Helgi Jóhannsson látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2017 12:45 Helgi Jóhannsson var framkvæmdastjóri Samvinnuferða á árunum 1984 til 2000. Mynd/Stöð 2. Helgi Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samvinnuferða, er látinn, 65 ára að aldri, eftir erfið veikindi. Helgi var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambands Íslands þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar og unnu Bermúdaskálina árið 1991. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins í nóvember síðastliðinn þegar þess var minnst að aldarfjórðungur var frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði þá í ávarpi að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Úr hófi Bridgesambands Íslands í nóvember þegar Helgi var sæmdur gullmerki sambandsins.Stöð 2/Einar Árnason. Í viðtali á Stöð 2 af því tilefni komu Helgi og eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, fram og lýstu því hvernig MND-sjúkdómurinn olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar en Helgi var bundinn hjólastól og öndunarvél síðustu æviár sín. Fylgst var með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáði sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Meðan á myndatöku stóð nýtti Helgi skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Helgi lést á heimili sínu á mánudagskvöld. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjá syni og sex barnabörn. Hér í spilaranum að neðan má sjá þáttinn með Helga í hópi spilafélaganna en þar var nánar fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn. Bridge Andlát Tengdar fréttir Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Helgi Jóhannsson sem áður stýrði Samvinnuferðum tekst á við erfiðan sjúkdóm eins og hann sé í heimsmeistarakeppni í bridds. 29. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Helgi Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samvinnuferða, er látinn, 65 ára að aldri, eftir erfið veikindi. Helgi var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambands Íslands þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar og unnu Bermúdaskálina árið 1991. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins í nóvember síðastliðinn þegar þess var minnst að aldarfjórðungur var frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði þá í ávarpi að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Úr hófi Bridgesambands Íslands í nóvember þegar Helgi var sæmdur gullmerki sambandsins.Stöð 2/Einar Árnason. Í viðtali á Stöð 2 af því tilefni komu Helgi og eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, fram og lýstu því hvernig MND-sjúkdómurinn olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar en Helgi var bundinn hjólastól og öndunarvél síðustu æviár sín. Fylgst var með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáði sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Meðan á myndatöku stóð nýtti Helgi skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Helgi lést á heimili sínu á mánudagskvöld. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjá syni og sex barnabörn. Hér í spilaranum að neðan má sjá þáttinn með Helga í hópi spilafélaganna en þar var nánar fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn.
Bridge Andlát Tengdar fréttir Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Helgi Jóhannsson sem áður stýrði Samvinnuferðum tekst á við erfiðan sjúkdóm eins og hann sé í heimsmeistarakeppni í bridds. 29. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Helgi Jóhannsson sem áður stýrði Samvinnuferðum tekst á við erfiðan sjúkdóm eins og hann sé í heimsmeistarakeppni í bridds. 29. nóvember 2016 20:00