Bjarni Ben: Ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða nýja ríkisstjórn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2016 23:02 Af orðum Bjarna má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér forsætisráðherrastólinn í næstu ríkisstjórn. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn hafa komið með opinn huga að samtalinu við aðra flokka eftir kosningarnar í október. Það hafi orðið viðræðum til trafala að flokkar sett sig í stellingar eftir kosningar. Þetta kom fram í viðtali Björns Bjarnasonar við Bjarna á ÍNN í kvöld. Þar var farið um víðan völl en ekkert rætt um þær viðræður sem nú standa yfir milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni var þó spurður almennt um vikurnar sem liðnar eru frá kosningum.Menn stilltu sér upp „Í mínum huga hefur það verið ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisfokkurinn þyrfti að vera í þessari stjórn og við ættum að leiða þá stjórn sem ótvíræður sigurvegari kosninganna. Það hefði kannski átt að gefa því aðeins lengri tíma, að ljúka því,“ sagði Bjarni. „Það var ekki vegna þess að við vildum ekki koma með opnum hug að samtalinu við aðra flokka heldur meira að menn stilltu sér upp og voru í miklum stellingum eftir kosningar Kannski eftir þetta ár, þetta var svolítið sérstakt ár.“Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram tillögur fyrir Bjarna í gær. Bíða þeir enn viðbragða þeirra en enginn formanna svaraði símtölum fréttastofu í dag.Fjallað var um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í kvöldfréttum Stöðvar 2.Björn minntist á þá hollustu sem Bjarni hefði sýnt Framsóknarflokknum undanfarnar vikur á meðan aðrir hefðu útilokað samstarf við Framsókn eða þá bæði Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Framsókn þriðji stærsti flokkurinn„Ég hef átt gott samstarf við Framsóknarflokinn og þótt hann hafi ekki fengið góða niðurstöðu í sögulegu samhengi þá er hann með betri niðurstöðu en Samfylkingin, stærri en Björt framtíð og stærri en Viðreisn. Ef menn ætla að horfa á einhverja lýðræðislega niðurstðu kosninga verða menn að viðurkenna að framsóknarflokkurin er þó með þessa þingmenn sem hann hefur,“ sagði Bjarni.Hann sagði samstarf sitt við leiðtoga Framsóknar, þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson og svo Sigurð Inga Jóhannsson og Lilju Alfreðsdóttur hafa verið gott.„Ég treysti mér vel til að starfa með þeim en vegna þess að þetta þarf að vera þriggja flokka stjórn skiptir máli að það sé samstaða.“ Kosningar 2016 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn hafa komið með opinn huga að samtalinu við aðra flokka eftir kosningarnar í október. Það hafi orðið viðræðum til trafala að flokkar sett sig í stellingar eftir kosningar. Þetta kom fram í viðtali Björns Bjarnasonar við Bjarna á ÍNN í kvöld. Þar var farið um víðan völl en ekkert rætt um þær viðræður sem nú standa yfir milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni var þó spurður almennt um vikurnar sem liðnar eru frá kosningum.Menn stilltu sér upp „Í mínum huga hefur það verið ljóst frá upphafi að Sjálfstæðisfokkurinn þyrfti að vera í þessari stjórn og við ættum að leiða þá stjórn sem ótvíræður sigurvegari kosninganna. Það hefði kannski átt að gefa því aðeins lengri tíma, að ljúka því,“ sagði Bjarni. „Það var ekki vegna þess að við vildum ekki koma með opnum hug að samtalinu við aðra flokka heldur meira að menn stilltu sér upp og voru í miklum stellingum eftir kosningar Kannski eftir þetta ár, þetta var svolítið sérstakt ár.“Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram tillögur fyrir Bjarna í gær. Bíða þeir enn viðbragða þeirra en enginn formanna svaraði símtölum fréttastofu í dag.Fjallað var um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í kvöldfréttum Stöðvar 2.Björn minntist á þá hollustu sem Bjarni hefði sýnt Framsóknarflokknum undanfarnar vikur á meðan aðrir hefðu útilokað samstarf við Framsókn eða þá bæði Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Framsókn þriðji stærsti flokkurinn„Ég hef átt gott samstarf við Framsóknarflokinn og þótt hann hafi ekki fengið góða niðurstöðu í sögulegu samhengi þá er hann með betri niðurstöðu en Samfylkingin, stærri en Björt framtíð og stærri en Viðreisn. Ef menn ætla að horfa á einhverja lýðræðislega niðurstðu kosninga verða menn að viðurkenna að framsóknarflokkurin er þó með þessa þingmenn sem hann hefur,“ sagði Bjarni.Hann sagði samstarf sitt við leiðtoga Framsóknar, þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson og svo Sigurð Inga Jóhannsson og Lilju Alfreðsdóttur hafa verið gott.„Ég treysti mér vel til að starfa með þeim en vegna þess að þetta þarf að vera þriggja flokka stjórn skiptir máli að það sé samstaða.“
Kosningar 2016 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira