Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2016 11:50 Vísir/EPA „Hryðjuverk eru ógn sem liggur þungt á Frakklandi þessa stundina,“ sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands nú í morgun. Minnst 84 voru myrtir í borginni Nice í gær í árás sem hefur verið skilgreind sem hryðjuverk. Undanfarna 18 mánuði hafa minnst 230 manns fallið í árásum hryðjuverkasamtaka og einstaklinga í fjölda árása í Frakklandi. Enn hafa engir lýst yfir ábyrgð á árásinni í gær. Íslamska ríkið hefur ekki gert það, en vígamenn og stuðningsmenn samtakanna fagna árásinni. Sömuleiðis hefur al-Qaeda ekki lýst yfir ábyrgð, en bæði samtökin hafa kallað eftir árásum af þessu tagi á undanförnum árum.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi.Vísir/Graphic NewsSjá einnig: Allt um ódæðið í NiceÞann 7. janúar í fyrra réðust vopnaðir menn inn á skrifstofu tímaritsins Charlie Hebdo í París og myrtu þar starfsmenn. Tólf létu lífið og ellefu særðust. Degi seinna var lögreglukona myrt fyrir utan París og þann 9. janúar myrti vopnaður maður fjóra í matarverslun gyðinga í borginni. Hann tók fólk í gíslingu en var að endingu felldur af lögreglu.Þann 3. febrúar 2015 réðst maður vopnaður hnífi að þremur hermönnum og særði þá, en enginn þeirra lét lífið. Hermennirnir stóðu vörð um samfélag gyðinga í Nice.26. júní 2015 Árásarmaður hálshjó yfirmann sinn í verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier. Tveir aðrir særðust í árásinni en maðurinn reyndi að sprengja verksmiðjuna í loft upp.21. ágúst 2015 Maður vopnaður árásarriffli hóf skothríð í lest á milli Amsterdam og Parísar. Hann særði þrjá áður en farþegar yfirbuguðu hann.13. nóvember 2015 130 manns létu lífið í fjölmörgum árásum í París. Vopnaðir menn með sprengjubelti réðust inn á Bataclan tónleikahúsið, þrír menn sprengdu sig í loft upp nærri Stade de France þar sem landsleikur fór fram, þá var einnig skotið á fólk á kaffihúsum og veitingastöðum.13. júní 2016 Tveir lögregluþjónar voru myrtir af manni sem var vopnaður hnífi í bænum Yvelines. Árásarmaðurinn var felldur af lögreglu. Charlie Hebdo Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Nice Hryðjuverk í París Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
„Hryðjuverk eru ógn sem liggur þungt á Frakklandi þessa stundina,“ sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands nú í morgun. Minnst 84 voru myrtir í borginni Nice í gær í árás sem hefur verið skilgreind sem hryðjuverk. Undanfarna 18 mánuði hafa minnst 230 manns fallið í árásum hryðjuverkasamtaka og einstaklinga í fjölda árása í Frakklandi. Enn hafa engir lýst yfir ábyrgð á árásinni í gær. Íslamska ríkið hefur ekki gert það, en vígamenn og stuðningsmenn samtakanna fagna árásinni. Sömuleiðis hefur al-Qaeda ekki lýst yfir ábyrgð, en bæði samtökin hafa kallað eftir árásum af þessu tagi á undanförnum árum.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi.Vísir/Graphic NewsSjá einnig: Allt um ódæðið í NiceÞann 7. janúar í fyrra réðust vopnaðir menn inn á skrifstofu tímaritsins Charlie Hebdo í París og myrtu þar starfsmenn. Tólf létu lífið og ellefu særðust. Degi seinna var lögreglukona myrt fyrir utan París og þann 9. janúar myrti vopnaður maður fjóra í matarverslun gyðinga í borginni. Hann tók fólk í gíslingu en var að endingu felldur af lögreglu.Þann 3. febrúar 2015 réðst maður vopnaður hnífi að þremur hermönnum og særði þá, en enginn þeirra lét lífið. Hermennirnir stóðu vörð um samfélag gyðinga í Nice.26. júní 2015 Árásarmaður hálshjó yfirmann sinn í verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier. Tveir aðrir særðust í árásinni en maðurinn reyndi að sprengja verksmiðjuna í loft upp.21. ágúst 2015 Maður vopnaður árásarriffli hóf skothríð í lest á milli Amsterdam og Parísar. Hann særði þrjá áður en farþegar yfirbuguðu hann.13. nóvember 2015 130 manns létu lífið í fjölmörgum árásum í París. Vopnaðir menn með sprengjubelti réðust inn á Bataclan tónleikahúsið, þrír menn sprengdu sig í loft upp nærri Stade de France þar sem landsleikur fór fram, þá var einnig skotið á fólk á kaffihúsum og veitingastöðum.13. júní 2016 Tveir lögregluþjónar voru myrtir af manni sem var vopnaður hnífi í bænum Yvelines. Árásarmaðurinn var felldur af lögreglu.
Charlie Hebdo Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Nice Hryðjuverk í París Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira