Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2016 13:11 Össur rýnir í hina pólitísku stöðu: "Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, rýnir í hina flóknu stöðu sem nú er uppi hvað varðar stjórnarmyndun. Fáir hafa eins mikla reynslu og Össur. Hann segir víst að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði ráðherra innan tíðar. Og hann segir Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, sitja uppi með Svarta Péturinn – og hefur þar ekki við annan að sakast en sjálfan sig.Benedikt lá á að komast úr vinstra faðmlaginu Þetta kemur fram í pistli sem Össur birti fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Hann segir dapurlegt að Katrínu hafi ekki tekist að mynda ríkisstjórn, en hún hefur nú skilað stjórnarmyndunarumboðinu til forseta lýðveldisins. Henni tókst ekki að sauma saman fimm flokka stjórnina. Össur segir að Katrín hefði orðið fínn ráðherra. „Katrín reyndi hins vegar til þrautar, og undirstrikaði rækilega gagnvart bolnum í VG - raunar vinstri vængnum öllum - að hún röri fyrir þá víkina sem krafist var. Það var henni og VG algerlega nauðsynlegt upp á eftirleikinn.“ Össur segir að Katrín sé farsæll stjórnmálamaður: „Hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að Viðreisn sæti uppi með svartapéturinn þegar upp úr slitnaði. Benedikt lá svo á að komast út úr faðmlaginu við vinstri vænginn að hann þreif með sér svartapéturinn óbeðinn - og VG slapp við að sýna á kortin gagnvart sjó.“Menúettinn hefur verið dansaður Þar með glutraðist niður merkilega sterk staða, að mati Össurar, sem Viðreisn hafði byggt upp í eftirtektarverðu tilhugalífi með Bjartri framtíð. „Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Og Össur heldur ótrauður áfram, stílfimur stjórnmálagreinandi sem hann er: „Menúettinn hefur verið dansaður og kóreógrafían er að ganga upp. Í stjórnmálum valda kringumstæður því stundum að ófúsir eru "gnúðir til ásta" - svo notað sé orðalag Steinólfs í Fagradal um trjónukrabbann. Nú taka við ein, kanski tvær lotur. Svo verður til ríkisstjórn. Aðstæðurnar - hugsanlega með góðri hjálp patríarkanna á báðum vængjum stjórnmálanna- eru líklega langt komnar með að teikna hana upp.“ Kosningar 2016 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, rýnir í hina flóknu stöðu sem nú er uppi hvað varðar stjórnarmyndun. Fáir hafa eins mikla reynslu og Össur. Hann segir víst að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði ráðherra innan tíðar. Og hann segir Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, sitja uppi með Svarta Péturinn – og hefur þar ekki við annan að sakast en sjálfan sig.Benedikt lá á að komast úr vinstra faðmlaginu Þetta kemur fram í pistli sem Össur birti fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Hann segir dapurlegt að Katrínu hafi ekki tekist að mynda ríkisstjórn, en hún hefur nú skilað stjórnarmyndunarumboðinu til forseta lýðveldisins. Henni tókst ekki að sauma saman fimm flokka stjórnina. Össur segir að Katrín hefði orðið fínn ráðherra. „Katrín reyndi hins vegar til þrautar, og undirstrikaði rækilega gagnvart bolnum í VG - raunar vinstri vængnum öllum - að hún röri fyrir þá víkina sem krafist var. Það var henni og VG algerlega nauðsynlegt upp á eftirleikinn.“ Össur segir að Katrín sé farsæll stjórnmálamaður: „Hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að Viðreisn sæti uppi með svartapéturinn þegar upp úr slitnaði. Benedikt lá svo á að komast út úr faðmlaginu við vinstri vænginn að hann þreif með sér svartapéturinn óbeðinn - og VG slapp við að sýna á kortin gagnvart sjó.“Menúettinn hefur verið dansaður Þar með glutraðist niður merkilega sterk staða, að mati Össurar, sem Viðreisn hafði byggt upp í eftirtektarverðu tilhugalífi með Bjartri framtíð. „Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Og Össur heldur ótrauður áfram, stílfimur stjórnmálagreinandi sem hann er: „Menúettinn hefur verið dansaður og kóreógrafían er að ganga upp. Í stjórnmálum valda kringumstæður því stundum að ófúsir eru "gnúðir til ásta" - svo notað sé orðalag Steinólfs í Fagradal um trjónukrabbann. Nú taka við ein, kanski tvær lotur. Svo verður til ríkisstjórn. Aðstæðurnar - hugsanlega með góðri hjálp patríarkanna á báðum vængjum stjórnmálanna- eru líklega langt komnar með að teikna hana upp.“
Kosningar 2016 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira