Deilur innan teymis Trump Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2016 11:00 Jared Kushner, ásamt eiginkonu sinni Ivönku og Tiffany Trump. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gripið til Twitter til að verjast frásögnum um deilur, rifrildi og uppsagnir innan teymis síns. Tveimur reynslumiklum embættismönnum var sagt upp og Mike Pence, varaforseti Trump, hefur tekið yfir teyminu af Chris Christie, ríkisstjóra New Jersey. Umrætt teymi vinnur að því að skipa í um 4000 stöður sem forsetinn verðandi þarf að fylla í Washington og hjálpa til við að skipuleggja forsetaskiptin í janúar.Samkvæmt heimildum CNN hefur Jared Kushner, tengdasonur Trump, valdið usla meðal starfsmanna Trump. Hann er sagður vinna hörðum höndum að því að koma öllum þeim sem tengjast Christie úr teyminu. Pence sé að koma eigin fólki fyrir í staðinn. Christie var aðalsaksóknari New Jersey þegar faðir Kushner var fangelsaður fyrir skattsvik, ólöglegan fjárstuðning við stjórnmálaöfl og fyrir að hafa áhrif á vitni árið 2004. Meðal þeirra sem hafa yfirgefið teymið er fyrrum þingmaðurinn Mike Rogers, en hann var yfir þjóðaröryggisdeild Trump. Fregnir hafa borist af því að ástæða þess að hann hafi verið rekinn sé að hann hafi ekki gengið nógu hart fram gegn Hillary Clinton þegar hún var til rannsóknar af þinginu. Sjálfur segir Trump að ferlið sé mjög skipulagt og að hann sé sá eini sem viti hverjir muni fylla æðstu stöðurnar í ríkisstjórn sinni.Very organized process taking place as I decide on Cabinet and many other positions. I am the only one who knows who the finalists are!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2016 Samkvæmt Reuters er Kushner einn helsti ráðgjafi Trump og er hann sagður hafa verið ómissanlegur í kosningabaráttunni. Lög Bandaríkjanna koma í veg fyrir að forseti geti ráðið fjölskyldumeðlimi til starfa í ríkisstjórn, en Kushner er þó talinn muna starfa náið með forsetanum verðandi. Reuters segir einnig frá því að breytingunum í teymi Trump sé mögulega ætlað til að bola innherjum Washington frá en Trump lofaði því í kosningabaráttu sinni að draga úr spillingu í Washington og draga úr völdum þrýstihópa. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir að vinna með þrýstihópum og öðrum innherjum í Washington. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gripið til Twitter til að verjast frásögnum um deilur, rifrildi og uppsagnir innan teymis síns. Tveimur reynslumiklum embættismönnum var sagt upp og Mike Pence, varaforseti Trump, hefur tekið yfir teyminu af Chris Christie, ríkisstjóra New Jersey. Umrætt teymi vinnur að því að skipa í um 4000 stöður sem forsetinn verðandi þarf að fylla í Washington og hjálpa til við að skipuleggja forsetaskiptin í janúar.Samkvæmt heimildum CNN hefur Jared Kushner, tengdasonur Trump, valdið usla meðal starfsmanna Trump. Hann er sagður vinna hörðum höndum að því að koma öllum þeim sem tengjast Christie úr teyminu. Pence sé að koma eigin fólki fyrir í staðinn. Christie var aðalsaksóknari New Jersey þegar faðir Kushner var fangelsaður fyrir skattsvik, ólöglegan fjárstuðning við stjórnmálaöfl og fyrir að hafa áhrif á vitni árið 2004. Meðal þeirra sem hafa yfirgefið teymið er fyrrum þingmaðurinn Mike Rogers, en hann var yfir þjóðaröryggisdeild Trump. Fregnir hafa borist af því að ástæða þess að hann hafi verið rekinn sé að hann hafi ekki gengið nógu hart fram gegn Hillary Clinton þegar hún var til rannsóknar af þinginu. Sjálfur segir Trump að ferlið sé mjög skipulagt og að hann sé sá eini sem viti hverjir muni fylla æðstu stöðurnar í ríkisstjórn sinni.Very organized process taking place as I decide on Cabinet and many other positions. I am the only one who knows who the finalists are!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2016 Samkvæmt Reuters er Kushner einn helsti ráðgjafi Trump og er hann sagður hafa verið ómissanlegur í kosningabaráttunni. Lög Bandaríkjanna koma í veg fyrir að forseti geti ráðið fjölskyldumeðlimi til starfa í ríkisstjórn, en Kushner er þó talinn muna starfa náið með forsetanum verðandi. Reuters segir einnig frá því að breytingunum í teymi Trump sé mögulega ætlað til að bola innherjum Washington frá en Trump lofaði því í kosningabaráttu sinni að draga úr spillingu í Washington og draga úr völdum þrýstihópa. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir að vinna með þrýstihópum og öðrum innherjum í Washington.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira