Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Þórgnýr Einar albertsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Tónlistarkonan Katy Perry söng fyrir viðstadda á kosningafundi Hillary Clinton í Pennsylvaníuríki um helgina. Nordicphotos/AFP Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, lét húshjálp á heimili sínu prenta út tölvupósta sína sem sumir hverjir innihéldu leynilegar upplýsingar sem varða þjóðaröryggi. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greindu frá þessu í gær en ef satt reynist er það ólöglegt þar sem húshjálpin, Marina Santos, hafði ekki leyfi til að meðhöndla slíkar upplýsingar. Í tölvupóstum sem utanríkisráðuneytið gerði opinbera nýverið sést að Clinton bað einn helsta aðstoðarmann sinn, Huma Abedin, um að láta Santos prenta slík skjöl. „Biddu Marinu um að prenta út fyrir mig,“ skrifar Clinton í einum póstinum. Forskot Clinton á mótframbjóðanda hennar, Repúblikanann Donald Trump, hefur minnkað undanfarið eftir að James Comey alríkislögreglustjóri tilkynnti að rannsókn á tölvupóstamáli Clinton væri hafin á ný.Varðar þjóðaröryggi Málið snýst um að hún hafi notað einkapóstþjón í stað opinbers póstþjóns í starfi sínu sem utanríkisráðherra og í gegnum hann hafi farið gögn er varða þjóðaröryggi. Þá pósta sagði hún ekki vinnutengda en í ljós hefur komið að vinnutengdir póstar voru þar á meðal. Comey tilkynnti um lok rannsóknarinnar í sumar og mælti ekki með ákæru en ný gögn fundust fyrir rúmri viku. Þá ákvörðun stendur hann enn við en í gærkvöldi gaf hann út tilkynningu þess efnis að ekki ætti að ákæra Clinton. Gögnin fundust á tölvu Abedin og eiginmanns hennar, fyrrverandi þingmannsins Anthonys Weiner, við rannsókn á máli Weiners sem sakaður er um að senda 15 ára stúlku nektarmyndir. Fjölmiðlar hafa greint frá því að á tölvunni hafi fundist 650 þúsund tölvupóstar. Þar af þúsundir sem tengjast máli Clinton með beinum hætti.Forskot Clintons hefur minnkað undanfarið.Grafik/IngóTíðindin hafa jafnað leikinn í kosningabaráttunni. Alls hyggjast 46,6 prósent Bandaríkjamanna kjósa Demókratann Hillary Clinton þegar nýr forseti verður valinn á morgun. Hins vegar segjast 44,8 prósent ætla að kjósa Repúblikanann Donald Trump. Vegna þessa litla munar er ljóst að kjörsókn getur ráðið úrslitum. Fyrir um tveimur vikum hafði Clinton nærri tíu prósentustiga forskot samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman. Forskot Clinton jókst hratt eftir að upptaka birtist af Trump tala á niðrandi hátt um kvenfólk en hefur eins og áður segir hríðfallið. Clinton og Trump eru hins vegar á fullri ferð um þau ríki Bandaríkjanna þar sem munur mælist hve minnstur til að tryggja sér sigurinn. Kosningakerfið virkar þannig að hvert fylki hefur yfir að ráða ákveðið mörgum kjörmönnum, til dæmis eru 29 kjörmenn frá Flórída. Frambjóðandi þarf 270 kjörmenn til að tryggja sér sigurinn og fær sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í hverju ríki fyrir sig alla kjörmenn viðkomandi ríkis. Á meðal helstu baráttufylkja nú eru Nevada, Flórída, Michigan, Pennsylvanía og Norður-Karólína. Frambjóðendur heimsækja nú þessi helstu fylki. Til að mynda hélt Trump fimm kosningafundi í fimm ríkjum í gær og Clinton einn. Í dag mun Trump koma fram á fimm kosningafundum í fimm ríkjum en Clinton tveimur í tveimur ríkjum. Auk þess mun Barack Obama Bandaríkjaforseti halda tvo kosningafundi fyrir Clinton.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, lét húshjálp á heimili sínu prenta út tölvupósta sína sem sumir hverjir innihéldu leynilegar upplýsingar sem varða þjóðaröryggi. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greindu frá þessu í gær en ef satt reynist er það ólöglegt þar sem húshjálpin, Marina Santos, hafði ekki leyfi til að meðhöndla slíkar upplýsingar. Í tölvupóstum sem utanríkisráðuneytið gerði opinbera nýverið sést að Clinton bað einn helsta aðstoðarmann sinn, Huma Abedin, um að láta Santos prenta slík skjöl. „Biddu Marinu um að prenta út fyrir mig,“ skrifar Clinton í einum póstinum. Forskot Clinton á mótframbjóðanda hennar, Repúblikanann Donald Trump, hefur minnkað undanfarið eftir að James Comey alríkislögreglustjóri tilkynnti að rannsókn á tölvupóstamáli Clinton væri hafin á ný.Varðar þjóðaröryggi Málið snýst um að hún hafi notað einkapóstþjón í stað opinbers póstþjóns í starfi sínu sem utanríkisráðherra og í gegnum hann hafi farið gögn er varða þjóðaröryggi. Þá pósta sagði hún ekki vinnutengda en í ljós hefur komið að vinnutengdir póstar voru þar á meðal. Comey tilkynnti um lok rannsóknarinnar í sumar og mælti ekki með ákæru en ný gögn fundust fyrir rúmri viku. Þá ákvörðun stendur hann enn við en í gærkvöldi gaf hann út tilkynningu þess efnis að ekki ætti að ákæra Clinton. Gögnin fundust á tölvu Abedin og eiginmanns hennar, fyrrverandi þingmannsins Anthonys Weiner, við rannsókn á máli Weiners sem sakaður er um að senda 15 ára stúlku nektarmyndir. Fjölmiðlar hafa greint frá því að á tölvunni hafi fundist 650 þúsund tölvupóstar. Þar af þúsundir sem tengjast máli Clinton með beinum hætti.Forskot Clintons hefur minnkað undanfarið.Grafik/IngóTíðindin hafa jafnað leikinn í kosningabaráttunni. Alls hyggjast 46,6 prósent Bandaríkjamanna kjósa Demókratann Hillary Clinton þegar nýr forseti verður valinn á morgun. Hins vegar segjast 44,8 prósent ætla að kjósa Repúblikanann Donald Trump. Vegna þessa litla munar er ljóst að kjörsókn getur ráðið úrslitum. Fyrir um tveimur vikum hafði Clinton nærri tíu prósentustiga forskot samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman. Forskot Clinton jókst hratt eftir að upptaka birtist af Trump tala á niðrandi hátt um kvenfólk en hefur eins og áður segir hríðfallið. Clinton og Trump eru hins vegar á fullri ferð um þau ríki Bandaríkjanna þar sem munur mælist hve minnstur til að tryggja sér sigurinn. Kosningakerfið virkar þannig að hvert fylki hefur yfir að ráða ákveðið mörgum kjörmönnum, til dæmis eru 29 kjörmenn frá Flórída. Frambjóðandi þarf 270 kjörmenn til að tryggja sér sigurinn og fær sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í hverju ríki fyrir sig alla kjörmenn viðkomandi ríkis. Á meðal helstu baráttufylkja nú eru Nevada, Flórída, Michigan, Pennsylvanía og Norður-Karólína. Frambjóðendur heimsækja nú þessi helstu fylki. Til að mynda hélt Trump fimm kosningafundi í fimm ríkjum í gær og Clinton einn. Í dag mun Trump koma fram á fimm kosningafundum í fimm ríkjum en Clinton tveimur í tveimur ríkjum. Auk þess mun Barack Obama Bandaríkjaforseti halda tvo kosningafundi fyrir Clinton.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira