Setti Ris à l'amande í vegan búningi Guðný Hrönn skrifar 24. desember 2016 13:30 Þorbjörg Snorradóttir heldur úti blogginu Eldhússystur ásamt systur sinni, Kristínu Snorradóttur. Vísir/Anton Brink Matarbloggarinn Þorbjörg Snorradóttir ólst upp við að fá ris à l'amande í eftirrétt á aðfangadag. Hún heldur í hefðina en þar sem hún hefur nú tekið upp vegan lífsstíl þá er ný útgáfa af eftirréttinum á boðstólum. „Ég er alin upp við að fá ris à l’amande í eftirrétt á aðfangadag og þegar ég ákvað að fylgja í fótspor sambýlismanns míns og hætta að borða dýraafurðir þá kom ekki annað til greina en að gera vegan útgáfu af réttinum,“ segir Þorbjörg, eða Tobba eins og hún er gjarnan kölluð. „Það er mjög auðvelt að sleppa mjólkinni þar sem við erum komin með svo margar mismunandi gerðir af jurtamjólk. Ég hafði ekki fundið jurtarjóma sem mér finnst góður en eftir smá Google-leit þá komst ég að því að kókosmjólk þeytist ljómandi vel. Seinustu jól gerði ég svo vegan útgáfu af ris à l’amande og verður hún aftur núna um jólin.“ Tobba tók upp vegan mataræði í janúar á þessu ári. „Ég byrjaði með því að taka þátt í Veganúar. Þá fyrst hætti ég alveg að borða allar dýraafurðir en þá var um það bil ár síðan ég hafði hætt að kaupa kjöt fyrir heimilið.“ Tobbu þykir ómissandi að fá ris à l’amande á aðfangadag.Vísir/Anton BrinkTobba segir þessa lífsstílsbreytingu hafa verið tiltölulega lítið mál. „Sambýlismaðurinn minn hætti að borða dýraafurðir töluvert á undan mér þannig að það var ekki flókið að gera þessar breytingar á mataræðinu. Síðan í janúar 2015 hefur vöruúrvalið í búðum aukist stórkostlega og núna er t.d. hægt að kaupa vegan ost, skinku, Ben and Jerry’s ís, soja-jógúrt, tilbúnar frosnar vegan pitsur og súkkulaðimjólk,“ segir Tobba sem byrjaði að blogga um mat með systur sinni árið 2012 á Eldhússystur.com. „Við sáum fyrir okkur að þetta væri góð leið til að halda utan um uppskriftirnar okkar, svona eins konar rafræn útgáfa af uppskriftabók. Við fengum það í móðurarf að hafa gaman af því að baka. Móðuramma okkar var mjög iðin við að baka og leyfði okkur alltaf að hjálpa til þegar við vorum litlar. Mamma okkar er einnig mjög iðin í eldhúsinu og bakar t.d. endalaust mikið fyrir jólin,“ segir Tobba. Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól Sósan má ekki klikka Jól Jól Jól Dönsk jólagæs vék fyrir sænskri skinku Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum Jól Hraðnámskeið í hegðun á jólahlaðborðinu Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól
Matarbloggarinn Þorbjörg Snorradóttir ólst upp við að fá ris à l'amande í eftirrétt á aðfangadag. Hún heldur í hefðina en þar sem hún hefur nú tekið upp vegan lífsstíl þá er ný útgáfa af eftirréttinum á boðstólum. „Ég er alin upp við að fá ris à l’amande í eftirrétt á aðfangadag og þegar ég ákvað að fylgja í fótspor sambýlismanns míns og hætta að borða dýraafurðir þá kom ekki annað til greina en að gera vegan útgáfu af réttinum,“ segir Þorbjörg, eða Tobba eins og hún er gjarnan kölluð. „Það er mjög auðvelt að sleppa mjólkinni þar sem við erum komin með svo margar mismunandi gerðir af jurtamjólk. Ég hafði ekki fundið jurtarjóma sem mér finnst góður en eftir smá Google-leit þá komst ég að því að kókosmjólk þeytist ljómandi vel. Seinustu jól gerði ég svo vegan útgáfu af ris à l’amande og verður hún aftur núna um jólin.“ Tobba tók upp vegan mataræði í janúar á þessu ári. „Ég byrjaði með því að taka þátt í Veganúar. Þá fyrst hætti ég alveg að borða allar dýraafurðir en þá var um það bil ár síðan ég hafði hætt að kaupa kjöt fyrir heimilið.“ Tobbu þykir ómissandi að fá ris à l’amande á aðfangadag.Vísir/Anton BrinkTobba segir þessa lífsstílsbreytingu hafa verið tiltölulega lítið mál. „Sambýlismaðurinn minn hætti að borða dýraafurðir töluvert á undan mér þannig að það var ekki flókið að gera þessar breytingar á mataræðinu. Síðan í janúar 2015 hefur vöruúrvalið í búðum aukist stórkostlega og núna er t.d. hægt að kaupa vegan ost, skinku, Ben and Jerry’s ís, soja-jógúrt, tilbúnar frosnar vegan pitsur og súkkulaðimjólk,“ segir Tobba sem byrjaði að blogga um mat með systur sinni árið 2012 á Eldhússystur.com. „Við sáum fyrir okkur að þetta væri góð leið til að halda utan um uppskriftirnar okkar, svona eins konar rafræn útgáfa af uppskriftabók. Við fengum það í móðurarf að hafa gaman af því að baka. Móðuramma okkar var mjög iðin við að baka og leyfði okkur alltaf að hjálpa til þegar við vorum litlar. Mamma okkar er einnig mjög iðin í eldhúsinu og bakar t.d. endalaust mikið fyrir jólin,“ segir Tobba.
Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól Sósan má ekki klikka Jól Jól Jól Dönsk jólagæs vék fyrir sænskri skinku Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum Jól Hraðnámskeið í hegðun á jólahlaðborðinu Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól