Maðurinn sem nappaði davidoddsson.is Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2016 10:22 Veigar Freyr ákvað að stríða gamla fólkinu aðeins með því að kaupa lénið davidoddsson.is. visir/ernir ofl. Það að Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi með meiru hafi ekki tryggt sér lénið davidoddsson.is áður en hann kynnti framboð sitt þarf ekki að benda til þess að ákvörðunin hafi verið tekin í flýti. Miklu líklegra er að Davíð og hans menn hafi einfaldlega ekki svo mikið sem velt þessu fyrir sér. Davíð, ritstjóri Morgunblaðsins, er maður tímanna fyrir net. Í september 2005 segir DV frá því að í vinnutölvu Davíðs Oddssonar, sem þá var utanríkisráðherra, væru sjö þúsund tölvupóstar sem hann hefur ekki opnað. Haft var eftir Davíð að hann gerði þá ekki mikið annað en lesa tölvupósta ef hann færi að taka uppá því að opna tölvupóstinn sinn. Veigar Freyr Jökulsson, kerfisfræðingur sem er búsettur ásamt fjölskyldu sinni á Marbella á Spáni, tryggði sér lénið davidoddsson.is um helgina. Þar er nú að finna skopmynd eftir Halldór Baldursson þar sem sjá má Davíð Oddsson munda blýantinn og strokleðrið við endurritun sögunnar.Davíðsmenn líklega að leita Veigars í símaskránni Veigar Freyr segist, í samtali við Vísi, ekki hafa pælt í því hvað hann geri við þetta lén, þetta hafi verið gert í bríaríi. „Bara einhver prakkaraskapur, grínast aðeins í gamla fólkinu sem passar ekki upp á að kaupa réttar vefslóðir áður en farið er í svona framboð.“Á davidoddsson.is er að finna þessa mynd eftir Halldór Baldursson. Davíð keppist við endurritun sögunnar.En, hafa einhverjir úr herbúðum Davíðs haft samband við þig? Kjartan Gunnarsson hefur ekkert hringt? „Ekki ennþá, ætli Hannes og Kjartan séu ekki að leita að mér í prentuðu símaskránni núna.“ Veigar Freyr segir að sig eflaust fáanlegan til að láta lénið af hendi ef menn falist eftir því. Það hafi aldrei verið ætlunin að vera með einhver leiðindi eða reka einhvern áróður á þessari síðu.doddsson er laustVið nánari athugun kemur í ljós að david.is er frátekið, og líkast til frá fornu fari. Davíð Stefán Guðmundsson er skráður fyrir því léni. Nýja Hostelið í JL-húsinu á oddsson.is en doddsson er hins vegar laust. „Svo er davidoddsson.biz laust sem er svolítið svalt lén,“ segir Veigar Freyr. Og bendir á að Davíðsmenn ættu svo sem ekkert að vera á flæðiskeri staddir, flestar endingarnar eru lausar einnig: davidoddsson.live, davidoddsson.video og davidoddsson.news.Viðar Freyr og eiginkona hans, Erna Kolbrún. Þau flúðu Framsóknar-Íslandið og láta vel af sér í Marbella.Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar er áhugasamur um þetta og í gærkvöldi greindi hann frá því að ungir stuðningsmenn Davíðs Oddssonar, með Friðbjörn Orra Ketilsson, þekktan frjálshyggjumann í broddi fylkingar, hafi runnið þetta umkomuleysi á netinu til rifja og keypt lénið david2016.is og er nú Davíð sjálfur eigandi þess léns auk xdavid.is. Þannig að ekki er víst að Davíðsmenn reyni að kaupa lénið.Flúði Ísland FramsóknarflokksinsVeigar Freyr segist starfa sem kerfisstjóri hjá tæknifyrirtæki á Marbella, hvar hann hefur nú verið búsettur frá 2014 með konu sinni og börnum. Fjölskyldan sú er ekki ein um það og samkvæmt glænýjum tölum frá Hagstofunni halda Íslendingar áfram að flýja land. „Hér er fínt að vera, þegar Framsókn komst til valda 2013 sá ég að það var útséð að Ísland færi aldrei inn í sambandið, ég tók þá eina kostinn sem ég sá í stöðunni og fór með fjölskylduna til Evrópusambandsins. Ég hef aldrei farið leynt með það að uppgangur Framsóknar í kosningunum 2013 var tímapunkurinn þegar ég ákvað að hugsa mér til hreyfings.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Það að Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi með meiru hafi ekki tryggt sér lénið davidoddsson.is áður en hann kynnti framboð sitt þarf ekki að benda til þess að ákvörðunin hafi verið tekin í flýti. Miklu líklegra er að Davíð og hans menn hafi einfaldlega ekki svo mikið sem velt þessu fyrir sér. Davíð, ritstjóri Morgunblaðsins, er maður tímanna fyrir net. Í september 2005 segir DV frá því að í vinnutölvu Davíðs Oddssonar, sem þá var utanríkisráðherra, væru sjö þúsund tölvupóstar sem hann hefur ekki opnað. Haft var eftir Davíð að hann gerði þá ekki mikið annað en lesa tölvupósta ef hann færi að taka uppá því að opna tölvupóstinn sinn. Veigar Freyr Jökulsson, kerfisfræðingur sem er búsettur ásamt fjölskyldu sinni á Marbella á Spáni, tryggði sér lénið davidoddsson.is um helgina. Þar er nú að finna skopmynd eftir Halldór Baldursson þar sem sjá má Davíð Oddsson munda blýantinn og strokleðrið við endurritun sögunnar.Davíðsmenn líklega að leita Veigars í símaskránni Veigar Freyr segist, í samtali við Vísi, ekki hafa pælt í því hvað hann geri við þetta lén, þetta hafi verið gert í bríaríi. „Bara einhver prakkaraskapur, grínast aðeins í gamla fólkinu sem passar ekki upp á að kaupa réttar vefslóðir áður en farið er í svona framboð.“Á davidoddsson.is er að finna þessa mynd eftir Halldór Baldursson. Davíð keppist við endurritun sögunnar.En, hafa einhverjir úr herbúðum Davíðs haft samband við þig? Kjartan Gunnarsson hefur ekkert hringt? „Ekki ennþá, ætli Hannes og Kjartan séu ekki að leita að mér í prentuðu símaskránni núna.“ Veigar Freyr segir að sig eflaust fáanlegan til að láta lénið af hendi ef menn falist eftir því. Það hafi aldrei verið ætlunin að vera með einhver leiðindi eða reka einhvern áróður á þessari síðu.doddsson er laustVið nánari athugun kemur í ljós að david.is er frátekið, og líkast til frá fornu fari. Davíð Stefán Guðmundsson er skráður fyrir því léni. Nýja Hostelið í JL-húsinu á oddsson.is en doddsson er hins vegar laust. „Svo er davidoddsson.biz laust sem er svolítið svalt lén,“ segir Veigar Freyr. Og bendir á að Davíðsmenn ættu svo sem ekkert að vera á flæðiskeri staddir, flestar endingarnar eru lausar einnig: davidoddsson.live, davidoddsson.video og davidoddsson.news.Viðar Freyr og eiginkona hans, Erna Kolbrún. Þau flúðu Framsóknar-Íslandið og láta vel af sér í Marbella.Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar er áhugasamur um þetta og í gærkvöldi greindi hann frá því að ungir stuðningsmenn Davíðs Oddssonar, með Friðbjörn Orra Ketilsson, þekktan frjálshyggjumann í broddi fylkingar, hafi runnið þetta umkomuleysi á netinu til rifja og keypt lénið david2016.is og er nú Davíð sjálfur eigandi þess léns auk xdavid.is. Þannig að ekki er víst að Davíðsmenn reyni að kaupa lénið.Flúði Ísland FramsóknarflokksinsVeigar Freyr segist starfa sem kerfisstjóri hjá tæknifyrirtæki á Marbella, hvar hann hefur nú verið búsettur frá 2014 með konu sinni og börnum. Fjölskyldan sú er ekki ein um það og samkvæmt glænýjum tölum frá Hagstofunni halda Íslendingar áfram að flýja land. „Hér er fínt að vera, þegar Framsókn komst til valda 2013 sá ég að það var útséð að Ísland færi aldrei inn í sambandið, ég tók þá eina kostinn sem ég sá í stöðunni og fór með fjölskylduna til Evrópusambandsins. Ég hef aldrei farið leynt með það að uppgangur Framsóknar í kosningunum 2013 var tímapunkurinn þegar ég ákvað að hugsa mér til hreyfings.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira