Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2016 19:00 „Ég geri mér grein fyrir því að í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi. Hann leiðir í skoðanakönnunum fyrir komandi forsetakosningar og hafa aðrir frambjóðendur gagnrýnt hann að undanförnu.Davíð Oddsson var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýndi Guðna Th og sagði Davíð meðal annars að Guðni ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni. Guðni Th. var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður að því hvort hann ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti„Nei, það er ekki rétt. Ég vil að við lærum af fortíðinni og þess vegna vil ég að því ákvæði verði komið í stjórnarskránna að þjóðin sjálf eigi lokaorðið í stærstu málum,“ segir Guðni sem vill að tilskilinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta er frekar sakleysilegt og heitir ekki kollvörpun.“Davíð gagnrýndi Guðna um helgina.Fréttablaðið/ErnirEkkert að fela varðandi Icesave Davíð gagnrýndi einnig Guðna fyrir að hafa stutt Icesave-samningana á sínum tíma. Guðni segist hins vegar ekkert hafa að fela þegar kemur að Icesave. „Ég hef aldrei dregið dul á það að ég studdi og samþykkti Icesave III samninginn eins og 40 prósent kjósenda og meginþorri þingmanna, nær allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Maður hlustaði á rök með og á móti og tók svo sína upplýstu ákvörðun,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi einungis verið fræðimaður á þessum tíma og beri ekki ábyrgð á Icesave eða öðru sem því tengist. „Ég var saklaus sagnfræðingur og ætli menn að finna örlagavalda í þeirri sögu verða menn að leita eitthvert annað,“ segir Guðni.„Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö.“ Sem fræðimaður hefur Guðni skrifað mikið um þorskastríðin en Davíð sagði Guðna hafa lýst því yfir að þorskastríðið hefði ekki verið nein hetjudáð heldur þjóðsaga og mont. Guðni segir að það sé of djúpt í árinni tekið, þorskastríðinn séu mikilvægasti þátturinn í utanríkisstefnu landsins. Hann hafi hins vegar bent á að hér heima, á meðan þorskastríðunum stóð, hafi þjóðin alls ekki verið sammála um þær aðferðir sem beita skyldi í átökunum við Breta. „Hér heima deildu menn um aðferðir og hnakkrifust jafnvel, skipherrarnir sögðu að ráðherrarnir væru eintómar liðleskjur og gungur. Svo sömdum við stundum. Árið 1961, í fyrsta þorskastríðinu, þegar við færðum út í 12 mílur þá var það Viðreisnarstjórn Ólaf Thors og Bjarna Benediktssonar sem gerði landhelgissamning við Breta. „Mesti landráðarsamningur allra tíma,“ sagði stjórnarandstaðan,“ segir Guðni sem þvertekur fyrir að með þessu sé hann að gera lítið úr þorskastríðunum. „Með þessu er maður ekkert að gera lítið úr hetjum hafsins, köllunum sem ég hef talað svoleiðis margoft við og er heiður af að eiga fyrir vini. Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö. Allir vita það úr eigin lífi að raunveruleikinn er flóknari en svo,“ segir Guðni.Hlusta má á viðtalið við Guðna Th í heild sinni hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
„Ég geri mér grein fyrir því að í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi. Hann leiðir í skoðanakönnunum fyrir komandi forsetakosningar og hafa aðrir frambjóðendur gagnrýnt hann að undanförnu.Davíð Oddsson var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýndi Guðna Th og sagði Davíð meðal annars að Guðni ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni. Guðni Th. var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður að því hvort hann ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti„Nei, það er ekki rétt. Ég vil að við lærum af fortíðinni og þess vegna vil ég að því ákvæði verði komið í stjórnarskránna að þjóðin sjálf eigi lokaorðið í stærstu málum,“ segir Guðni sem vill að tilskilinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta er frekar sakleysilegt og heitir ekki kollvörpun.“Davíð gagnrýndi Guðna um helgina.Fréttablaðið/ErnirEkkert að fela varðandi Icesave Davíð gagnrýndi einnig Guðna fyrir að hafa stutt Icesave-samningana á sínum tíma. Guðni segist hins vegar ekkert hafa að fela þegar kemur að Icesave. „Ég hef aldrei dregið dul á það að ég studdi og samþykkti Icesave III samninginn eins og 40 prósent kjósenda og meginþorri þingmanna, nær allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Maður hlustaði á rök með og á móti og tók svo sína upplýstu ákvörðun,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi einungis verið fræðimaður á þessum tíma og beri ekki ábyrgð á Icesave eða öðru sem því tengist. „Ég var saklaus sagnfræðingur og ætli menn að finna örlagavalda í þeirri sögu verða menn að leita eitthvert annað,“ segir Guðni.„Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö.“ Sem fræðimaður hefur Guðni skrifað mikið um þorskastríðin en Davíð sagði Guðna hafa lýst því yfir að þorskastríðið hefði ekki verið nein hetjudáð heldur þjóðsaga og mont. Guðni segir að það sé of djúpt í árinni tekið, þorskastríðinn séu mikilvægasti þátturinn í utanríkisstefnu landsins. Hann hafi hins vegar bent á að hér heima, á meðan þorskastríðunum stóð, hafi þjóðin alls ekki verið sammála um þær aðferðir sem beita skyldi í átökunum við Breta. „Hér heima deildu menn um aðferðir og hnakkrifust jafnvel, skipherrarnir sögðu að ráðherrarnir væru eintómar liðleskjur og gungur. Svo sömdum við stundum. Árið 1961, í fyrsta þorskastríðinu, þegar við færðum út í 12 mílur þá var það Viðreisnarstjórn Ólaf Thors og Bjarna Benediktssonar sem gerði landhelgissamning við Breta. „Mesti landráðarsamningur allra tíma,“ sagði stjórnarandstaðan,“ segir Guðni sem þvertekur fyrir að með þessu sé hann að gera lítið úr þorskastríðunum. „Með þessu er maður ekkert að gera lítið úr hetjum hafsins, köllunum sem ég hef talað svoleiðis margoft við og er heiður af að eiga fyrir vini. Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö. Allir vita það úr eigin lífi að raunveruleikinn er flóknari en svo,“ segir Guðni.Hlusta má á viðtalið við Guðna Th í heild sinni hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23