Bankaráðsformaður Landsbankans segir nýjar höfuðstöðvar brýnar en ekki flottræfilshátt Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2017 20:00 Bankaráðsformaður Landsbankans segir að enginn flottræfilsháttur verði á nýjum höfuðstöðvum bankans sem nauðsynlegt sé að byggja af hagkvæmnisástæðum. Landsbankinn ákveður í vor hvort hann byggir nýjar höfuðstöðvar á Hörpu-reitnum eða annars staðar. Í dag voru opnuð tilboð í uppsteypu á nýju Marriott hóteli við Hörpu. Landsbankinn hefur verið með höfuðstöðvar sínar í núverandi byggingu í Austurstræti í tæp nítíu ár. En hann er með starfsemi víða annars staðar í Kvosinni á um 20 þúsund fermetrum. Stjórnendur bankans telja brýnt að byggja nýjar höfuðstöðvar og hafa gefið sér tímafrest í þeim efnum. Reyndar hefur bankinn verið á þessari lóð allt frá árinu 1898 en hús sem byggt var það ár eyðilagðist í bruna árið 1915. Það var síðar endurbyggt og aðalbyggingin kominn í núverandi mynd árið 1924. Fyrir um tveimur árum ákvað bankaráð að hefja hönnunarsamkeppni um nýjar höfuðstöðvar á hörpureitnum en vegna mikillar gagnrýni var fallið frá þessum áformum sumarið 2015. Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans segir að nú þrýsta aðstæður hins vegar á að bankinn hrökkvi eða stökkvi varðandi lóðina við Hörpu. „Jú það er rétt hjá þér. Við höfum falið nýjum bankastjóra að fara mjög vel yfir málin. Yfir þær greiningar og þarfir sem við höfum sett. En það er orðið mjög brýnt að leysa húsnæðismál bankans og þess vegna ætlum við að taka ákvörðun í vor,“ segir Helga Björk. Framkvæmdir annarra aðila á Hafnartorgi eru langt komnar en þær byggingar tengjast beint skipulaginu við Hörpu. Meðal annars mun samtengdur bílastæðakjallari fyrir rúmlega þúsund bíla liggja undir öllu svæðinu. Í dag voru síðan opnuð tilboð í uppsteypu Marriott hótelsins sem rísa á við Hörpu en verkið á að hefjast strax í næsta mánuði. Allar þessar framkvæmdir þrýsta því á ákvörðun af hálfu Landsbankans sem hefur heimild til að byggja 16 þúsund fermetra hús á hörpureitnum. „Það er alveg ljóst að ef hús verður byggt þarna verður verslun og þjónusta á neðstu hæðinni, þá munum við ekki nýta það. Við munum ekki þurfa allt þetta húsnæði þannig að við munum þurfa að leigja eða selja út frá okkur, ef til kemur að byggt verði þarna,“ segir bankaráðsformaðurinn. En í dag er talið að bankinn þurfi um 11 þúsund fermetra undir höfuðstöðvar. Helga segir aðstöðu bankans búna að vera óviðuandi lengi á þrettán stöðum í miðborginni ásamt fleiri stöðum víða um borgina. Þetta sé spurning um hagræðingu en ekki flottræfilshátt. „Þetta er farið að standa okkur fyrir þrifum að vera í svona dreifðri starfsemi í allt of stóru húsnæði. Við þurfum sveigjanleika til framtíðar og að sjálfsögðu ef til kemur að við byggjum hús, hvort sem það verður á hörpureitnum eða annars staðar, þá verður enginn flottræfilsháttur þar á bæ. En þetta er mjög brýnt verkefni fyrir bankann,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir. Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Bankaráðsformaður Landsbankans segir að enginn flottræfilsháttur verði á nýjum höfuðstöðvum bankans sem nauðsynlegt sé að byggja af hagkvæmnisástæðum. Landsbankinn ákveður í vor hvort hann byggir nýjar höfuðstöðvar á Hörpu-reitnum eða annars staðar. Í dag voru opnuð tilboð í uppsteypu á nýju Marriott hóteli við Hörpu. Landsbankinn hefur verið með höfuðstöðvar sínar í núverandi byggingu í Austurstræti í tæp nítíu ár. En hann er með starfsemi víða annars staðar í Kvosinni á um 20 þúsund fermetrum. Stjórnendur bankans telja brýnt að byggja nýjar höfuðstöðvar og hafa gefið sér tímafrest í þeim efnum. Reyndar hefur bankinn verið á þessari lóð allt frá árinu 1898 en hús sem byggt var það ár eyðilagðist í bruna árið 1915. Það var síðar endurbyggt og aðalbyggingin kominn í núverandi mynd árið 1924. Fyrir um tveimur árum ákvað bankaráð að hefja hönnunarsamkeppni um nýjar höfuðstöðvar á hörpureitnum en vegna mikillar gagnrýni var fallið frá þessum áformum sumarið 2015. Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans segir að nú þrýsta aðstæður hins vegar á að bankinn hrökkvi eða stökkvi varðandi lóðina við Hörpu. „Jú það er rétt hjá þér. Við höfum falið nýjum bankastjóra að fara mjög vel yfir málin. Yfir þær greiningar og þarfir sem við höfum sett. En það er orðið mjög brýnt að leysa húsnæðismál bankans og þess vegna ætlum við að taka ákvörðun í vor,“ segir Helga Björk. Framkvæmdir annarra aðila á Hafnartorgi eru langt komnar en þær byggingar tengjast beint skipulaginu við Hörpu. Meðal annars mun samtengdur bílastæðakjallari fyrir rúmlega þúsund bíla liggja undir öllu svæðinu. Í dag voru síðan opnuð tilboð í uppsteypu Marriott hótelsins sem rísa á við Hörpu en verkið á að hefjast strax í næsta mánuði. Allar þessar framkvæmdir þrýsta því á ákvörðun af hálfu Landsbankans sem hefur heimild til að byggja 16 þúsund fermetra hús á hörpureitnum. „Það er alveg ljóst að ef hús verður byggt þarna verður verslun og þjónusta á neðstu hæðinni, þá munum við ekki nýta það. Við munum ekki þurfa allt þetta húsnæði þannig að við munum þurfa að leigja eða selja út frá okkur, ef til kemur að byggt verði þarna,“ segir bankaráðsformaðurinn. En í dag er talið að bankinn þurfi um 11 þúsund fermetra undir höfuðstöðvar. Helga segir aðstöðu bankans búna að vera óviðuandi lengi á þrettán stöðum í miðborginni ásamt fleiri stöðum víða um borgina. Þetta sé spurning um hagræðingu en ekki flottræfilshátt. „Þetta er farið að standa okkur fyrir þrifum að vera í svona dreifðri starfsemi í allt of stóru húsnæði. Við þurfum sveigjanleika til framtíðar og að sjálfsögðu ef til kemur að við byggjum hús, hvort sem það verður á hörpureitnum eða annars staðar, þá verður enginn flottræfilsháttur þar á bæ. En þetta er mjög brýnt verkefni fyrir bankann,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir.
Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira