Eldræða Obama á þingi demókrata: „Ekki púa, kjósið!“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:27 Obama og Clinton að lokinni ræðu forsetans. Vísir/Getty Landsþing Demókrataflokksins stendur enn yfir í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hillary Clinton var valin forsetaefni flokksins á þriðjudag en í gær stigu stór nöfn innan flokksins á stokk. Barack Obama forseti Bandaríkjanna ávarpaði þingið og skaut hart að forsetaefni repúblikana, Donald Trump. Hann sagði meðal annars að sýn Trump á framtíð Bandaríkjanna væri ekki það land sem hann þekkti. „Kraftur okkar kemur ekki frá sjálfskipuðum bjargvætti sem lofar því að hann einn geti komið á röð og reglu, svo lengi sem við gerum hlutina eftir hans nefi,“ sagði Obama meðal annars. Þegar forsetinn minntist á Trump byrjuðu áhorfendur að púa og svaraði forsetinn um hæl: „Ekki púa, kjósið!“ Forsetinn skaut ekki einungis að Trump heldur lýsti hann formlega yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata. Hann sagði engan mann eða konu nokkurntíman hafa verið hæfari forsetaframbjóðanda. „Ekki ég, ekki Bill, enginn,“ sagði Obama. Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna og eiginmaður Hillary, stóð upp og fagnaði við þessi orð forsetans. Í lok ræðu Obama gekk Clinton inn á sviðið og fagnaði með forsetanum. Joe Biden, varaforseti flokksins ávarpaði þingið einnig og lagði áherslu á millistéttarfólk. Hann sagði Trump ekki vita neitt um millistéttina og titlaði sjálfan sig „Millistéttar Joe." Varaforsetaefni Clinton, öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, hélt einnig ræðu. Fundinum lýkur í kvöld og þá mun Hillary Clinton ávarpa þingið.Hér má sjá samantekt CNN frá fundi gærdagsins: Hér má sjá Clinton fagna með Obama: Hér er ræða Obama í fullri lengd: Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Landsþing Demókrataflokksins stendur enn yfir í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hillary Clinton var valin forsetaefni flokksins á þriðjudag en í gær stigu stór nöfn innan flokksins á stokk. Barack Obama forseti Bandaríkjanna ávarpaði þingið og skaut hart að forsetaefni repúblikana, Donald Trump. Hann sagði meðal annars að sýn Trump á framtíð Bandaríkjanna væri ekki það land sem hann þekkti. „Kraftur okkar kemur ekki frá sjálfskipuðum bjargvætti sem lofar því að hann einn geti komið á röð og reglu, svo lengi sem við gerum hlutina eftir hans nefi,“ sagði Obama meðal annars. Þegar forsetinn minntist á Trump byrjuðu áhorfendur að púa og svaraði forsetinn um hæl: „Ekki púa, kjósið!“ Forsetinn skaut ekki einungis að Trump heldur lýsti hann formlega yfir stuðningi sínum við Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata. Hann sagði engan mann eða konu nokkurntíman hafa verið hæfari forsetaframbjóðanda. „Ekki ég, ekki Bill, enginn,“ sagði Obama. Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna og eiginmaður Hillary, stóð upp og fagnaði við þessi orð forsetans. Í lok ræðu Obama gekk Clinton inn á sviðið og fagnaði með forsetanum. Joe Biden, varaforseti flokksins ávarpaði þingið einnig og lagði áherslu á millistéttarfólk. Hann sagði Trump ekki vita neitt um millistéttina og titlaði sjálfan sig „Millistéttar Joe." Varaforsetaefni Clinton, öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, hélt einnig ræðu. Fundinum lýkur í kvöld og þá mun Hillary Clinton ávarpa þingið.Hér má sjá samantekt CNN frá fundi gærdagsins: Hér má sjá Clinton fagna með Obama: Hér er ræða Obama í fullri lengd:
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira