn Clinton. Skynsemisrakaval repúblíkana hefði verið að styðja hann, en það sýnir hvað kosningar eru órökréttar,“ segir Silja Bára.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira